England byrjar af krafti og Frakkar lögðu Ítali Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 20:40 Emile Smith Rowe leikmaður Arsenal og U-21 árs liðs Englands skorar hér framhjá markverði Tékka í leik liðanna í dag. Vísir/Getty England vann 2-0 sigur á Tékkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti U-21 árs landsliða sem hófst í Georgíu í dag. Þá unnu Frakkar góðan sigur á Ítölum í D-riðli. Keppni í C og D-riðlum á Evrópumóti U-21 árs landsliða í knattspyrnu hófst í dag. Mótið fer fram í Georgíu og Rúmeníu en alls tryggðu sextán þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni. England er í riðli með Þjóðverjum, Ísrael og Tékklandi en þeir mættu einmitt síðastnefndu þjóðinni í dag. Jacob Ramsay, leikmaður Aston Villa, kom Englendingum yfir á 47. mínútu leiksins og Emile Smith-Rowe gulltryggði sigur Englands með marki í uppbótartíma. Anthony Gordon var í fremstu víglínu Englendinga í dag.Vísir/Getty Í hinum leik riðilsins mættust Þjóðverjar og Ísrael. Ísrael tók óvænt forystuna eftir tuttugu mínútna leik með marki frá Dor Turgeman en Yann Bisseck jafnaði metin fyrir Þýskaland úr víti sex mínútum síðar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Eden Karzev leikmaður Ísrael sitt annað gula spjald en þrátt fyrir það tókst Þjóðverjum ekki að tryggja sér sigur í síðari hálfleik. Jaessic Ngankam komst næst því að skora en Daniel Peretz markvörður Ísrael varði vítaspyrnu hans tíu mínútum fyrir leikslok. Frakkar höfðu betur í risaslagnum Í D-riðli mættust Sviss og Noregur í fyrri leik dagsins. Emil Ceide náði forystunni fyrir Norðmenn á 19. mínútu en Dan Ndoye jafnaði fyrir Sviss níu mínútum fyrir hálfleik. Það var svo Kastriot Imeri sem skoraði sigurmark Sviss í upphafi síðari hálfleiks og tryggði Svisslendingum 2-1 sigur. Stórleikur dagsins var leikur Frakklands og Ítalíu. Ýmis þekkt nöfn mátti finna í leikmannahópum beggja liða, til dæmis Khephren Thuram sem hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga, Ilan Meslier markvörð Leeds og Sandro Tonali leikmann AC Milan. Khephren Thuram var í byrjunarliði Frakka í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool síðustu vikur.Vísir/Getty Arnaud Kalimuendo skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Frakka á 22.mínútu en Pietro Pellegri jafnaði metin þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiks. Það voru hins vegar Frakkar sem tryggðu sér sigurinn í síðari hálfleiknum. Bradley Barcola skoraði sigurmarkið á 62. mínútu en hann leikur með Lyon í frönsku úrvalsdeildinni. Frakkar voru einum færri síðustu mínútur leiksins eftir að Loic Bade var rekinn af velli en Ítalir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Ítalir komust afar nálægt því að jafna í lokin þegar þeir áttu skalla í stöngina áður en varnarmaður Frakka bjargaði á línu og það mögulega með hendi. Boltinn virtist sömuleiðis fara yfir línuna en hvorki er notast við marklínutækni né myndbandsdómgæslu á mótinu. Lokatölur 2-1 og Frakkland og Sviss eru því í efstu tveimur sætum D-riðils eftir fyrstu umferð Evrópumótsins. EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Keppni í C og D-riðlum á Evrópumóti U-21 árs landsliða í knattspyrnu hófst í dag. Mótið fer fram í Georgíu og Rúmeníu en alls tryggðu sextán þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni. England er í riðli með Þjóðverjum, Ísrael og Tékklandi en þeir mættu einmitt síðastnefndu þjóðinni í dag. Jacob Ramsay, leikmaður Aston Villa, kom Englendingum yfir á 47. mínútu leiksins og Emile Smith-Rowe gulltryggði sigur Englands með marki í uppbótartíma. Anthony Gordon var í fremstu víglínu Englendinga í dag.Vísir/Getty Í hinum leik riðilsins mættust Þjóðverjar og Ísrael. Ísrael tók óvænt forystuna eftir tuttugu mínútna leik með marki frá Dor Turgeman en Yann Bisseck jafnaði metin fyrir Þýskaland úr víti sex mínútum síðar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Eden Karzev leikmaður Ísrael sitt annað gula spjald en þrátt fyrir það tókst Þjóðverjum ekki að tryggja sér sigur í síðari hálfleik. Jaessic Ngankam komst næst því að skora en Daniel Peretz markvörður Ísrael varði vítaspyrnu hans tíu mínútum fyrir leikslok. Frakkar höfðu betur í risaslagnum Í D-riðli mættust Sviss og Noregur í fyrri leik dagsins. Emil Ceide náði forystunni fyrir Norðmenn á 19. mínútu en Dan Ndoye jafnaði fyrir Sviss níu mínútum fyrir hálfleik. Það var svo Kastriot Imeri sem skoraði sigurmark Sviss í upphafi síðari hálfleiks og tryggði Svisslendingum 2-1 sigur. Stórleikur dagsins var leikur Frakklands og Ítalíu. Ýmis þekkt nöfn mátti finna í leikmannahópum beggja liða, til dæmis Khephren Thuram sem hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga, Ilan Meslier markvörð Leeds og Sandro Tonali leikmann AC Milan. Khephren Thuram var í byrjunarliði Frakka í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool síðustu vikur.Vísir/Getty Arnaud Kalimuendo skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Frakka á 22.mínútu en Pietro Pellegri jafnaði metin þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiks. Það voru hins vegar Frakkar sem tryggðu sér sigurinn í síðari hálfleiknum. Bradley Barcola skoraði sigurmarkið á 62. mínútu en hann leikur með Lyon í frönsku úrvalsdeildinni. Frakkar voru einum færri síðustu mínútur leiksins eftir að Loic Bade var rekinn af velli en Ítalir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Ítalir komust afar nálægt því að jafna í lokin þegar þeir áttu skalla í stöngina áður en varnarmaður Frakka bjargaði á línu og það mögulega með hendi. Boltinn virtist sömuleiðis fara yfir línuna en hvorki er notast við marklínutækni né myndbandsdómgæslu á mótinu. Lokatölur 2-1 og Frakkland og Sviss eru því í efstu tveimur sætum D-riðils eftir fyrstu umferð Evrópumótsins.
EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira