Segir umhverfisráðherra draga rangar ályktanir af uppgjörinu Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. júní 2023 12:19 Árni Finnson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að stjórnvöld skorta vilja í loftslagsmálum. vísir/sigurjón Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir stjórnvöld hafa brugðist í loftslagsmálum. Þá dragi umhverfisráðherra rangar ályktanir af uppgjöri Loftslagsráðs. Ekki sé þörf á fleiri virkjunum í bili heldur þurfi að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Greint var frá uppgjöri Loftslagsráðs sem senn lýkur fjögurra ára skipunartíma sínum í gær. Þar lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst í loftslagsmálum síðustu fjögur ár. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi 2040. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sagði í hádegisfréttum okkar í gær það vera útilokað að Ísland nái markmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sem situr í Loftslagsráði, segir ráðherra ekki draga réttar ályktanir. „Loftslagsráð bendir á það að aukning í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi einkum frá samgöngum er alltof, alltof mikil og við því þarf að bregðast. Eins og sakir standa þá þarf ekki að byggja virkjanir til þess arna það er miklu skynsamara að fækka bílum sem brenna bensíni og olíu,“ segir Árni. Stjórnvöld hafi ekki gert nærri nógu mikið til að minnka umferð bíla sem losi gróðurhúsalofttegundir, bensín og dísel, og þar liggi vandamálið.„Vandinn sem umhverfisráðherra þarf að glíma við er að losun minnki umtalsvert. Hún er að aukast, ég held að þetta sé þriðja árið í röð sem losun mun aukast vegna þess að við sjáum það að innflutningur á olíu og bensíni eykst,“ segir Árni jafnframt. Aðspurður hvort stjórnvöld hafi brugðist í málaflokknum svarar Árni játandi. „Já það verður að segjast. Ég er ekki að tala um Guðlaug Þór eingöngu. Ég er að tala um loftslagsstefnu Íslands frá aldamótum, hún hefur verið í molum alla tíð.“ Miðað við þróunina segist Árni ekki bjartsýnn á að Ísland nái markmiðum sínum á tilsettum tíma. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Greint var frá uppgjöri Loftslagsráðs sem senn lýkur fjögurra ára skipunartíma sínum í gær. Þar lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst í loftslagsmálum síðustu fjögur ár. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi 2040. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra sagði í hádegisfréttum okkar í gær það vera útilokað að Ísland nái markmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sem situr í Loftslagsráði, segir ráðherra ekki draga réttar ályktanir. „Loftslagsráð bendir á það að aukning í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi einkum frá samgöngum er alltof, alltof mikil og við því þarf að bregðast. Eins og sakir standa þá þarf ekki að byggja virkjanir til þess arna það er miklu skynsamara að fækka bílum sem brenna bensíni og olíu,“ segir Árni. Stjórnvöld hafi ekki gert nærri nógu mikið til að minnka umferð bíla sem losi gróðurhúsalofttegundir, bensín og dísel, og þar liggi vandamálið.„Vandinn sem umhverfisráðherra þarf að glíma við er að losun minnki umtalsvert. Hún er að aukast, ég held að þetta sé þriðja árið í röð sem losun mun aukast vegna þess að við sjáum það að innflutningur á olíu og bensíni eykst,“ segir Árni jafnframt. Aðspurður hvort stjórnvöld hafi brugðist í málaflokknum svarar Árni játandi. „Já það verður að segjast. Ég er ekki að tala um Guðlaug Þór eingöngu. Ég er að tala um loftslagsstefnu Íslands frá aldamótum, hún hefur verið í molum alla tíð.“ Miðað við þróunina segist Árni ekki bjartsýnn á að Ísland nái markmiðum sínum á tilsettum tíma.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55