ÁTVR mátti neita að selja koffíndrykk Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júní 2023 16:52 ÁTVR vill ekki selja Shaker. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var í dag sýknuð af kröfum heildsölunnar Distu vegna ákvörðunar um að selja ekki koffíndrykk. Heildsalan Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. „Þannig sé ljóst að áfengir drykkir sem innihaldi koffein séu almennt löglegir og til sölu og dreifingar í verslunum stefnda,“ segir í dóminum. Síder með koffeini Shaker er kolsýrður síderdrykkur með 4,5 prósenta áfengisstyrk. Samanstendur hann af eplavíni, eplasafa, vatni, sykri og ýmsum öðrum efnum svo sem koffeini. „Með vísan til magns hins viðbætta koffeins í vörunni og tilvitnaðra áletrana að framan megi ætla að hinu viðbætta koffeini sé gagngert blandað í vöruna til að ná fram þekktum örvandi áhrifum þess,“ segir í dóminum. Koffeinmagnið er 150 milligrömm á líter. Samkvæmt lögum metur ÁTVR þær vörur sem teknar eru í sölu.Vísir/Vilhelm Í málflutningi Distu sagði að samkvæmt lögum væru engin töluleg viðmið um heimilt magn koffeins eða annarra örvandi efna í áfengum drykkjum. Ákvæðið sé matskennt og löggjafinn hafi falið ÁTVR að skilgreina nánar þær forsendur og sjónarmið sem leggja skuli til grundvallar. Beint að ungu fólki „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ sagði í bréfi ÁTVR til Distu frá 2021. ÁTVR sé óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hafi falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ segir jafn framt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Var ÁTVR sýknað og Distu gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað. Áfengi og tóbak Dómsmál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Heildsalan Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. „Þannig sé ljóst að áfengir drykkir sem innihaldi koffein séu almennt löglegir og til sölu og dreifingar í verslunum stefnda,“ segir í dóminum. Síder með koffeini Shaker er kolsýrður síderdrykkur með 4,5 prósenta áfengisstyrk. Samanstendur hann af eplavíni, eplasafa, vatni, sykri og ýmsum öðrum efnum svo sem koffeini. „Með vísan til magns hins viðbætta koffeins í vörunni og tilvitnaðra áletrana að framan megi ætla að hinu viðbætta koffeini sé gagngert blandað í vöruna til að ná fram þekktum örvandi áhrifum þess,“ segir í dóminum. Koffeinmagnið er 150 milligrömm á líter. Samkvæmt lögum metur ÁTVR þær vörur sem teknar eru í sölu.Vísir/Vilhelm Í málflutningi Distu sagði að samkvæmt lögum væru engin töluleg viðmið um heimilt magn koffeins eða annarra örvandi efna í áfengum drykkjum. Ákvæðið sé matskennt og löggjafinn hafi falið ÁTVR að skilgreina nánar þær forsendur og sjónarmið sem leggja skuli til grundvallar. Beint að ungu fólki „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ sagði í bréfi ÁTVR til Distu frá 2021. ÁTVR sé óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hafi falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ segir jafn framt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Var ÁTVR sýknað og Distu gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað.
Áfengi og tóbak Dómsmál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira