ÁTVR mátti neita að selja koffíndrykk Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júní 2023 16:52 ÁTVR vill ekki selja Shaker. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var í dag sýknuð af kröfum heildsölunnar Distu vegna ákvörðunar um að selja ekki koffíndrykk. Heildsalan Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. „Þannig sé ljóst að áfengir drykkir sem innihaldi koffein séu almennt löglegir og til sölu og dreifingar í verslunum stefnda,“ segir í dóminum. Síder með koffeini Shaker er kolsýrður síderdrykkur með 4,5 prósenta áfengisstyrk. Samanstendur hann af eplavíni, eplasafa, vatni, sykri og ýmsum öðrum efnum svo sem koffeini. „Með vísan til magns hins viðbætta koffeins í vörunni og tilvitnaðra áletrana að framan megi ætla að hinu viðbætta koffeini sé gagngert blandað í vöruna til að ná fram þekktum örvandi áhrifum þess,“ segir í dóminum. Koffeinmagnið er 150 milligrömm á líter. Samkvæmt lögum metur ÁTVR þær vörur sem teknar eru í sölu.Vísir/Vilhelm Í málflutningi Distu sagði að samkvæmt lögum væru engin töluleg viðmið um heimilt magn koffeins eða annarra örvandi efna í áfengum drykkjum. Ákvæðið sé matskennt og löggjafinn hafi falið ÁTVR að skilgreina nánar þær forsendur og sjónarmið sem leggja skuli til grundvallar. Beint að ungu fólki „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ sagði í bréfi ÁTVR til Distu frá 2021. ÁTVR sé óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hafi falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ segir jafn framt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Var ÁTVR sýknað og Distu gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað. Áfengi og tóbak Dómsmál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Heildsalan Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. „Þannig sé ljóst að áfengir drykkir sem innihaldi koffein séu almennt löglegir og til sölu og dreifingar í verslunum stefnda,“ segir í dóminum. Síder með koffeini Shaker er kolsýrður síderdrykkur með 4,5 prósenta áfengisstyrk. Samanstendur hann af eplavíni, eplasafa, vatni, sykri og ýmsum öðrum efnum svo sem koffeini. „Með vísan til magns hins viðbætta koffeins í vörunni og tilvitnaðra áletrana að framan megi ætla að hinu viðbætta koffeini sé gagngert blandað í vöruna til að ná fram þekktum örvandi áhrifum þess,“ segir í dóminum. Koffeinmagnið er 150 milligrömm á líter. Samkvæmt lögum metur ÁTVR þær vörur sem teknar eru í sölu.Vísir/Vilhelm Í málflutningi Distu sagði að samkvæmt lögum væru engin töluleg viðmið um heimilt magn koffeins eða annarra örvandi efna í áfengum drykkjum. Ákvæðið sé matskennt og löggjafinn hafi falið ÁTVR að skilgreina nánar þær forsendur og sjónarmið sem leggja skuli til grundvallar. Beint að ungu fólki „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ sagði í bréfi ÁTVR til Distu frá 2021. ÁTVR sé óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hafi falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ segir jafn framt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Var ÁTVR sýknað og Distu gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað.
Áfengi og tóbak Dómsmál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira