Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þá var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að veitast að lögreglumanni og slá hann í andlitið. Þetta gerðist í umdæmi Lögreglustöðvar númer 1, á Hlemmi.
Fleira var um að vera í miðborginni eins og kemur fram í skýrslunni. Meðal annars að dyraverðir skemmtistaðar þurftu að óska eftir aðstoðar vegna manns sem var með óspektir inni á staðnum. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus eftir samtal. Verður hann kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt samkvæmt skýrslunni.
Einnig var einn ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en sleppt að lokinni blóðsýnatöku.
Minna var að frétta frá öðrum lögreglustöðvum. Nema að tveir ökumenn voru teknir, annar grunaður um fíkniefnakstur en hinn kærður fyrir að aka án bílprófs.