Að sporna gegn lýðræðinu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 24. júní 2023 13:01 Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata. Einu mistökin, þessi „leiðu mistök“, eins og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kallaði atvikið, var að starfsmaður borgarinnar hugði ekki að því að fela þau samskipti sem hann átti við annan starfsmann borgarinnar, í þeim tilgangi að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á fundi íbúaráðsins. Samskipti sem téð Heiða Björg kallaði „einkasamskipti.“ Ekki sá borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata sér það fært að ræða þetta alvarlega atvik á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Enda fara fundir borgarstjórnar alla jafna fram í heyranda hljóði og er þeim einnig streymt á alnetinu. Þess í stað var málinu vísað til borgarráðs, sem fyrsta áfanga í að þagga málið niður. Enda þeir fundir haldnir fyrir luktum dyrum og auðveldara að stýra því þar að viðkvæm mál komist í loftið. Á fundi borgarráðs, rann formanni borgarráðs, Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknar og verðandi borgarstjóra, blóðið til skyldunnar til þess að “vernda” téða starfsmenn sem stóðu að því að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á vettvangi íbúaráðsins, með því að neita oddvita Flokks fólksins um að fá bókun sína birta. Þarna er auðvitað fyrst og fremst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata að "vernda" sjálfan sig og koma þessu alvarlega máli í þöggunnarfarveg samkvæmt uppskrift úr Handbók um þöggun viðkvæmra mála. Ef að þessi uppákoma á íbúaráðsfundinum hafi verið algerlega einangrað atvik og hugmynd þeirra starfsmanna sem gerðu þessi "leiðu mistök", þá hefðu allir ábyrgir stjórnendur látið þetta fólk fara. Það blasir auðvitað við hverjum þeim sem það vill sjá, að þessum starfmönnum var fjarstýrt þ.e. þeir tóku við skipunum að ofan um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu um mál sem hvíldu á fulltrúum íbúaráðsins. Augljóst er því að, ef að umræddir starfsmenn hefðu fengið "verðskuldað uppsagnarbréf" vegna gjörða sinna, að aðstæður uppsagnar hefðu verið "skáldaðar" og starfsmennirnir, til þess að vernda sjálfa sig fyrir upplognum sakargiftum, bent á hvaðan skipunin um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu í íbúaráðinu kom. Eitt má þó borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata eiga. Þeim hefur með miklum bravör tekist að gengisfella niður í ruslflokk, hugtökin lýðræði og samráð og má kannski segja, að fyrir utan það að setja borgarsjóð á hausinn, sé það það eina sem honum hafi tekist vel svo eftir sé tekið. Það er því í rauninni það eina rétta í stöðunni að hætta þessum leikaraskap með þessi hugtök sem kostað hafa útsvarsgreiðendur í borginni hundruðir milljóna. Réttast væri því að fresta frekari leiksýningum á sýndarlýðræði og sýndarsamráði borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata og spara þar með borgarsjóði hundruðir milljóna.Brotabrot af þeim kostnaði sem sparast myndi svo duga til þess að halda úti starfsemi Tjarnarbíós sem er, ólíkt Ráðhúsi Reykjavíkur, hinn rétti staður fyrir uppsetningu leiksýninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Stjórnsýsla Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er erfitt að ímynda sér það að uppákoman sem að varð á dögunum í íbúaráði Laugardals hafi verið eitthvað einangrað fyrirbæri í fjölleikahúsi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata. Einu mistökin, þessi „leiðu mistök“, eins og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kallaði atvikið, var að starfsmaður borgarinnar hugði ekki að því að fela þau samskipti sem hann átti við annan starfsmann borgarinnar, í þeim tilgangi að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á fundi íbúaráðsins. Samskipti sem téð Heiða Björg kallaði „einkasamskipti.“ Ekki sá borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata sér það fært að ræða þetta alvarlega atvik á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Enda fara fundir borgarstjórnar alla jafna fram í heyranda hljóði og er þeim einnig streymt á alnetinu. Þess í stað var málinu vísað til borgarráðs, sem fyrsta áfanga í að þagga málið niður. Enda þeir fundir haldnir fyrir luktum dyrum og auðveldara að stýra því þar að viðkvæm mál komist í loftið. Á fundi borgarráðs, rann formanni borgarráðs, Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknar og verðandi borgarstjóra, blóðið til skyldunnar til þess að “vernda” téða starfsmenn sem stóðu að því að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu á vettvangi íbúaráðsins, með því að neita oddvita Flokks fólksins um að fá bókun sína birta. Þarna er auðvitað fyrst og fremst meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata að "vernda" sjálfan sig og koma þessu alvarlega máli í þöggunnarfarveg samkvæmt uppskrift úr Handbók um þöggun viðkvæmra mála. Ef að þessi uppákoma á íbúaráðsfundinum hafi verið algerlega einangrað atvik og hugmynd þeirra starfsmanna sem gerðu þessi "leiðu mistök", þá hefðu allir ábyrgir stjórnendur látið þetta fólk fara. Það blasir auðvitað við hverjum þeim sem það vill sjá, að þessum starfmönnum var fjarstýrt þ.e. þeir tóku við skipunum að ofan um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu um mál sem hvíldu á fulltrúum íbúaráðsins. Augljóst er því að, ef að umræddir starfsmenn hefðu fengið "verðskuldað uppsagnarbréf" vegna gjörða sinna, að aðstæður uppsagnar hefðu verið "skáldaðar" og starfsmennirnir, til þess að vernda sjálfa sig fyrir upplognum sakargiftum, bent á hvaðan skipunin um að hindra eðlilega og lýðræðislega umræðu í íbúaráðinu kom. Eitt má þó borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar, þeirra í Viðreisn og Pírata eiga. Þeim hefur með miklum bravör tekist að gengisfella niður í ruslflokk, hugtökin lýðræði og samráð og má kannski segja, að fyrir utan það að setja borgarsjóð á hausinn, sé það það eina sem honum hafi tekist vel svo eftir sé tekið. Það er því í rauninni það eina rétta í stöðunni að hætta þessum leikaraskap með þessi hugtök sem kostað hafa útsvarsgreiðendur í borginni hundruðir milljóna. Réttast væri því að fresta frekari leiksýningum á sýndarlýðræði og sýndarsamráði borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata og spara þar með borgarsjóði hundruðir milljóna.Brotabrot af þeim kostnaði sem sparast myndi svo duga til þess að halda úti starfsemi Tjarnarbíós sem er, ólíkt Ráðhúsi Reykjavíkur, hinn rétti staður fyrir uppsetningu leiksýninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun