Ísak telur að hann hafi fengið ósanngjarna meðferð og hafi ekki spilað nóg á tímabilinu. Jafnframt segist hann hafa lagt sig fram fyrir liðið og gert allt sem til væri ætlast af honum.
Hinn tvítugi Akurnesingur hefur einungis spilað sex leiki á þessu tímabili í öllum keppnum. Ísak var ónotaður varamaður í leik Íslands við Slóvakíu en kom inn á sem varamaður á 75. mínútu gegn Portúgal á dögunum.
Hæfileikar Ísaks eru óumdeildir. Þrátt fyrir það er mikilvægt fyrir hann að komast í félag þar sem hann spilar meira. Ekki síst fyrir framtíð sína í íslenska landsliðinu. Hann hefur spilað 19 A-landsleiki og skorað þrjú mörk.