Fjárfestar efast um að rekstur Marels batni jafn hratt og stjórnendur áætla
![Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.](https://www.visir.is/i/565D52E6F9B655AA446E179F3A2B865A862D3855112B0411ABBCD596231E8F51_713x0.jpg)
Hlutabréfaverð Marels hefur haldið áfram að lækka eftir uppgjör fyrsta ársfjórðungs sem olli vonbrigðum. Lækkunin er umtalsvert meiri en lækkun markaðarins í heild en fjárfestar efast um að rekstur félagsins muni snúast jafn hratt við og stjórnendur Marels vænta. „Það er augljóslega verið að skortselja bréfin,“ segir viðmælandi Innherja.