Þetta kom fram í máli Willums að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sérgreinalæknar hafa verið án samnings í á fimmta ár. Á meðan hafa töluverðar verðhækkanir orðið hjá sérgreinalæknum.
„Þetta eru mikil tímamót. Þetta er mjög stórt samfélagspólitískt mál. Þetta er auðvitað í stjórnarsáttamála, áform um að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þetta er stór liður í því.“
Ráðherra sagði í nóvember mikilvægt að ná samningum sem fyrst. Samningurinn var staðfestur með undirritun klukkan 12:15.