„Ég hugsa að ég myndi vinna þig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 23:30 Duplantis er viss um að hann geti hlaupið hraðar en Shelly Ann Fraser-Pryce. Vísir/Getty Heims- og Ólympíusmeistarinn í stangarstökki karla er viss um að hann geti hlaupið hraðar en hraðasta kona síðustu ára. Hann vill mæta Shelly Ann Fraser-Pryce á hlaupabrautinni. Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis hefur verið ein skærasta stjarna frjálsíþróttaheimsins síðustu árin en hann sló meðal annars heimsmetið í greininni árið 2020 en þá hafði Sergei Bubka átt metið í tæp 30 ár. Hið sama má segja um Shelly Ann Fraser-Pryce. Hún hefur raðað inn gullverðlaunum á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum og er handhafi bæði heimsmeistara- og ólympíutitils í 100 metra hlaupi. Duplantis virðist hins vegar vilja sanna sig á hlaupabrautinni. Hann dreymir um að mæta Fraser-Pryce í 100 metra spretti en það var hún sem hóf umræðuna á sameiginlegum blaðamannafundi fyrir mót á Demantamótaröðinni í Brussel á síðasta ári þegar hún spurði Duplantis hversu fljótur hann væri að hlaupa metrana hundrað. „Ég hugsa að ég myndi vinna þig,“ svaraði Duplantis. „Viltu veðja?“ var svar hlaupadrottningarinnar og meira varð ekki úr umræðunni í það skiptið. „Mér er 100% alvara“ Fraser-Pryce hélt umræðunni hins vegar áfram fyrir næsta mót í Zurich. „Eingi möguleikinn hans er ef hann fær að nota stöngina til að hoppa og ná 45 metra forskoti,“ sagði Fraser-Pryce þá í viðtali og Duplantis svaraði með því að segjast vera til í slaginn ef henni væri alvara. Í kvöld fór fram mót á Demantamótaröðinni í Ostrava í Tékklandi og þá dúkkaði málið skyndilega upp á ný. „Ég myndi algjörlega vilja mæta henni og mér er 100% alvara. Ég myndi vilja vita hvar ég stæði í einvígi eins og þessu og ég hef ekki hugmynd um hvaða tíma ég get náð í 100 metra hlaupi,“ sagði Duplantis á blaðamannafundi. Einvígi þeirra Duplantis og Fraser-Pryce myndi án efa vekja mikla athygli enda bæði mikið afreksfólk, hvort í sinni grein. Ólíklegt er þó að af verði á næstunni þar sem hin 36 ára gamla Fraser-Pryce glímir við meiðsli á hné og hefur ekki keppt síðan í maí. Fraser-Pryce hefur unnið þrjú ólympíugull og tíu gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur hlaupið best á 10,60 sekúndum í 100 metra hlaupi en það gerði hún í Lousanne árið 2021. Þeir sem eru kunnugir Duplantis segja hann geta hlaupið undir 10,50 sekúndum en slíkar vangaveltur fá ekki svar nema af einvígi þeirra verður. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis hefur verið ein skærasta stjarna frjálsíþróttaheimsins síðustu árin en hann sló meðal annars heimsmetið í greininni árið 2020 en þá hafði Sergei Bubka átt metið í tæp 30 ár. Hið sama má segja um Shelly Ann Fraser-Pryce. Hún hefur raðað inn gullverðlaunum á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum og er handhafi bæði heimsmeistara- og ólympíutitils í 100 metra hlaupi. Duplantis virðist hins vegar vilja sanna sig á hlaupabrautinni. Hann dreymir um að mæta Fraser-Pryce í 100 metra spretti en það var hún sem hóf umræðuna á sameiginlegum blaðamannafundi fyrir mót á Demantamótaröðinni í Brussel á síðasta ári þegar hún spurði Duplantis hversu fljótur hann væri að hlaupa metrana hundrað. „Ég hugsa að ég myndi vinna þig,“ svaraði Duplantis. „Viltu veðja?“ var svar hlaupadrottningarinnar og meira varð ekki úr umræðunni í það skiptið. „Mér er 100% alvara“ Fraser-Pryce hélt umræðunni hins vegar áfram fyrir næsta mót í Zurich. „Eingi möguleikinn hans er ef hann fær að nota stöngina til að hoppa og ná 45 metra forskoti,“ sagði Fraser-Pryce þá í viðtali og Duplantis svaraði með því að segjast vera til í slaginn ef henni væri alvara. Í kvöld fór fram mót á Demantamótaröðinni í Ostrava í Tékklandi og þá dúkkaði málið skyndilega upp á ný. „Ég myndi algjörlega vilja mæta henni og mér er 100% alvara. Ég myndi vilja vita hvar ég stæði í einvígi eins og þessu og ég hef ekki hugmynd um hvaða tíma ég get náð í 100 metra hlaupi,“ sagði Duplantis á blaðamannafundi. Einvígi þeirra Duplantis og Fraser-Pryce myndi án efa vekja mikla athygli enda bæði mikið afreksfólk, hvort í sinni grein. Ólíklegt er þó að af verði á næstunni þar sem hin 36 ára gamla Fraser-Pryce glímir við meiðsli á hné og hefur ekki keppt síðan í maí. Fraser-Pryce hefur unnið þrjú ólympíugull og tíu gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur hlaupið best á 10,60 sekúndum í 100 metra hlaupi en það gerði hún í Lousanne árið 2021. Þeir sem eru kunnugir Duplantis segja hann geta hlaupið undir 10,50 sekúndum en slíkar vangaveltur fá ekki svar nema af einvígi þeirra verður.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira