Báru kennsl á lík Julian Sands eftir langa leit Eiður Þór Árnason skrifar 27. júní 2023 22:40 Julian Sands á Feneyjarkvikmyndahátíðinni árið 2019. Getty/Matteo Chinellato Búið er að bera kennsl á lík breska leikarans Julian Sands en ekkert hafði sést né heyrst til hans eftir að hann lagði í fjallgöngu í Kaliforníu um miðjan janúar. Sands var 65 ára gamall en jarðneskar leifar hans fundust nærri toppi fjallsins Mount Baldy á laugardag. Dánarorsök er enn til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu í San Bernardino í Kalíforníu í Bandaríkjunum en líkið fannst fyrir nokkrum dögum. Greint er frá þessu í frétt Guardian en ráðist var í umfangsmikla leit eftir að leikarinn skilaði sér ekki heim í jánúar. Slæm veðurskilyrði hömluðu leitinni og yfir áttatíu manns tóku þátt í aðgerðum fyrr í þessum mánuði þegar önnur tilraun var gerð til þess að staðsetja leikarann. Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo. Erlingur starfaði náið með Sands Leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen minnist Sands innilega í færslu á Facebook-síðu sinni og segist hafa notið þess mikla heiðurs að fá að vinna með leikaranum og eiga hann að sem vin utan veggja kvikmyndaversins. Þá hafi þeir rætt saman hugmyndir að framtíðarverkefnum. „Ég þyrfti mun fleiri kvöldverði til að ræða allt það sem ég vildi spyrja hann að, og það hryggir mig að af þeim muni nú aldrei verða. Hann var herramaður, fagmaður fram í fingurgóma, lífselskandi maður með frábæran smekk og ótrúlegt skopskyn. Ég hefði viljað fá að kynnast honum betur og eiga fleiri stundir með honum en mun alltaf varðveita þá daga sem við áttum saman.“ Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46 Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sands var 65 ára gamall en jarðneskar leifar hans fundust nærri toppi fjallsins Mount Baldy á laugardag. Dánarorsök er enn til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu í San Bernardino í Kalíforníu í Bandaríkjunum en líkið fannst fyrir nokkrum dögum. Greint er frá þessu í frétt Guardian en ráðist var í umfangsmikla leit eftir að leikarinn skilaði sér ekki heim í jánúar. Slæm veðurskilyrði hömluðu leitinni og yfir áttatíu manns tóku þátt í aðgerðum fyrr í þessum mánuði þegar önnur tilraun var gerð til þess að staðsetja leikarann. Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo. Erlingur starfaði náið með Sands Leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen minnist Sands innilega í færslu á Facebook-síðu sinni og segist hafa notið þess mikla heiðurs að fá að vinna með leikaranum og eiga hann að sem vin utan veggja kvikmyndaversins. Þá hafi þeir rætt saman hugmyndir að framtíðarverkefnum. „Ég þyrfti mun fleiri kvöldverði til að ræða allt það sem ég vildi spyrja hann að, og það hryggir mig að af þeim muni nú aldrei verða. Hann var herramaður, fagmaður fram í fingurgóma, lífselskandi maður með frábæran smekk og ótrúlegt skopskyn. Ég hefði viljað fá að kynnast honum betur og eiga fleiri stundir með honum en mun alltaf varðveita þá daga sem við áttum saman.“
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46 Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46
Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38