Um leikskólamál. Erum við á þriðju vaktinni í vinnunni? Hildur Sveinsdóttir skrifar 28. júní 2023 09:00 Nú hefur verið fjallað talsvert um þriðju vaktina og þá ábyrgð sem henni fylgir. Það er staðreynd að þriðja vaktin er til og oftar en ekki eru þetta verkefni sem konur sinna á sínum heimilum. Það er bara þannig að við konur sinnum þessum verkefnum oft stundum á okkar eigin kostnað. Hver þekkir ekki það að setja sjálfan sig á hakann til þess að aðrir í fjölskyldunni geti gert sitt og að allt gangi upp. En förum við konur í þetta hlutverk líka þegar kemur að vinnuframlagi, launum og álagi ? Nú tilheyri ég vinnustétt sem er talin til kvennavinnustéttar og eru meiri hluti starfsmanna konur á mínum vinnustað. Það er nú þannig að við sem vinnum með börnum og störfum í leikskólum erum einstaklega sveigjanleg, tökum á okkur allskonar auka álag og erum alltaf tilbúin að leggja á okkur meira til að halda uppi faglegu starfi og að börnunum líði sem best. En við fáum það ekki alltaf metið til launa eða þá ábyrgð sem við stöndum undir. Hvað er meiri ábyrgð en að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna okkar ? Það er staðreynd að margir upplifa kulnun í starfi þegar kemur að störfum sem tilheyra kennslu, uppeldi og umönnun. En af hverju er það ? Erum við á þriðju vaktinni líka þar ? Erum við að leggja meira til starfsins en launaseðillin og starfalýsing segir til um ? Erum við að starfa undir of miklu álagi ? Erum við að taka hagsmuni annara fram yfir okkar eigin ? Það er staðreynd að víða í leikskólum landsins er mannekla, starfsfólk endist ekki í starfi og langtíma veikindaorlof eru algeng. Það gengur illa að endurnýja leikskólakennarastéttina og starfsfólk leikskólanna fer í önnur störf. En af hverju er þetta svona ? Af hverju er þessi staða komin upp ? Jú því við erum alltaf að redda, láta allt ganga upp og erum að taka á okkur meira en góðu hófi gegnir. Við erum starfstétt sem erum á fyrstu, annarri og þriðju vaktinni. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, við þurfum að hugsa þetta út frá því hvað er börnunum fyrir bestu og starfsfólkinu líka. Við þurfum að hætta að hugsa um hvað komast mörg börn inn á hvern leikskóla óháð fermetrafjölda og starfsgildum. Við þurfum að fara að hugsa um hvað komast mörg börn inn á leikskólann þannig að allir fái það sem þeir þurfa, bæði að starfið sé faglegt og að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Við þurfum að geta komið á móts við þarfir allra barna og hafa tækifæri til þess að nýta rétt þann góða mannauð sem inn á leikskólum starfar. Vilja ekki allir að leikskólarnir séu menntastofnanir með faglegt starf að leiðarljósi en ekki geymslupláss ? Við starfsfólk leikskólanna verðum líka að hætta að taka endalaust á okkur meira álag, sætta okkur við að starfa í umhverfi þar sem okkur finnst við ekki ráða við starfið, þar sem álagið er einfaldlega of mikið og við erum að brenna út. Við verðum að hætta að vera líka á þriðju vaktinni í vinnunni okkar. Það er komin tími á að breyta þessu og gera leikskólanna að stað þar sem allir fá notið sín, bæði starfsfólk og börn. Höfundur er starfandi leikskólaliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið fjallað talsvert um þriðju vaktina og þá ábyrgð sem henni fylgir. Það er staðreynd að þriðja vaktin er til og oftar en ekki eru þetta verkefni sem konur sinna á sínum heimilum. Það er bara þannig að við konur sinnum þessum verkefnum oft stundum á okkar eigin kostnað. Hver þekkir ekki það að setja sjálfan sig á hakann til þess að aðrir í fjölskyldunni geti gert sitt og að allt gangi upp. En förum við konur í þetta hlutverk líka þegar kemur að vinnuframlagi, launum og álagi ? Nú tilheyri ég vinnustétt sem er talin til kvennavinnustéttar og eru meiri hluti starfsmanna konur á mínum vinnustað. Það er nú þannig að við sem vinnum með börnum og störfum í leikskólum erum einstaklega sveigjanleg, tökum á okkur allskonar auka álag og erum alltaf tilbúin að leggja á okkur meira til að halda uppi faglegu starfi og að börnunum líði sem best. En við fáum það ekki alltaf metið til launa eða þá ábyrgð sem við stöndum undir. Hvað er meiri ábyrgð en að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna okkar ? Það er staðreynd að margir upplifa kulnun í starfi þegar kemur að störfum sem tilheyra kennslu, uppeldi og umönnun. En af hverju er það ? Erum við á þriðju vaktinni líka þar ? Erum við að leggja meira til starfsins en launaseðillin og starfalýsing segir til um ? Erum við að starfa undir of miklu álagi ? Erum við að taka hagsmuni annara fram yfir okkar eigin ? Það er staðreynd að víða í leikskólum landsins er mannekla, starfsfólk endist ekki í starfi og langtíma veikindaorlof eru algeng. Það gengur illa að endurnýja leikskólakennarastéttina og starfsfólk leikskólanna fer í önnur störf. En af hverju er þetta svona ? Af hverju er þessi staða komin upp ? Jú því við erum alltaf að redda, láta allt ganga upp og erum að taka á okkur meira en góðu hófi gegnir. Við erum starfstétt sem erum á fyrstu, annarri og þriðju vaktinni. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, við þurfum að hugsa þetta út frá því hvað er börnunum fyrir bestu og starfsfólkinu líka. Við þurfum að hætta að hugsa um hvað komast mörg börn inn á hvern leikskóla óháð fermetrafjölda og starfsgildum. Við þurfum að fara að hugsa um hvað komast mörg börn inn á leikskólann þannig að allir fái það sem þeir þurfa, bæði að starfið sé faglegt og að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Við þurfum að geta komið á móts við þarfir allra barna og hafa tækifæri til þess að nýta rétt þann góða mannauð sem inn á leikskólum starfar. Vilja ekki allir að leikskólarnir séu menntastofnanir með faglegt starf að leiðarljósi en ekki geymslupláss ? Við starfsfólk leikskólanna verðum líka að hætta að taka endalaust á okkur meira álag, sætta okkur við að starfa í umhverfi þar sem okkur finnst við ekki ráða við starfið, þar sem álagið er einfaldlega of mikið og við erum að brenna út. Við verðum að hætta að vera líka á þriðju vaktinni í vinnunni okkar. Það er komin tími á að breyta þessu og gera leikskólanna að stað þar sem allir fá notið sín, bæði starfsfólk og börn. Höfundur er starfandi leikskólaliði.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun