Um leikskólamál. Erum við á þriðju vaktinni í vinnunni? Hildur Sveinsdóttir skrifar 28. júní 2023 09:00 Nú hefur verið fjallað talsvert um þriðju vaktina og þá ábyrgð sem henni fylgir. Það er staðreynd að þriðja vaktin er til og oftar en ekki eru þetta verkefni sem konur sinna á sínum heimilum. Það er bara þannig að við konur sinnum þessum verkefnum oft stundum á okkar eigin kostnað. Hver þekkir ekki það að setja sjálfan sig á hakann til þess að aðrir í fjölskyldunni geti gert sitt og að allt gangi upp. En förum við konur í þetta hlutverk líka þegar kemur að vinnuframlagi, launum og álagi ? Nú tilheyri ég vinnustétt sem er talin til kvennavinnustéttar og eru meiri hluti starfsmanna konur á mínum vinnustað. Það er nú þannig að við sem vinnum með börnum og störfum í leikskólum erum einstaklega sveigjanleg, tökum á okkur allskonar auka álag og erum alltaf tilbúin að leggja á okkur meira til að halda uppi faglegu starfi og að börnunum líði sem best. En við fáum það ekki alltaf metið til launa eða þá ábyrgð sem við stöndum undir. Hvað er meiri ábyrgð en að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna okkar ? Það er staðreynd að margir upplifa kulnun í starfi þegar kemur að störfum sem tilheyra kennslu, uppeldi og umönnun. En af hverju er það ? Erum við á þriðju vaktinni líka þar ? Erum við að leggja meira til starfsins en launaseðillin og starfalýsing segir til um ? Erum við að starfa undir of miklu álagi ? Erum við að taka hagsmuni annara fram yfir okkar eigin ? Það er staðreynd að víða í leikskólum landsins er mannekla, starfsfólk endist ekki í starfi og langtíma veikindaorlof eru algeng. Það gengur illa að endurnýja leikskólakennarastéttina og starfsfólk leikskólanna fer í önnur störf. En af hverju er þetta svona ? Af hverju er þessi staða komin upp ? Jú því við erum alltaf að redda, láta allt ganga upp og erum að taka á okkur meira en góðu hófi gegnir. Við erum starfstétt sem erum á fyrstu, annarri og þriðju vaktinni. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, við þurfum að hugsa þetta út frá því hvað er börnunum fyrir bestu og starfsfólkinu líka. Við þurfum að hætta að hugsa um hvað komast mörg börn inn á hvern leikskóla óháð fermetrafjölda og starfsgildum. Við þurfum að fara að hugsa um hvað komast mörg börn inn á leikskólann þannig að allir fái það sem þeir þurfa, bæði að starfið sé faglegt og að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Við þurfum að geta komið á móts við þarfir allra barna og hafa tækifæri til þess að nýta rétt þann góða mannauð sem inn á leikskólum starfar. Vilja ekki allir að leikskólarnir séu menntastofnanir með faglegt starf að leiðarljósi en ekki geymslupláss ? Við starfsfólk leikskólanna verðum líka að hætta að taka endalaust á okkur meira álag, sætta okkur við að starfa í umhverfi þar sem okkur finnst við ekki ráða við starfið, þar sem álagið er einfaldlega of mikið og við erum að brenna út. Við verðum að hætta að vera líka á þriðju vaktinni í vinnunni okkar. Það er komin tími á að breyta þessu og gera leikskólanna að stað þar sem allir fá notið sín, bæði starfsfólk og börn. Höfundur er starfandi leikskólaliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú hefur verið fjallað talsvert um þriðju vaktina og þá ábyrgð sem henni fylgir. Það er staðreynd að þriðja vaktin er til og oftar en ekki eru þetta verkefni sem konur sinna á sínum heimilum. Það er bara þannig að við konur sinnum þessum verkefnum oft stundum á okkar eigin kostnað. Hver þekkir ekki það að setja sjálfan sig á hakann til þess að aðrir í fjölskyldunni geti gert sitt og að allt gangi upp. En förum við konur í þetta hlutverk líka þegar kemur að vinnuframlagi, launum og álagi ? Nú tilheyri ég vinnustétt sem er talin til kvennavinnustéttar og eru meiri hluti starfsmanna konur á mínum vinnustað. Það er nú þannig að við sem vinnum með börnum og störfum í leikskólum erum einstaklega sveigjanleg, tökum á okkur allskonar auka álag og erum alltaf tilbúin að leggja á okkur meira til að halda uppi faglegu starfi og að börnunum líði sem best. En við fáum það ekki alltaf metið til launa eða þá ábyrgð sem við stöndum undir. Hvað er meiri ábyrgð en að stuðla að öryggi og vellíðan barnanna okkar ? Það er staðreynd að margir upplifa kulnun í starfi þegar kemur að störfum sem tilheyra kennslu, uppeldi og umönnun. En af hverju er það ? Erum við á þriðju vaktinni líka þar ? Erum við að leggja meira til starfsins en launaseðillin og starfalýsing segir til um ? Erum við að starfa undir of miklu álagi ? Erum við að taka hagsmuni annara fram yfir okkar eigin ? Það er staðreynd að víða í leikskólum landsins er mannekla, starfsfólk endist ekki í starfi og langtíma veikindaorlof eru algeng. Það gengur illa að endurnýja leikskólakennarastéttina og starfsfólk leikskólanna fer í önnur störf. En af hverju er þetta svona ? Af hverju er þessi staða komin upp ? Jú því við erum alltaf að redda, láta allt ganga upp og erum að taka á okkur meira en góðu hófi gegnir. Við erum starfstétt sem erum á fyrstu, annarri og þriðju vaktinni. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, við þurfum að hugsa þetta út frá því hvað er börnunum fyrir bestu og starfsfólkinu líka. Við þurfum að hætta að hugsa um hvað komast mörg börn inn á hvern leikskóla óháð fermetrafjölda og starfsgildum. Við þurfum að fara að hugsa um hvað komast mörg börn inn á leikskólann þannig að allir fái það sem þeir þurfa, bæði að starfið sé faglegt og að börn fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Við þurfum að geta komið á móts við þarfir allra barna og hafa tækifæri til þess að nýta rétt þann góða mannauð sem inn á leikskólum starfar. Vilja ekki allir að leikskólarnir séu menntastofnanir með faglegt starf að leiðarljósi en ekki geymslupláss ? Við starfsfólk leikskólanna verðum líka að hætta að taka endalaust á okkur meira álag, sætta okkur við að starfa í umhverfi þar sem okkur finnst við ekki ráða við starfið, þar sem álagið er einfaldlega of mikið og við erum að brenna út. Við verðum að hætta að vera líka á þriðju vaktinni í vinnunni okkar. Það er komin tími á að breyta þessu og gera leikskólanna að stað þar sem allir fá notið sín, bæði starfsfólk og börn. Höfundur er starfandi leikskólaliði.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun