FÍH hafði betur gegn Rúv Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 10:00 Félag íslenskra hljómlistarmanna hafði betur gegn Rúv í félagsdómi. Vísir/Vilhelm Félagsdómur staðfestir að óheimilt sé að sniðganga ákvæði kjarasamninga sem kveða á um lágmarkskjör í máli FÍH gegn Rúv. Dómurinn féll vegna samninga stofnunarinnar við hljómlistarmenn á Jazzhátíð Reykjavíkur og er fordæmisgefandi, sérstaklega í listgreinum. Nánar má lesa um málið á vef BHM. Félag íslenskra hljómlistarmanna fór með málið fyrir dóm á þeim forsendum að Ríkisútvarpinu bæri að greiða hljómlistarmönnunum sem spiluðu á Jazzhátíð Reykjavíkur samkvæmt kjarasamningi FÍH og Rúv. Rúv mótmælti því og vísaði til þess að ekkert ráðningarsamband hafi verið til staðar. Ríkisútvarpið vildi greiða tónlistarfólkinu með auglýsingum á miðlum Rúv og með greiðslu beint til Jazzhátíðar, sem svo skipti fjárhæðinni á milli hljóðfæðraleikaranna í samræmi við þátttöku. Fyrirkomulagið hafði áður verið á þann veg. Ekki hægt að víkja frá lágmarkskjörum Í dómi Félagsdóms er staðfest að kjarasamningur FÍH og Rúv gildir. Að mati dómsins er ekki hægt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamnings um lágmarkskjör. Þar vegi þungt að kjarasamningurinn geri ráð fyrir greiðslum til hljómlistarmanna að skilyrðum uppfylltum, óháð því hvort formlegt eða óformlegt ráðningarsamband sé til staðar. BHM bendir á líkindi dómsins við dóm Landsréttar sem féll ríflega ári fyrr í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Hann staðfesti með afgerandi hætti að beint ráðningarsamband er ekki forsenda skuldbindingargildis kjarasamnings sem fjallar um greiðslur vegna hljóðritana og/eða beinna útsendinga á tónlist. Dómurinn hafi því fordæmisgildi sem slíkur, sér í lagi í listageiranum þar sem kjarasamningar fjalla sérstaklega um greiðslur á ráðningarformi eða hvort ráðning sé til staðar. Þá staðfestir Félagsdómur að ákvæði kjarasamninga kveða á um lágmarkskjör sem óheimilt er að sniðganga. Breytir þar engu hvort framkvæmdin hafi áður verið önnur en kjarasamningur kveður á um. Dómsmál Kjaramál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Nánar má lesa um málið á vef BHM. Félag íslenskra hljómlistarmanna fór með málið fyrir dóm á þeim forsendum að Ríkisútvarpinu bæri að greiða hljómlistarmönnunum sem spiluðu á Jazzhátíð Reykjavíkur samkvæmt kjarasamningi FÍH og Rúv. Rúv mótmælti því og vísaði til þess að ekkert ráðningarsamband hafi verið til staðar. Ríkisútvarpið vildi greiða tónlistarfólkinu með auglýsingum á miðlum Rúv og með greiðslu beint til Jazzhátíðar, sem svo skipti fjárhæðinni á milli hljóðfæðraleikaranna í samræmi við þátttöku. Fyrirkomulagið hafði áður verið á þann veg. Ekki hægt að víkja frá lágmarkskjörum Í dómi Félagsdóms er staðfest að kjarasamningur FÍH og Rúv gildir. Að mati dómsins er ekki hægt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamnings um lágmarkskjör. Þar vegi þungt að kjarasamningurinn geri ráð fyrir greiðslum til hljómlistarmanna að skilyrðum uppfylltum, óháð því hvort formlegt eða óformlegt ráðningarsamband sé til staðar. BHM bendir á líkindi dómsins við dóm Landsréttar sem féll ríflega ári fyrr í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Hann staðfesti með afgerandi hætti að beint ráðningarsamband er ekki forsenda skuldbindingargildis kjarasamnings sem fjallar um greiðslur vegna hljóðritana og/eða beinna útsendinga á tónlist. Dómurinn hafi því fordæmisgildi sem slíkur, sér í lagi í listageiranum þar sem kjarasamningar fjalla sérstaklega um greiðslur á ráðningarformi eða hvort ráðning sé til staðar. Þá staðfestir Félagsdómur að ákvæði kjarasamninga kveða á um lágmarkskjör sem óheimilt er að sniðganga. Breytir þar engu hvort framkvæmdin hafi áður verið önnur en kjarasamningur kveður á um.
Dómsmál Kjaramál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24