Óskar upplifir andstæðinga Blika kokhrausta: „Ekki fyrstir til þess að gera það“ Aron Guðmundsson skrifar 29. júní 2023 23:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson Vísir/Hulda Margrét Það ræðst á föstudagskvöld hvort það verður hlutskipti Breiðabliks eða Buducnost frá Svartfjallalandi að spila í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðin eiga sér stutta en hatramma sögu og mætast í hreinum úrslitaleik í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli. „Við erum mjög spenntir, þetta eru leikirnir sem menn eru að leggja allt streðið og puðið á sig fyrir,“ segir Óskar Hrafn við Vísi. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir og mikið undir. Það eru ótrúleg forréttindi að fá að spila þessa Evrópuleiki. Það er mikil spenna, þakklæti og gleði í okkar herbúðum gagnvart því að fá að taka þátt í þessu.“ Ár er síðan að Breiðablik og Buducnost mættust síðast. Liðin háðu einvígi í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu, einvígi sem Breiðablik hafði betur í. „Þeir eru með dálítið breytt lið frá því í fyrra. Þegar að mótið hjá okkur kláraðist lá það fyrir hvaða lönd myndu eiga félagslið í þessari forkeppni sem við erum núna í. Við erum því búnir að fylgjast vel með deildinni í Svartfjallalandi í vetur. Þeir eru með breytt lið, stærra, þyngra og jafnframt eldra lið. Kantmennirnir þeirra, sem voru báðir léttir og liprir, hafa verið seldir og í staðinn eru komnir inn menn með aðeins meiri vöðva og þroska. Fyrst og síðast munum við þurfa að passa föstu leikatriðin. Þeir eru gríðarlega sterkir þar, sterkir í loftinu og með fína spyrnumenn. Þá eru þeir líka fljótir í færslum milli varnar og sóknar. Þegar að þeir vinna boltann geta þeir farið mjög hratt á þig. Við þurfum því að passa vel upp á boltann að því leitinu til að við þurfum líka að passa okkur á því að vera þvinga hlutina.“ Blikar verði að þora að spila fram á við, þora að spila í gegnum raðir Buducnost. „Það þarf því að vera góð áhættustjórnun en fyrst og síðast þurfum við að passa upp á að dekka þá í föstu leikatriðunum og loka á fyrirgjafir frá þeim. Helst koma í veg fyrir að við séum að fá á okkur klaufalegar aukaspyrnur á okkar eigin vallarhelmingi.“ Sauð upp úr síðast þegar liðin mættust í Kópavogi Einvígi liðanna í Sambandsdeildinni í fyrra er mörgum ferskt í minni en upp úr sauð þegar liðin mættust á Kópavogsvelli og fóru þrjú rauð spjöld á loft. Óskar Hrafn á ekki von á öðrum eins látum í leik liðanna á morgun. „Ég á ekki von á því að þeir muni draga það með sér inn í þennan leik, núna ári seinna, ég yrði mjög hissa á því. Þetta er auðvitað breytt lið, það voru tveir sem spiluðu á móti okkur í fyrra sem byrjuðu undanúrslitaleik þeirra á móti Athletic Club D´Escaldes á dögunum. Þá er einnig nýr þjálfari í brúnni hjá þeim.“ „Þeir eru blóðheitir Svartfellingarnir og það býr mikil ástríða í þeim. Ég á því von á því að þeir muni sýna skap, sýna tennurnar á móti okkur en á síður von á því að það sjóði allt upp úr eins og gerðist í fyrra. Það sem átti sér stað þar er ekki eitthvað sem telst vera eðlilegt. Menn munu sýna tilfinningar en ná að halda þeim svona hæfilega í skefjum.“ Svartfellingar virki kokhraustir Á blaðamannafundi Blika í dag talaði Óskar Hrafn um að liðsmenn Buducnost virkuðu á sig sem kokhraustir í viðtölum við fjölmiðla ytra fyrir leikinn gegn Blikum. Heldurðu að þeir séu að vanmeta ykkur í aðdraganda leiksins? „Ég vona það, þeir verða þá ekki fyrstir til þess að gera það. Ég vona svo sannarlega að þeir telji sig betri en okkur og eigi von á léttum leik. Það væri fullkomið fyrir okkur. Þetta er kunnuglegt stef finnst mér þegar að við höfum verið að mæta í Evrópuleiki. Lið hafa, oft á tíðum, ekki tekið okkur alvarlega og stundum fengið á baukinn í kjölfarið. Ef það er upp á teningnum þá er það flott, það hjálpar okkur. Við vanmetum ekki Buducnost og vitum að þetta er öflugt og vel mannað lið. Það er miklu til tjaldað þarna, þeir eyða miklum peningum í leikmannahópinn og hafa úr nægu að moða á milli handanna. Þó að þeir séu í þessum riðli núna, og þrátt fyrir að Svartfellingum hafi ekki gengið neitt frábærlega vel í Evrópu undanfarin ár, þá er bæði þetta lið og liðið sem endaði í 2. sæti í deildinni í Svartfjallalandi mjög öflugt. Blikar eigi von á erfiðum leik. „En hvað þeir hugsa, ég átta mig eiginlega ekki alveg á því. Ég upplifi þá eins og þeir séu ánægðir með sig, þeir hafa alveg ástæðu til þess eftir góðan sigur á D´Escaldes en við tökum bara á móti þeim og þurfum að láta það telja að við séum á miðju tímabili á meðan að þeir eru enn á undirbúningstímabili sínu.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan korter í sjö á föstudagskvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Við erum mjög spenntir, þetta eru leikirnir sem menn eru að leggja allt streðið og puðið á sig fyrir,“ segir Óskar Hrafn við Vísi. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir og mikið undir. Það eru ótrúleg forréttindi að fá að spila þessa Evrópuleiki. Það er mikil spenna, þakklæti og gleði í okkar herbúðum gagnvart því að fá að taka þátt í þessu.“ Ár er síðan að Breiðablik og Buducnost mættust síðast. Liðin háðu einvígi í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu, einvígi sem Breiðablik hafði betur í. „Þeir eru með dálítið breytt lið frá því í fyrra. Þegar að mótið hjá okkur kláraðist lá það fyrir hvaða lönd myndu eiga félagslið í þessari forkeppni sem við erum núna í. Við erum því búnir að fylgjast vel með deildinni í Svartfjallalandi í vetur. Þeir eru með breytt lið, stærra, þyngra og jafnframt eldra lið. Kantmennirnir þeirra, sem voru báðir léttir og liprir, hafa verið seldir og í staðinn eru komnir inn menn með aðeins meiri vöðva og þroska. Fyrst og síðast munum við þurfa að passa föstu leikatriðin. Þeir eru gríðarlega sterkir þar, sterkir í loftinu og með fína spyrnumenn. Þá eru þeir líka fljótir í færslum milli varnar og sóknar. Þegar að þeir vinna boltann geta þeir farið mjög hratt á þig. Við þurfum því að passa vel upp á boltann að því leitinu til að við þurfum líka að passa okkur á því að vera þvinga hlutina.“ Blikar verði að þora að spila fram á við, þora að spila í gegnum raðir Buducnost. „Það þarf því að vera góð áhættustjórnun en fyrst og síðast þurfum við að passa upp á að dekka þá í föstu leikatriðunum og loka á fyrirgjafir frá þeim. Helst koma í veg fyrir að við séum að fá á okkur klaufalegar aukaspyrnur á okkar eigin vallarhelmingi.“ Sauð upp úr síðast þegar liðin mættust í Kópavogi Einvígi liðanna í Sambandsdeildinni í fyrra er mörgum ferskt í minni en upp úr sauð þegar liðin mættust á Kópavogsvelli og fóru þrjú rauð spjöld á loft. Óskar Hrafn á ekki von á öðrum eins látum í leik liðanna á morgun. „Ég á ekki von á því að þeir muni draga það með sér inn í þennan leik, núna ári seinna, ég yrði mjög hissa á því. Þetta er auðvitað breytt lið, það voru tveir sem spiluðu á móti okkur í fyrra sem byrjuðu undanúrslitaleik þeirra á móti Athletic Club D´Escaldes á dögunum. Þá er einnig nýr þjálfari í brúnni hjá þeim.“ „Þeir eru blóðheitir Svartfellingarnir og það býr mikil ástríða í þeim. Ég á því von á því að þeir muni sýna skap, sýna tennurnar á móti okkur en á síður von á því að það sjóði allt upp úr eins og gerðist í fyrra. Það sem átti sér stað þar er ekki eitthvað sem telst vera eðlilegt. Menn munu sýna tilfinningar en ná að halda þeim svona hæfilega í skefjum.“ Svartfellingar virki kokhraustir Á blaðamannafundi Blika í dag talaði Óskar Hrafn um að liðsmenn Buducnost virkuðu á sig sem kokhraustir í viðtölum við fjölmiðla ytra fyrir leikinn gegn Blikum. Heldurðu að þeir séu að vanmeta ykkur í aðdraganda leiksins? „Ég vona það, þeir verða þá ekki fyrstir til þess að gera það. Ég vona svo sannarlega að þeir telji sig betri en okkur og eigi von á léttum leik. Það væri fullkomið fyrir okkur. Þetta er kunnuglegt stef finnst mér þegar að við höfum verið að mæta í Evrópuleiki. Lið hafa, oft á tíðum, ekki tekið okkur alvarlega og stundum fengið á baukinn í kjölfarið. Ef það er upp á teningnum þá er það flott, það hjálpar okkur. Við vanmetum ekki Buducnost og vitum að þetta er öflugt og vel mannað lið. Það er miklu til tjaldað þarna, þeir eyða miklum peningum í leikmannahópinn og hafa úr nægu að moða á milli handanna. Þó að þeir séu í þessum riðli núna, og þrátt fyrir að Svartfellingum hafi ekki gengið neitt frábærlega vel í Evrópu undanfarin ár, þá er bæði þetta lið og liðið sem endaði í 2. sæti í deildinni í Svartfjallalandi mjög öflugt. Blikar eigi von á erfiðum leik. „En hvað þeir hugsa, ég átta mig eiginlega ekki alveg á því. Ég upplifi þá eins og þeir séu ánægðir með sig, þeir hafa alveg ástæðu til þess eftir góðan sigur á D´Escaldes en við tökum bara á móti þeim og þurfum að láta það telja að við séum á miðju tímabili á meðan að þeir eru enn á undirbúningstímabili sínu.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan korter í sjö á föstudagskvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira