Ekki ég, ekki ég Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. júní 2023 07:01 Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég. Framhald dæmisögunnar um litlu gulu hænuna er flestum kunn en lexían af henni er að það þarf að hafa fyrir hlutunum í lífinu. Það þarf að skapa verðmæti til að geta eytt. Tilætlunarsemi er hins vegar slæm. Hver er sinnar gæfu smiður. Orðið ábyrgð Orðið ábyrgð er mikið notað í landsmálapólitíkinni þessa dagana. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Í borgarmálunum virðist mér oft sem að ábyrgð sé ansi sveigjanlegt hugtak. Þannig hef ég ansi oft gapað af undrun við að hlusta á ræður borgarstjóra og annarra fulltrúa Samfylkingarinnar um fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Til einföldunar byggir sú orðræða á að staða fjármála borgarinnar sé öðrum um að kenna og að í samanburði við hina og þessa standi borgin ekki illa. Með öðrum orðum, ekki ég, ekki ég. Ábyrgðarleysið í þessum efnum er með nokkrum ólíkindum og það ætti að vera augljóst þeim sem þekkja til fjármála sveitarfélaga. Bærilega metnaðargjarnir fjölmiðlar, svo sem eins og ríkismiðillinn, ætti að hafa burði til að greina hver sé raunveruleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar og koma þeim upplýsingum á framfæri. Í stað slíkrar upplýstrar umræðu um málefnið komast stjórnendur borgarinnar hvað eftir annað upp með að þyrla ryki í augu almennings, t.d. er ruglanda umræðunnar viðhaldið með því að blanda saman tölum um A-hluta Reykjavíkurborgar (starfsemi sem að mestu er fjármögnuð með skatttekjum) og svokallaðra B-hluta fyrirtækja borgarinnar. Nýjasta rekstraruppgjör Reykjavíkurborgar Samkvæmt nýbirtu rekstraruppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hallarekstur borgarsjóðs (A-hluti) tæpir fjórir milljarðar króna. Fjármagnsgjöld þessa fyrstu þrjá mánuði ársins námu um 23 milljónum króna á hverja þúsund íbúa (voru samtals yfir 3,2 milljarðar króna). Veltufé frá rekstri var neikvætt á þessu tímabili, sem telst afar óheppilegt fyrir rekstur sveitarfélags. Þess fyrir utan heldur skuldahlutfallið áfram að hækka en langtímaskuldir sem hlutfall af eigið fé var 54% í árslok 2015, fyrsta heila árið sem núverandi borgarstjóri gegndi því embætti, en er núna komið upp í 147%. Þessi hækkun langtímaskulda borgarssjóðs er að nálgast alvarleg hættumörk. Svona mætti lengi telja. Dökku skýin yfir rekstri Reykjavíkurborgar ættu að vera öllum sýnileg. Meirihlutinn verður að hætta að kenna öðrum um fjármálaóstjórn borgarinnar Það þarf að láta hendur standa fram úr ermum í rekstri höfuðborgar Íslands. Ágætis byrjun væri að meirihluti borgarstjórnar hætti orðræðu sem byggir á ekki ég, ekki ég – það er allt öðrum um að kenna hversu slæm fjárhagsstaða borgarinnar sé. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég. Framhald dæmisögunnar um litlu gulu hænuna er flestum kunn en lexían af henni er að það þarf að hafa fyrir hlutunum í lífinu. Það þarf að skapa verðmæti til að geta eytt. Tilætlunarsemi er hins vegar slæm. Hver er sinnar gæfu smiður. Orðið ábyrgð Orðið ábyrgð er mikið notað í landsmálapólitíkinni þessa dagana. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Í borgarmálunum virðist mér oft sem að ábyrgð sé ansi sveigjanlegt hugtak. Þannig hef ég ansi oft gapað af undrun við að hlusta á ræður borgarstjóra og annarra fulltrúa Samfylkingarinnar um fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Til einföldunar byggir sú orðræða á að staða fjármála borgarinnar sé öðrum um að kenna og að í samanburði við hina og þessa standi borgin ekki illa. Með öðrum orðum, ekki ég, ekki ég. Ábyrgðarleysið í þessum efnum er með nokkrum ólíkindum og það ætti að vera augljóst þeim sem þekkja til fjármála sveitarfélaga. Bærilega metnaðargjarnir fjölmiðlar, svo sem eins og ríkismiðillinn, ætti að hafa burði til að greina hver sé raunveruleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar og koma þeim upplýsingum á framfæri. Í stað slíkrar upplýstrar umræðu um málefnið komast stjórnendur borgarinnar hvað eftir annað upp með að þyrla ryki í augu almennings, t.d. er ruglanda umræðunnar viðhaldið með því að blanda saman tölum um A-hluta Reykjavíkurborgar (starfsemi sem að mestu er fjármögnuð með skatttekjum) og svokallaðra B-hluta fyrirtækja borgarinnar. Nýjasta rekstraruppgjör Reykjavíkurborgar Samkvæmt nýbirtu rekstraruppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hallarekstur borgarsjóðs (A-hluti) tæpir fjórir milljarðar króna. Fjármagnsgjöld þessa fyrstu þrjá mánuði ársins námu um 23 milljónum króna á hverja þúsund íbúa (voru samtals yfir 3,2 milljarðar króna). Veltufé frá rekstri var neikvætt á þessu tímabili, sem telst afar óheppilegt fyrir rekstur sveitarfélags. Þess fyrir utan heldur skuldahlutfallið áfram að hækka en langtímaskuldir sem hlutfall af eigið fé var 54% í árslok 2015, fyrsta heila árið sem núverandi borgarstjóri gegndi því embætti, en er núna komið upp í 147%. Þessi hækkun langtímaskulda borgarssjóðs er að nálgast alvarleg hættumörk. Svona mætti lengi telja. Dökku skýin yfir rekstri Reykjavíkurborgar ættu að vera öllum sýnileg. Meirihlutinn verður að hætta að kenna öðrum um fjármálaóstjórn borgarinnar Það þarf að láta hendur standa fram úr ermum í rekstri höfuðborgar Íslands. Ágætis byrjun væri að meirihluti borgarstjórnar hætti orðræðu sem byggir á ekki ég, ekki ég – það er allt öðrum um að kenna hversu slæm fjárhagsstaða borgarinnar sé. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar