Að deyja á geðdeild Sigríður Gísladóttir og Grímur Atlason skrifa 30. júní 2023 09:02 Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið. Viðkomandi hjúkrunarfræðingur var nýverið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um manndráp af ásetningi og virðist málinu þar með vera lokið án þess að nokkur beri ábyrgð á því að svona skelfilega hafi farið. Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð? Í allri umræðu um þetta mál er talað um sjúkling á geðdeild, í þeirri umræðu gleymist að þetta var manneskja. Við ættum að reyna að setja okkur í spor aðstandenda konunnar sem lést og hugsa út í það hver afstaða okkar væri ef þetta væri ástvinur okkar. Kannski mamma, systir eða frænka okkar. Hjúkrunarfræðingurinn sem var sýknaður er hins vegar aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Það skal ekki gera lítið úr ábyrgð hans en málið er miklu stærra en það. Við réttarhöldin komu veikleikar geðheilbrigðiskerfisins ítrekað í ljós. Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað? Landssamtökin Geðhjálp hafa undanfarin misseri bent ítrekað á galla geðheilbrigðiskerfisins og brotalamir þess. Notendur kerfisins, aðstandendur og starfsfólk hafa komið fram og greint frá nauðung og þvingunum sem virðast í engu hafa með meðferð við geðrænum áskorunum að gera. Dæmi um þetta eru: heimsóknarbann, útivistarbann, innilokun á herbergi, tóbaksbann, símabann, kaffibann, lyfjaþvingun o.s.frv. Í rannsókn sem birtist í læknablaðinu fyrr á árinu kom fram að 10% allra þeirra sem leituðu á geðdeild á árunum 2014 til 2018 voru beitt þvingaðri lyfjagjöf. Ekki er ljóst hvort þar sé aðeins um lyfjagjöf í vöðva að ræða eða hvort öll þau tilfelli eru talin með þar sem einstaklingum eru boðnir tveir afarkostir, að taka lyfin sjálfviljugur eða verða sprautaður með valdi. Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem einstaklingar með geðrænar áskoranir dvelja til lengri eða skemmri tíma er í skötulíki. Geðhjálp fór fram á það ásamt landssamtökunum Þroskahjálp að rannsóknarnefnd yrði skipuð á vegum þingsins til þess að rannsaka aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Átti rannsóknin að vera tvískipt og ná til áranna frá 1960/1970 til 2011 annarsvegar og frá 2011 til dagsins í dag hins vegar. Velferðarnefnd þingsins var falið að koma málinu í farveg og hefur haft til þess rúmt ár en engu skilað enn. Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir. Heilbrigðisráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum lagði nýlega fram aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem þingið samþykkti. Þessi áætlun er ekki pappírsins virði þar sem hún er ófjármögnuð. Það virðist engu skipta. Ráðherra málaflokksins hefur ekkert tjáð sig um þær alvarlegur ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð. Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt. Sigríður Gísladóttir, formaður landssamtakanna GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri landsamtakanna Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Grímur Atlason Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið. Viðkomandi hjúkrunarfræðingur var nýverið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um manndráp af ásetningi og virðist málinu þar með vera lokið án þess að nokkur beri ábyrgð á því að svona skelfilega hafi farið. Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð? Í allri umræðu um þetta mál er talað um sjúkling á geðdeild, í þeirri umræðu gleymist að þetta var manneskja. Við ættum að reyna að setja okkur í spor aðstandenda konunnar sem lést og hugsa út í það hver afstaða okkar væri ef þetta væri ástvinur okkar. Kannski mamma, systir eða frænka okkar. Hjúkrunarfræðingurinn sem var sýknaður er hins vegar aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Það skal ekki gera lítið úr ábyrgð hans en málið er miklu stærra en það. Við réttarhöldin komu veikleikar geðheilbrigðiskerfisins ítrekað í ljós. Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað? Landssamtökin Geðhjálp hafa undanfarin misseri bent ítrekað á galla geðheilbrigðiskerfisins og brotalamir þess. Notendur kerfisins, aðstandendur og starfsfólk hafa komið fram og greint frá nauðung og þvingunum sem virðast í engu hafa með meðferð við geðrænum áskorunum að gera. Dæmi um þetta eru: heimsóknarbann, útivistarbann, innilokun á herbergi, tóbaksbann, símabann, kaffibann, lyfjaþvingun o.s.frv. Í rannsókn sem birtist í læknablaðinu fyrr á árinu kom fram að 10% allra þeirra sem leituðu á geðdeild á árunum 2014 til 2018 voru beitt þvingaðri lyfjagjöf. Ekki er ljóst hvort þar sé aðeins um lyfjagjöf í vöðva að ræða eða hvort öll þau tilfelli eru talin með þar sem einstaklingum eru boðnir tveir afarkostir, að taka lyfin sjálfviljugur eða verða sprautaður með valdi. Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem einstaklingar með geðrænar áskoranir dvelja til lengri eða skemmri tíma er í skötulíki. Geðhjálp fór fram á það ásamt landssamtökunum Þroskahjálp að rannsóknarnefnd yrði skipuð á vegum þingsins til þess að rannsaka aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Átti rannsóknin að vera tvískipt og ná til áranna frá 1960/1970 til 2011 annarsvegar og frá 2011 til dagsins í dag hins vegar. Velferðarnefnd þingsins var falið að koma málinu í farveg og hefur haft til þess rúmt ár en engu skilað enn. Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir. Heilbrigðisráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum lagði nýlega fram aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem þingið samþykkti. Þessi áætlun er ekki pappírsins virði þar sem hún er ófjármögnuð. Það virðist engu skipta. Ráðherra málaflokksins hefur ekkert tjáð sig um þær alvarlegur ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð. Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt. Sigríður Gísladóttir, formaður landssamtakanna GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri landsamtakanna Geðhjálpar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun