Stjarnan slapp við Arsenal og Valur mætir Tyrkjum Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2023 11:32 Stjarnan og Valur spila bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valur og Stjarnan voru bæði meðal þeirra liða sem komu upp úr skálunum þegar dregið var í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í dag. Undankeppninni er skipt í tvo hluta, svokallaða meistaraleið og deildarleið. Valskonur fara meistaraleiðina enda Íslandsmeistarar, en Stjarnan fer deildarleiðina eftir að hafa náð 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Aðeins sextán bestu deildir Evrópu eiga fulltrúa í deildarleiðinni. Keppt er í fjögurra liða riðlum í undankeppninni og kemst aðeins sigurvegari hvers riðils áfram á seinna stig undankeppninnar. Ákveðið verður brátt hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli og því mögulegt að spilað verði á Íslandi. Valur gegn tyrknesku og albönsku liði? Valskonur drógust í riðil sjö og mæta þar í undanúrslitum tyrkneska liðinu Fomget. Sigurliðið úr þeim leik mætir svo sigurliðinu úr leik Vllaznia frá Albaníu og Hajvalia frá Kósovó, í úrslitaleik. Tapliðin mætast einnig í leik um 3. sæti. Stjarnan slapp við Arsenal og Juventus Stjörnukonur eiga hins vegar mun erfiðara verkefni fyrir höndum. Þær voru þó afskaplega heppnar með drátt því þær hefðu getað lent gegn liðum eins og Arsenal og Juventus. Stjarnan mætir Levante frá Spáni í undanúrslitum, og sigurliðið mætir svo Twente frá Hollandi eða Sturm Graz frá Austurríki í úrslitaleik. Levante og Twente voru lægst skrifuðu liðin sem Stjarnan gat dregist á móti. Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, mætir Okzhetpes frá Kasakstan í undanúrslitum og svo Frankfurt eða Slovácko frá Tékklandi. Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur, mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi og sigurliðið mætir svo Bröndby eða Celtic í úrslitaleik. Leikið í september Leikirnir í undanúrslitum eiga að fara fram 6. september og úrslitaleikirnir, sem og leikir um 3. sæti í hverjum riðli, eru 9. september. Nú þegar dregið hefur verið mun það svo í framhaldinu skýrast hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Undankeppninni er skipt í tvo hluta, svokallaða meistaraleið og deildarleið. Valskonur fara meistaraleiðina enda Íslandsmeistarar, en Stjarnan fer deildarleiðina eftir að hafa náð 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Aðeins sextán bestu deildir Evrópu eiga fulltrúa í deildarleiðinni. Keppt er í fjögurra liða riðlum í undankeppninni og kemst aðeins sigurvegari hvers riðils áfram á seinna stig undankeppninnar. Ákveðið verður brátt hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli og því mögulegt að spilað verði á Íslandi. Valur gegn tyrknesku og albönsku liði? Valskonur drógust í riðil sjö og mæta þar í undanúrslitum tyrkneska liðinu Fomget. Sigurliðið úr þeim leik mætir svo sigurliðinu úr leik Vllaznia frá Albaníu og Hajvalia frá Kósovó, í úrslitaleik. Tapliðin mætast einnig í leik um 3. sæti. Stjarnan slapp við Arsenal og Juventus Stjörnukonur eiga hins vegar mun erfiðara verkefni fyrir höndum. Þær voru þó afskaplega heppnar með drátt því þær hefðu getað lent gegn liðum eins og Arsenal og Juventus. Stjarnan mætir Levante frá Spáni í undanúrslitum, og sigurliðið mætir svo Twente frá Hollandi eða Sturm Graz frá Austurríki í úrslitaleik. Levante og Twente voru lægst skrifuðu liðin sem Stjarnan gat dregist á móti. Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, mætir Okzhetpes frá Kasakstan í undanúrslitum og svo Frankfurt eða Slovácko frá Tékklandi. Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur, mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi og sigurliðið mætir svo Bröndby eða Celtic í úrslitaleik. Leikið í september Leikirnir í undanúrslitum eiga að fara fram 6. september og úrslitaleikirnir, sem og leikir um 3. sæti í hverjum riðli, eru 9. september. Nú þegar dregið hefur verið mun það svo í framhaldinu skýrast hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira