„Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 30. júní 2023 21:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost. Breiðablik skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur var formsatriði. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigurinn. „Ég átti ekki von á þessu ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Menn lögðu mikla vinnu í þennan leik og menn hættu aldrei. Í 90 mínútur var gríðarleg vinnsla í liðinu og þetta var engin gönguferð í garðinum en úrslitin endurspegluðu framlag leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Óskar talaði um það í aðdraganda leiks að hann vildi sjá mikla ákefð í sínu liði og hann var ánægður með hvernig hans menn svöruðu kallinu. „Þeir svöruðu kallinu. Orkustigið var rétt og þá erum við mjög góðir. Þegar varnarleikurinn er góður allstaðar á vellinum þá fylgir sóknarleikurinn með. Við gerðum það sem hefur skipt sköpum í svona stórum leikjum þar sem þú verður að refsa fyrir mistök og við gerðum það í fyrri hálfleik þar sem við vorum sterkir í báðum teigum.“ „Við getum verið mjög ánægðir með þessa frammistöðu. Hún rímaði vel við sjálfsmyndina sem liðið hefur sem er dugnaður og ákefð. Þegar það er í lagi þá fylgir hitt með.“ Óskar Hrafn fór yfir félagaskipti Stefáns Inga Sigurðarsonar til Patro Eisden í Belgíu. Stefán Ingi fer 5.júlí frá Blikum til Patro Eisden í Belgíu er það sem ég er að heyra þannig hann nær úrslitaleiknum gegn Buducnost á föstudaginn. Getum orðað það þannig hann fær aðeins betri laun í Belgíu en í Smáranum. Fair play Stebbi💰🇧🇪 pic.twitter.com/jZVYNXeLDE— Arnar Laufdal (@AddiLauf) June 28, 2023 „Ég veit ekki hvort þetta var hans síðasti leikur fyrir Breiðablik á tímabilinu. Það er ekki mitt að svara fyrir það en það er líklegt.“ „Stefán Ingi á möguleika á að spila fyrir lið í Belgíu með mikinn metnað. Við verðum að vera heiðarlegir með það að hann er að fara í stærri deild og í stærra verkefni. Hann hefur staðið sig frábærlega og lagt mikið á sig. Hann er búinn að klára háskólanám og er á leið í atvinnumennsku. Við þurfum líka að passa upp á það að við erum í þessu til að ýta undir menn en ekki bara til að standa á öxlunum og ýta mönnum niður. Það þarf að leyfa þeim að fljúga líka og Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu og við erum þakklát fyrir tímann sem hann eyddi með okkur. Ég er ekki fúll yfir því að hann fari. Ég er bara stoltur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Ég átti ekki von á þessu ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Menn lögðu mikla vinnu í þennan leik og menn hættu aldrei. Í 90 mínútur var gríðarleg vinnsla í liðinu og þetta var engin gönguferð í garðinum en úrslitin endurspegluðu framlag leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Óskar talaði um það í aðdraganda leiks að hann vildi sjá mikla ákefð í sínu liði og hann var ánægður með hvernig hans menn svöruðu kallinu. „Þeir svöruðu kallinu. Orkustigið var rétt og þá erum við mjög góðir. Þegar varnarleikurinn er góður allstaðar á vellinum þá fylgir sóknarleikurinn með. Við gerðum það sem hefur skipt sköpum í svona stórum leikjum þar sem þú verður að refsa fyrir mistök og við gerðum það í fyrri hálfleik þar sem við vorum sterkir í báðum teigum.“ „Við getum verið mjög ánægðir með þessa frammistöðu. Hún rímaði vel við sjálfsmyndina sem liðið hefur sem er dugnaður og ákefð. Þegar það er í lagi þá fylgir hitt með.“ Óskar Hrafn fór yfir félagaskipti Stefáns Inga Sigurðarsonar til Patro Eisden í Belgíu. Stefán Ingi fer 5.júlí frá Blikum til Patro Eisden í Belgíu er það sem ég er að heyra þannig hann nær úrslitaleiknum gegn Buducnost á föstudaginn. Getum orðað það þannig hann fær aðeins betri laun í Belgíu en í Smáranum. Fair play Stebbi💰🇧🇪 pic.twitter.com/jZVYNXeLDE— Arnar Laufdal (@AddiLauf) June 28, 2023 „Ég veit ekki hvort þetta var hans síðasti leikur fyrir Breiðablik á tímabilinu. Það er ekki mitt að svara fyrir það en það er líklegt.“ „Stefán Ingi á möguleika á að spila fyrir lið í Belgíu með mikinn metnað. Við verðum að vera heiðarlegir með það að hann er að fara í stærri deild og í stærra verkefni. Hann hefur staðið sig frábærlega og lagt mikið á sig. Hann er búinn að klára háskólanám og er á leið í atvinnumennsku. Við þurfum líka að passa upp á það að við erum í þessu til að ýta undir menn en ekki bara til að standa á öxlunum og ýta mönnum niður. Það þarf að leyfa þeim að fljúga líka og Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu og við erum þakklát fyrir tímann sem hann eyddi með okkur. Ég er ekki fúll yfir því að hann fari. Ég er bara stoltur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira