Hæstiréttur Íslands segir kynmisræmi sjúkdóm Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 1. júlí 2023 08:30 Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á gamaldags viðhorfum og er í hrópandi mótsögn við baráttu transfólks sem hefur um árabil leitast eftir að viðurkennt sé að þau séu ekki haldin sjúkdómi og þurfi ekki atbeina heilbrigðisstarfsfólks til viðurkenningar á kynvitund sinni. Niðurstaðan gengur einnig þvert á uppfært greiningarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur fellt kynmisræmi af lista yfir sjúkdóma. Nágrannaþjóðir okkar hafa einnig flestar stigið það skref að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Í málinu, sem rekið var af VR fyrir hönd félagsmanns, var deilt um rétt til launa í skipulögðu leyfi transmanns vegna brjóstnámsaðgerðar sem hann fór í. Skilyrði veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið orðinn óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Hæstiréttur á villigötum Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að tilgangur laga um kynrænt sjálfræði hafi ekki verið sá að skerða réttindi transfólks og er niðurstöðu Landsréttar um að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur hafnað. Ekki er hægt að taka undir það sjónarmið, enda byggir sú ályktun á þeirri röngu forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Kynmisræmi var fyrst skilgreint sem geðsjúkdómur árið 1992. Nú er hins vegar samdóma álit að kynmisræmi hafi aldrei verið sjúkdómur, líkt og samkynhneigð sem eitt sinn var flokkuð sem sjúkdómur en í dag myndi enginn halda slíku fram. Það er óforsvaranlegt að Hæstiréttur Íslands gangi út frá því að öll sem upplifað hafa kynmisræmi í áranna rás hafi verið haldin geðsjúkdómi. Lögin um kynrænt sjálfræði byggja á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í átt að viðurkenningu þeirrar staðreyndar að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur en lögin tryggja hins vegar aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu. Hæstiréttur nefnir að kynmisræmi geti valdið kynama sem kunni að hafa í för með sér vanlíðan sem leitt geti til þunglyndis, kvíða og félagslegrar einangrunar. Því er ekki mótmælt en í þessu máli var ekki um slíkt að ræða. Enn fremur nefnir Hæstiréttur að slík vanlíðan geti orsakað sjálfsvíg. Af niðurstöðu réttarins má ætla að þó starfsmaðurinn hafi ekki glímt við andleg veikindi hafi aðgerðin verið til að koma í veg fyrir hugsanlegt sjálfsvíg starfsmannsins í framtíðinni. Það er forvitnilegt að vita meira um þessa vegferð sem Hæstiréttur Íslands er á. Einstaklingar sem upplifa kynmisræmi eiga hins vegar ekki að þurfa að vera tekjulausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að gangast undir aðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. Þrátt fyrir að kjarasamningar og lög takmarki vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys er hægt að sækja um greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki. Sú leið sem Hæstiréttur kýs að feta, að byggja greiðslu veikindalauna á því að um sjúkdóm sé að ræða, bætir ekki stöðu transfólks á vinnumarkaði. Þvert á móti getur slík nálgun haft í för með sér frekari jaðarsetningu og skert atvinnuréttindi transfólks. Alþjóðastofnanir sem Ísland á aðild að, sem og nágrannaþjóðir okkar, hafa síðastliðin ár tekið af skarið í að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað því og telja það mikilvægt skref í átt að viðurkenningu mannréttinda tengdum kynvitund og kynjafjölbreytileika. Ástæðan er meðal annars hættan á frekari jaðarsetningu hópsins og aukinni mismunun í hans garð, sem getur fylgt slíkum sjúkdóms-stimpli. Hæstiréttur Íslands virðir þetta að vettugi í dómi sínum. Aftur á móti liggur fyrir að uppfært greiningakerfi WHO, þar sem kynmisræmi hefur verið fellt út af lista yfir sjúkdóma, verði innleitt hér á landi árið 2025. Samkvæmt umræddum dómi telur Hæstiréttur Íslands kynmisræmi vera sjúkdóm, en eftir eitt og hálft ár verði staðan önnur. Það ætti ef til vill betur við að segja "öldin önnur". Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA og með LLM-gráðu í alþjóðlegum mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Vinnumarkaður Hinsegin Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á gamaldags viðhorfum og er í hrópandi mótsögn við baráttu transfólks sem hefur um árabil leitast eftir að viðurkennt sé að þau séu ekki haldin sjúkdómi og þurfi ekki atbeina heilbrigðisstarfsfólks til viðurkenningar á kynvitund sinni. Niðurstaðan gengur einnig þvert á uppfært greiningarkerfi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur fellt kynmisræmi af lista yfir sjúkdóma. Nágrannaþjóðir okkar hafa einnig flestar stigið það skref að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Í málinu, sem rekið var af VR fyrir hönd félagsmanns, var deilt um rétt til launa í skipulögðu leyfi transmanns vegna brjóstnámsaðgerðar sem hann fór í. Skilyrði veikindaréttar samkvæmt lögum og kjarasamningum og forsenda réttar til greiðslu veikindalauna af hálfu atvinnurekanda er að starfsmaður teljist hafa verið orðinn óvinnufær vegna sjúkdóms eða slyss. Hæstiréttur á villigötum Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að tilgangur laga um kynrænt sjálfræði hafi ekki verið sá að skerða réttindi transfólks og er niðurstöðu Landsréttar um að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur hafnað. Ekki er hægt að taka undir það sjónarmið, enda byggir sú ályktun á þeirri röngu forsendu að kynmisræmi hafi áður verið greiðsluskyldur sjúkdómur. Kynmisræmi var fyrst skilgreint sem geðsjúkdómur árið 1992. Nú er hins vegar samdóma álit að kynmisræmi hafi aldrei verið sjúkdómur, líkt og samkynhneigð sem eitt sinn var flokkuð sem sjúkdómur en í dag myndi enginn halda slíku fram. Það er óforsvaranlegt að Hæstiréttur Íslands gangi út frá því að öll sem upplifað hafa kynmisræmi í áranna rás hafi verið haldin geðsjúkdómi. Lögin um kynrænt sjálfræði byggja á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í átt að viðurkenningu þeirrar staðreyndar að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur en lögin tryggja hins vegar aðgengi þessa hóps að heilbrigðiskerfinu. Hæstiréttur nefnir að kynmisræmi geti valdið kynama sem kunni að hafa í för með sér vanlíðan sem leitt geti til þunglyndis, kvíða og félagslegrar einangrunar. Því er ekki mótmælt en í þessu máli var ekki um slíkt að ræða. Enn fremur nefnir Hæstiréttur að slík vanlíðan geti orsakað sjálfsvíg. Af niðurstöðu réttarins má ætla að þó starfsmaðurinn hafi ekki glímt við andleg veikindi hafi aðgerðin verið til að koma í veg fyrir hugsanlegt sjálfsvíg starfsmannsins í framtíðinni. Það er forvitnilegt að vita meira um þessa vegferð sem Hæstiréttur Íslands er á. Einstaklingar sem upplifa kynmisræmi eiga hins vegar ekki að þurfa að vera tekjulausir í fjarvistum sínum kjósi þeir að gangast undir aðgerðir til að breyta líkama sínum svo hann falli betur að kynvitund þeirra. Þrátt fyrir að kjarasamningar og lög takmarki vissulega greiðslu veikindalauna frá atvinnurekendum við sjúkdóma og slys er hægt að sækja um greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem hafa það hlutverk að styðja við sjóðsfélaga í fjarvistum sem atvinnurekendur greiða ekki. Sú leið sem Hæstiréttur kýs að feta, að byggja greiðslu veikindalauna á því að um sjúkdóm sé að ræða, bætir ekki stöðu transfólks á vinnumarkaði. Þvert á móti getur slík nálgun haft í för með sér frekari jaðarsetningu og skert atvinnuréttindi transfólks. Alþjóðastofnanir sem Ísland á aðild að, sem og nágrannaþjóðir okkar, hafa síðastliðin ár tekið af skarið í að skilgreina kynmisræmi ekki sem sjúkdóm. Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað því og telja það mikilvægt skref í átt að viðurkenningu mannréttinda tengdum kynvitund og kynjafjölbreytileika. Ástæðan er meðal annars hættan á frekari jaðarsetningu hópsins og aukinni mismunun í hans garð, sem getur fylgt slíkum sjúkdóms-stimpli. Hæstiréttur Íslands virðir þetta að vettugi í dómi sínum. Aftur á móti liggur fyrir að uppfært greiningakerfi WHO, þar sem kynmisræmi hefur verið fellt út af lista yfir sjúkdóma, verði innleitt hér á landi árið 2025. Samkvæmt umræddum dómi telur Hæstiréttur Íslands kynmisræmi vera sjúkdóm, en eftir eitt og hálft ár verði staðan önnur. Það ætti ef til vill betur við að segja "öldin önnur". Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA og með LLM-gráðu í alþjóðlegum mannréttindum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar