Szobozlai kemur frá RB Leipzig í Þýskalandi þar sem hann spilaði frá 2021. Leikir hans fyrir félagið voru alls 62 en fyrir það lék hann með Red Bull Salzburg. Hann skoraði tólf mörk fyrir Leipzig en sextán mörk fyrir Salzburg.
Szoboszlai á að baki 32 leiki fyrir ungverska landsliðið og skorað í þeim sjö mörk. Eitt þeirra kom gegn Íslandi þegar hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í umspilsleik um laust sæti á EM sem fram fór árið 2021. Með markinu tryggði hann Ungverjum sæti á EM og kramdi hjörtu Íslendinga.