Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2023 14:16 Helgi Magnússon á leið úr þáverandi höfuðstöðvum Fréttablaðsins við Lækjargötu þann 31. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. Þetta má lesa úr kröfuskrá þrotabúsins, sem Vísir hefur undir höndum. Gjaldþrotaúrskurður var kveðinn upp þann 4. apríl síðastliðinn og kröfulýsingafrestur rann út 12. júní. Frestdagur er svo 4. febrúar næstkomandi. Stærsta krafan í búið er frá Hofgörðum ehf., félags Helga Magnússonar. Krafan er almenn krafa sem hljóðar upp á rétt tæplega 998 milljónir króna. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri búsins, tekur ekki afstöðu til almennra krafna í kröfuskrá. Það bendir til þess að ekki sé gert ráð fyrir því að nokkuð fáist upp í aðrar kröfur en forgangskröfur. Skatturinn vill sitt en fær ekkert Næststærsta krafan í búið er frá Ríkisskattstjóra og hljóðar upp á rúmlega 110 milljónir króna. Það er sömuleiðis almenn krafa og því kemur ekkert í kassa ríkissjóðs eftir skiptin. Aðrar almennar kröfur eru til að mynda tæplega tíu milljónir króna frá GI rannsóknum ehf., félagi sem rekur Gallup, fimm milljónir frá upplýsingatæknifyrirtækinu Sensa, 3,5 milljónir frá JSB dreifingu og svo mætti lengi telja. Þá eru ótaldar kröfur blaðamanna og fleiri sem unnið hafa í verktöku fyrir Torg. Aðstoðarritstjórinn vill tæplega ellefu milljónir Forgangskröfur nema alls tæplega 319 milljónum króna, þar af eru 232 milljónir samþykktar. Meðal forgangskrafna eru tvær kröfur frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna upp á 17,5 milljónir samanlagt. Þar af voru tæplega 7 milljónir samþykktar. Aðrar samþykktar kröfur eru litlar kröfur frá lífeyrissjóðum og launakröfur starfsmanna. Hæst þeirra er frá Garðari Erni Úlfarssyni, aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins, en hann fer fram á um 10,8 milljónir króna. Skiptastjóri samþykkti um 7,8 milljóna króna kröfu frá honum. Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri fer fram á um 8,1 milljón króna en skiptastjóri samþykkti 4,2 milljónir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem stýrði sérblöðum fer fram á 6,2 milljónir króna og Björn J. Þorláksson 5,2 milljónir. Skiptastjóri samþykkir kröfur þeirra beggja upp að 4,1 milljón. Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Tengdar fréttir Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50 Útgáfufélag Fréttablaðsins og DV tapaði tæplega 600 milljónum Fjölmiðlafyrirtækið Torg tapaði upp undir 600 milljónum króna á seinasta ári. Þetta er haft eftir Helga Magnússyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda félagsins, í Fréttablaðinu í dag. Tapið hafi allt verið fjármagnað með nýju hlutafé. 15. október 2021 11:39 Tap upp á 212 milljónir hjá Torgi Torg ehf., sem gefur út Fréttablaðið og DV, tapaði 212 milljónum króna á síðasta ári. 7. ágúst 2020 07:57 DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. 3. apríl 2023 13:33 Skiptastjóri Torgs býður prentvél Fréttablaðsins til sölu Skiptastjóri Torgs, sem gaf út Fréttablaðið og DV, býður blaðaprentvél fallna fjölmiðlafyrirtækisins til sölu. 14. apríl 2023 14:31 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Þetta má lesa úr kröfuskrá þrotabúsins, sem Vísir hefur undir höndum. Gjaldþrotaúrskurður var kveðinn upp þann 4. apríl síðastliðinn og kröfulýsingafrestur rann út 12. júní. Frestdagur er svo 4. febrúar næstkomandi. Stærsta krafan í búið er frá Hofgörðum ehf., félags Helga Magnússonar. Krafan er almenn krafa sem hljóðar upp á rétt tæplega 998 milljónir króna. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri búsins, tekur ekki afstöðu til almennra krafna í kröfuskrá. Það bendir til þess að ekki sé gert ráð fyrir því að nokkuð fáist upp í aðrar kröfur en forgangskröfur. Skatturinn vill sitt en fær ekkert Næststærsta krafan í búið er frá Ríkisskattstjóra og hljóðar upp á rúmlega 110 milljónir króna. Það er sömuleiðis almenn krafa og því kemur ekkert í kassa ríkissjóðs eftir skiptin. Aðrar almennar kröfur eru til að mynda tæplega tíu milljónir króna frá GI rannsóknum ehf., félagi sem rekur Gallup, fimm milljónir frá upplýsingatæknifyrirtækinu Sensa, 3,5 milljónir frá JSB dreifingu og svo mætti lengi telja. Þá eru ótaldar kröfur blaðamanna og fleiri sem unnið hafa í verktöku fyrir Torg. Aðstoðarritstjórinn vill tæplega ellefu milljónir Forgangskröfur nema alls tæplega 319 milljónum króna, þar af eru 232 milljónir samþykktar. Meðal forgangskrafna eru tvær kröfur frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna upp á 17,5 milljónir samanlagt. Þar af voru tæplega 7 milljónir samþykktar. Aðrar samþykktar kröfur eru litlar kröfur frá lífeyrissjóðum og launakröfur starfsmanna. Hæst þeirra er frá Garðari Erni Úlfarssyni, aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins, en hann fer fram á um 10,8 milljónir króna. Skiptastjóri samþykkti um 7,8 milljóna króna kröfu frá honum. Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri fer fram á um 8,1 milljón króna en skiptastjóri samþykkti 4,2 milljónir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem stýrði sérblöðum fer fram á 6,2 milljónir króna og Björn J. Þorláksson 5,2 milljónir. Skiptastjóri samþykkir kröfur þeirra beggja upp að 4,1 milljón.
Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Tengdar fréttir Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50 Útgáfufélag Fréttablaðsins og DV tapaði tæplega 600 milljónum Fjölmiðlafyrirtækið Torg tapaði upp undir 600 milljónum króna á seinasta ári. Þetta er haft eftir Helga Magnússyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda félagsins, í Fréttablaðinu í dag. Tapið hafi allt verið fjármagnað með nýju hlutafé. 15. október 2021 11:39 Tap upp á 212 milljónir hjá Torgi Torg ehf., sem gefur út Fréttablaðið og DV, tapaði 212 milljónum króna á síðasta ári. 7. ágúst 2020 07:57 DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. 3. apríl 2023 13:33 Skiptastjóri Torgs býður prentvél Fréttablaðsins til sölu Skiptastjóri Torgs, sem gaf út Fréttablaðið og DV, býður blaðaprentvél fallna fjölmiðlafyrirtækisins til sölu. 14. apríl 2023 14:31 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50
Útgáfufélag Fréttablaðsins og DV tapaði tæplega 600 milljónum Fjölmiðlafyrirtækið Torg tapaði upp undir 600 milljónum króna á seinasta ári. Þetta er haft eftir Helga Magnússyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda félagsins, í Fréttablaðinu í dag. Tapið hafi allt verið fjármagnað með nýju hlutafé. 15. október 2021 11:39
Tap upp á 212 milljónir hjá Torgi Torg ehf., sem gefur út Fréttablaðið og DV, tapaði 212 milljónum króna á síðasta ári. 7. ágúst 2020 07:57
DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. 3. apríl 2023 13:33
Skiptastjóri Torgs býður prentvél Fréttablaðsins til sölu Skiptastjóri Torgs, sem gaf út Fréttablaðið og DV, býður blaðaprentvél fallna fjölmiðlafyrirtækisins til sölu. 14. apríl 2023 14:31
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent