„Frábærar í fyrri en seinni hálfleikur var hryllilegur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júlí 2023 22:32 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar. Vísir/Diego Þróttur sigraði Selfoss 3-0 á heimavelli fyrr í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari liðsins, var sáttur með niðurstöðu leiksins en óánægður með frammistöðu liðsins í seinni hálfleik. Þróttur skapaði sér mörg hættuleg færi í fyrri hálfleiknum og tókst að komast tveimur mörkum yfir áður en flautað var til leikhlés. „Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik, færðum boltann vel og þær áttu engin svör við okkur. Fengum tvö verðskulduð mörk, hefðum líklega átt að fá tvö í viðbót miðað við færin sem við sköpuðum okkur.“ Þegar komið var út í seinni hálfleikinn virtist liðið fullmett og gerðu lítið til að auka forystu sína. Þær féllu aftar á völlinn og virkuðu einbeitingarlausar. „Seinni hálfleikur var hryllilegur, örugglega mjög vondur leikur á að horfa, hann var það allavega frá mínu sjónarhorni. Við misstum boltann á vondum stöðum og fengum á okkur óþarfa skyndisóknir, sem betur fer hélt vörnin vel í dag. En seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður.“ En hvers vegna telur þjálfarinn að spilamennska liðsins hafi breyst svo mikið milli hálfleika? „Þetta er ekki í fyrsta skipti, mögulega skrifast það á reynsluleysi en ég var óánægður með hvernig stelpurnar komu út úr klefanum, ég heyrði þær hlæja aðeins og grínast sín á milli. Við þurfum að vera mun fagmannlegri ef við viljum ná okkar markmiðum og klára leikina almennilega.“ Þróttur á næst leik við Stjörnuna á laugardaginn áður en deildin tekur sér þriggja vikna hlé. Nik segir liðið hæglega get sótt þrjú stig þar og vonast til að halda marki sínu áfram hreinu. „Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik, ekki spurning, en við getum ekki komið inn í þann leik eins og við komum inn í seinni hálfleikinn í dag. En tveir leikir í röð með hreint lak og höfum heilt yfir spilað nokkuð vel.“ Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Sjá meira
Þróttur skapaði sér mörg hættuleg færi í fyrri hálfleiknum og tókst að komast tveimur mörkum yfir áður en flautað var til leikhlés. „Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik, færðum boltann vel og þær áttu engin svör við okkur. Fengum tvö verðskulduð mörk, hefðum líklega átt að fá tvö í viðbót miðað við færin sem við sköpuðum okkur.“ Þegar komið var út í seinni hálfleikinn virtist liðið fullmett og gerðu lítið til að auka forystu sína. Þær féllu aftar á völlinn og virkuðu einbeitingarlausar. „Seinni hálfleikur var hryllilegur, örugglega mjög vondur leikur á að horfa, hann var það allavega frá mínu sjónarhorni. Við misstum boltann á vondum stöðum og fengum á okkur óþarfa skyndisóknir, sem betur fer hélt vörnin vel í dag. En seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður.“ En hvers vegna telur þjálfarinn að spilamennska liðsins hafi breyst svo mikið milli hálfleika? „Þetta er ekki í fyrsta skipti, mögulega skrifast það á reynsluleysi en ég var óánægður með hvernig stelpurnar komu út úr klefanum, ég heyrði þær hlæja aðeins og grínast sín á milli. Við þurfum að vera mun fagmannlegri ef við viljum ná okkar markmiðum og klára leikina almennilega.“ Þróttur á næst leik við Stjörnuna á laugardaginn áður en deildin tekur sér þriggja vikna hlé. Nik segir liðið hæglega get sótt þrjú stig þar og vonast til að halda marki sínu áfram hreinu. „Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik, ekki spurning, en við getum ekki komið inn í þann leik eins og við komum inn í seinni hálfleikinn í dag. En tveir leikir í röð með hreint lak og höfum heilt yfir spilað nokkuð vel.“
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Sjá meira
Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50