Sudakov skoraði tvö mörk í leiknum þar sem Úkraína vann 3-1 sigur á Frakklandi en Úkraínumenn mæta Spánverjum í undanúrslitum keppninnar.
Sudakov jafnaði metin í 1-1 með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og kom svo Úkraínu yfir í 2-1 rétt fyrir hálfleik. Þriðja markið kom síðan undir lok leiksins.
19' - France 1-0 Ukraine
— Squawka Live (@Squawka_Live) July 2, 2023
32' - France 1-1 Ukraine
44' - France 1-2 Ukraine
Georgiy Sudakov has scored twice to turn around the quarter-final. #U21EURO pic.twitter.com/qdrdVVZ1a0
Sudakov spilar með liði Shakhtar Donetsk og var með fimm mörk og átta stoðsendingar á síðasta tímabili.
Þegar Úkraínustríðið braust út þá þurfti hann að eyða nóttum með þá ófrískri eiginkonu sinni. Þau giftu sig síðan í febrúar.
Ef einhver áttu það skilið að upplifa svona gleðistund þá voru það Sudakov og kona hans. Hann er nú markahæsti leikmaður keppninnar með þrjú mörk í fjórum leikjum.
Sudakov er fæddur í september 2022 og verður því 21 árs gamall í haust.
Landi hans, Mykhailo Mudryk hjá Chelsea, hefur mælt með því við yfirmenn sína á Brúnni að kaupa Sudakov frá úkraínska félaginu.