Komið að þolmörkum leikskólans Rakel Ýr Ísaksen skrifar 4. júlí 2023 15:31 Tilkynning um breytt skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogsbæjar í síðustu viku hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Samþykkt hefur verið að bjóða öllum leikskólabörnum í Kópavogi sex klukkustunda gjaldfrjálsan dvalartíma og að dvalargjöld umfram sex klukkustundir fari stigvaxandi með auknum dvalartíma. Samtímis verður komið til móts við tekjulág heimili með tekjutengdum afslætti.Opnunartími leikskóla verður sá sami, en skipulagt starf fer einkum fram milli klukkan níu og þrjú. Jafnframt verða leikskólar lokaðir milli jóla og nýárs, í dymbilviku og í vetrarfríum grunnskóla. Í lokunum verður þó boðið upp á opnun í að minnsta kosti tveimur leikskólum fyrir þau börn sem nauðsynlega þurfa vistun. Leikskóli á Íslandi hefur auk þess að mennta börn, ekki síður mikilvægt samfélagslegt þjónustuhlutverk, að annast börnin svo hjól atvinnulífsins snúist og forráðamenn geti framfleytt fjölskyldum sínum. Í Kópavogi greiða foreldrar einungis fyrir rúm 12% af raunkostnaði fyrir dvöl barna í leikskólanum en þungann af kostnaði þjónustunnar bera útsvarsgreiðendur í Kópavogi, hvort sem þeir eiga börn eða ekki. Það er hagur hvers samfélags að menntun ungra barna sé í höndum þeirra sem hafa sérþekkingu á uppeldi, menntun og þroska barna. Á Íslandi er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið og annast menntun barna fyrstu æviár þeirra. Þeir sem bera ábyrgð á og eru sérfæðingar í menntun leikskólabarna eru leikskólakennarar, hafa lokið námi á háskólastigi og eru handhafar leyfisbréfs til kennslu. Lögum samkvæmt ber leikskólum á Íslandi að lágmarki að vera mannaðir tveim þriðju hluta stöðugilda við menntun og umönnun, handhöfum leyfisbréfs til kennslu, en raunin er önnur! Í leikskólum á Íslandi eru að meðaltali um 30% starfsfólks leikskóla, leikskólakennarar. Hlutfallið er þó örlítið hærra í Kópavogi. Breytingarnar sem Kópavogsbær kynnti til að bæta starfsumhverfi í leikskólum eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það er komið að þolmörkum leikskólastarfsemi í núverandi mynd og með óbreyttum starfsháttum mun starfsemin líða undir lok. Í leikskólum ríkir mikill mönnunarvandi og fjöldi leikskólaplássa er ónýttur vegna þessa. Fjöldi leikskóla hefur síðastliðinn vetur þurft að nýta svokallaða fáliðunarstefnu þar sem börnin hafa ekki tök á að koma í leikskólann alla daga, forráðamönnum til mikils ama. Skortur er á leikskólakennurum í leikskólum en fjölmargir kennarar hafa valið að starfa á öðrum skólastigum þar sem starfsumhverfið er fjölskylduvænna. Í leikskólum ríkir viðverandi álag sem skapast einkum vegna þess að ung börn vinna mun lengri vinnudag en við hin. 86% leikskólabarna dvelja í leikskólum í Kópavogi í átta til níu klukkustundir á dag í fjölmennum hópi barna. Vinnuframlag leikskólakennara í 100% starfshlutfalli er hins vegar að hámarki átta tímar á dag, en leikskólakennarinn á einnig undirbúningstíma, kaffitíma og vinnustyttingu sem ekki er varið með börnunum. Vinnudagur ungra barna er langur og það er vissulega gaman í leikskólanum en ímyndið ykkur að vera í barnafmæli í meira en átta tíma á hverjum einasta degi. Þarfir atvinnulífsins virðast því miður í okkar samfélagi vega þyngra en réttindi ungra barna til hvíldar og samveru með fjölskyldu. Innleiðing á aðgerðum Kópavogsbæjar er því fagnað ákaft meðal þeirra sem hafa sérþekkingu á þroska og velferð barna og innsýn í núverandi stöðu og rekstur leikskólanna. Aðgerðirnar koma til framkvæmdar af brýnni nauðsyn en eru jafnframt byggðar á niðurstöðum rannsókna og með aðkomu og í samráði við fulltrúa allra hagsmunaaðila. Ég vona innilega að allir sem hafa tök á að stytta dvalartíma barna sinna geri það, því ef börnum fækkar í lok dags dregur úr áreiti á þau börn sem dvelja þar lengur. Með aðgerðunum hafa öll börn færi á að njóta menntunar í leikskóla óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Lokanir leikskóla um hátíðir og vetrafríum grunnskóla er jafnframt liður í að jafna starfsaðstæður kennara á ólíkum skólastigum og því er von til að menntaðir leikskólakennarar velji umfram önnur skólastig að starfa í leikskólanum. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax svo íslensk börn geti áfram notið faglegrar menntunar í leikskólum landsins. Ég er stolt af því að starfa í bæjarfélagi sem setur velferð og réttindi barna í fyrsta sætið og hefur hug og þor til að leiða breytingar sem þessar. Höfundur er starfandi aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. M.Ed. í stjórnun menntastofnana og framkvæmdi nýverið rannsókn varðandi skuldbindingu leikskólakennara til vinnustaðar. Grein: Skuldbinding leikskólakennara til vinnustaðar: Starfsandi í lykilhlutverki - Netla (hi.is) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Sjá meira
Tilkynning um breytt skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogsbæjar í síðustu viku hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Samþykkt hefur verið að bjóða öllum leikskólabörnum í Kópavogi sex klukkustunda gjaldfrjálsan dvalartíma og að dvalargjöld umfram sex klukkustundir fari stigvaxandi með auknum dvalartíma. Samtímis verður komið til móts við tekjulág heimili með tekjutengdum afslætti.Opnunartími leikskóla verður sá sami, en skipulagt starf fer einkum fram milli klukkan níu og þrjú. Jafnframt verða leikskólar lokaðir milli jóla og nýárs, í dymbilviku og í vetrarfríum grunnskóla. Í lokunum verður þó boðið upp á opnun í að minnsta kosti tveimur leikskólum fyrir þau börn sem nauðsynlega þurfa vistun. Leikskóli á Íslandi hefur auk þess að mennta börn, ekki síður mikilvægt samfélagslegt þjónustuhlutverk, að annast börnin svo hjól atvinnulífsins snúist og forráðamenn geti framfleytt fjölskyldum sínum. Í Kópavogi greiða foreldrar einungis fyrir rúm 12% af raunkostnaði fyrir dvöl barna í leikskólanum en þungann af kostnaði þjónustunnar bera útsvarsgreiðendur í Kópavogi, hvort sem þeir eiga börn eða ekki. Það er hagur hvers samfélags að menntun ungra barna sé í höndum þeirra sem hafa sérþekkingu á uppeldi, menntun og þroska barna. Á Íslandi er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið og annast menntun barna fyrstu æviár þeirra. Þeir sem bera ábyrgð á og eru sérfæðingar í menntun leikskólabarna eru leikskólakennarar, hafa lokið námi á háskólastigi og eru handhafar leyfisbréfs til kennslu. Lögum samkvæmt ber leikskólum á Íslandi að lágmarki að vera mannaðir tveim þriðju hluta stöðugilda við menntun og umönnun, handhöfum leyfisbréfs til kennslu, en raunin er önnur! Í leikskólum á Íslandi eru að meðaltali um 30% starfsfólks leikskóla, leikskólakennarar. Hlutfallið er þó örlítið hærra í Kópavogi. Breytingarnar sem Kópavogsbær kynnti til að bæta starfsumhverfi í leikskólum eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það er komið að þolmörkum leikskólastarfsemi í núverandi mynd og með óbreyttum starfsháttum mun starfsemin líða undir lok. Í leikskólum ríkir mikill mönnunarvandi og fjöldi leikskólaplássa er ónýttur vegna þessa. Fjöldi leikskóla hefur síðastliðinn vetur þurft að nýta svokallaða fáliðunarstefnu þar sem börnin hafa ekki tök á að koma í leikskólann alla daga, forráðamönnum til mikils ama. Skortur er á leikskólakennurum í leikskólum en fjölmargir kennarar hafa valið að starfa á öðrum skólastigum þar sem starfsumhverfið er fjölskylduvænna. Í leikskólum ríkir viðverandi álag sem skapast einkum vegna þess að ung börn vinna mun lengri vinnudag en við hin. 86% leikskólabarna dvelja í leikskólum í Kópavogi í átta til níu klukkustundir á dag í fjölmennum hópi barna. Vinnuframlag leikskólakennara í 100% starfshlutfalli er hins vegar að hámarki átta tímar á dag, en leikskólakennarinn á einnig undirbúningstíma, kaffitíma og vinnustyttingu sem ekki er varið með börnunum. Vinnudagur ungra barna er langur og það er vissulega gaman í leikskólanum en ímyndið ykkur að vera í barnafmæli í meira en átta tíma á hverjum einasta degi. Þarfir atvinnulífsins virðast því miður í okkar samfélagi vega þyngra en réttindi ungra barna til hvíldar og samveru með fjölskyldu. Innleiðing á aðgerðum Kópavogsbæjar er því fagnað ákaft meðal þeirra sem hafa sérþekkingu á þroska og velferð barna og innsýn í núverandi stöðu og rekstur leikskólanna. Aðgerðirnar koma til framkvæmdar af brýnni nauðsyn en eru jafnframt byggðar á niðurstöðum rannsókna og með aðkomu og í samráði við fulltrúa allra hagsmunaaðila. Ég vona innilega að allir sem hafa tök á að stytta dvalartíma barna sinna geri það, því ef börnum fækkar í lok dags dregur úr áreiti á þau börn sem dvelja þar lengur. Með aðgerðunum hafa öll börn færi á að njóta menntunar í leikskóla óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Lokanir leikskóla um hátíðir og vetrafríum grunnskóla er jafnframt liður í að jafna starfsaðstæður kennara á ólíkum skólastigum og því er von til að menntaðir leikskólakennarar velji umfram önnur skólastig að starfa í leikskólanum. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax svo íslensk börn geti áfram notið faglegrar menntunar í leikskólum landsins. Ég er stolt af því að starfa í bæjarfélagi sem setur velferð og réttindi barna í fyrsta sætið og hefur hug og þor til að leiða breytingar sem þessar. Höfundur er starfandi aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. M.Ed. í stjórnun menntastofnana og framkvæmdi nýverið rannsókn varðandi skuldbindingu leikskólakennara til vinnustaðar. Grein: Skuldbinding leikskólakennara til vinnustaðar: Starfsandi í lykilhlutverki - Netla (hi.is)
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar