Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 06:34 Óli Björn er síður en svo sáttur við matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann sakar Svandísi um atlögu að ríkisstjórnarsamstarfinu og segir hana hafa veikt og grafið undan möguleikum hennar til að „leysa erfið verkefni á komandi mánuðum“. Óli Björn fer í grein sinni aftur til þess þegar ríkisstjórnin var mynduð og vitnar í stefnuræðu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, frá 1997 þar sem hann ræddi samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Davíð hefði sagt að eðlilega væri „togstreita á milli flokkanna um einstök mál“ en „slíkar glímur eru jafnan háðar undir formerkjum þess að ná niðurstöðu sem báðir flokkar geta unað við en forðast er að setja samstarfsflokki óbilgjörn eða óaðgengileg skilyrði“. Óli Björn segir framgöngu Svandísar í hvalveiðimálinu hins vegar bera þess merki að lítill skilningur sé á mikilvægi þess að taka tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna. „Engu virðist skipta að ráðherrann gangi berlega gegn vilja meirihluta ríkisstjórnarinnar,“ segir hann. Hann segir stjórnsýslu ráðherra ósanngjarna og ólöglega. „Ráðherrann hefur kastað blautri tusku í andlit allra þingmanna samstarfsflokka ríkisstjórnarinnar. Það er pólitískur barnaskapur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á samstarfið innan ríkisstjórnarinnar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli matvælaráðherra og stjórnarþingmanna er lítið og það mun hafa áhrif á samstarf þeirra á komandi mánuðum,“ segir Óli Björn. Hann segir framgöngu Svandísar vatn á myllu þeirra sem hafa efast um áframhaldandi samstarf við flokk sem sé „lengst til vinstri“. „Flokk sem fagnar þegar ekki er hægt að nýta sjálfbærar orkuauðlindir, flokk sem ekki er tilbúinn til að horfast í augu við vanda vegna flóttamanna, flokk sem telur betra að auka álögur á fyrirtæki og launafólk en að nýta sameiginlega fjármuni betur, flokk sem er sannfærður um að biðraðir séu betri en að nýta einkaframtakið í heilbrigðisþjónustu. Eitt er víst. Við sem berjumst fyrir atvinnufrelsi, sjálfbærri nýtingu auðlinda og stjórnsýslu þar sem meðalhófs og sanngirni er gætt eigum litla samleið með ráðherra sem gengur fram með þeim hætti sem matvælaráðherra hefur gert. Það eru gömul sannindi og ný að vantraust grefur undan samstarfi.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann sakar Svandísi um atlögu að ríkisstjórnarsamstarfinu og segir hana hafa veikt og grafið undan möguleikum hennar til að „leysa erfið verkefni á komandi mánuðum“. Óli Björn fer í grein sinni aftur til þess þegar ríkisstjórnin var mynduð og vitnar í stefnuræðu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, frá 1997 þar sem hann ræddi samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Davíð hefði sagt að eðlilega væri „togstreita á milli flokkanna um einstök mál“ en „slíkar glímur eru jafnan háðar undir formerkjum þess að ná niðurstöðu sem báðir flokkar geta unað við en forðast er að setja samstarfsflokki óbilgjörn eða óaðgengileg skilyrði“. Óli Björn segir framgöngu Svandísar í hvalveiðimálinu hins vegar bera þess merki að lítill skilningur sé á mikilvægi þess að taka tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna. „Engu virðist skipta að ráðherrann gangi berlega gegn vilja meirihluta ríkisstjórnarinnar,“ segir hann. Hann segir stjórnsýslu ráðherra ósanngjarna og ólöglega. „Ráðherrann hefur kastað blautri tusku í andlit allra þingmanna samstarfsflokka ríkisstjórnarinnar. Það er pólitískur barnaskapur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á samstarfið innan ríkisstjórnarinnar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli matvælaráðherra og stjórnarþingmanna er lítið og það mun hafa áhrif á samstarf þeirra á komandi mánuðum,“ segir Óli Björn. Hann segir framgöngu Svandísar vatn á myllu þeirra sem hafa efast um áframhaldandi samstarf við flokk sem sé „lengst til vinstri“. „Flokk sem fagnar þegar ekki er hægt að nýta sjálfbærar orkuauðlindir, flokk sem ekki er tilbúinn til að horfast í augu við vanda vegna flóttamanna, flokk sem telur betra að auka álögur á fyrirtæki og launafólk en að nýta sameiginlega fjármuni betur, flokk sem er sannfærður um að biðraðir séu betri en að nýta einkaframtakið í heilbrigðisþjónustu. Eitt er víst. Við sem berjumst fyrir atvinnufrelsi, sjálfbærri nýtingu auðlinda og stjórnsýslu þar sem meðalhófs og sanngirni er gætt eigum litla samleið með ráðherra sem gengur fram með þeim hætti sem matvælaráðherra hefur gert. Það eru gömul sannindi og ný að vantraust grefur undan samstarfi.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira