Átján þúsund Íslendingar á vanskilaskrá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júlí 2023 12:04 Hrefna ræddi sekt Persónuverndar í Bítinu í dag. Bylgjan Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir fyrirtækið hafa veitt smálánafyrirtækinu eCommerce 2020 ApS of mikið traust. Þá segir hún átján þúsund Íslendinga skráða á vanskilaskrá og að líkur séu á því að sú tala hækki með hækkandi vöxtum og verðbólgu. Hrefna var gestur í Bítinu í morgun. Þar játar hún að Creditinfo hafi á sínum tíma ekki athugað mál lánaskilmála nógu vel og veitt viðskiptavininum eCommerce of mikið traust í tengslum við skráningar á vanskilaskrá. „Það sem stendur á okkur er að við höfum sett of mikið traust á aðilann sem sendir inn kröfuna um að hans lánaskilmálar væru fullnægjandi,“ segir Hrefna. „Síðan er þessi sundurgreining á hvað má skrá ekki nægilega skýr í innsendingu.“ Verðbólga og vextir auki vanskil einstaklinga Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefur sektað Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segja sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða. Sektin varðaði skráningu upplýsinga frá eCommerce 2020 ApS um vanskil á smálánum hjá Creditinfo. „Við höfum lært mjög mikið af þessu máli og breytt okkar verklagi. Þessum tiltekna viðskiptavini var sagt upp, sem sagt ekki tekið á móti skráningu frá honum og innheimtuaðilanum,“ segir Hrefna um eCommerce. Hún segir Creditinfo hafa afskráð þær kröfur sem ekki voru réttmætar og aukið eftirlit á þeim sem fyrirtækið sér skráningu á vanskilaskrá fyrir. Þá segir Hrefna að átján þúsund manns séu skráðir á vanskilaskrá í dag á Íslandi. Ekki sé ólíklegt að sú tala eigi eftir að hækka. „Ef þú spáir í umhverfið, vextir orðnir verulega háir, verðbólga einnig, þá eru alveg líkur á því að vanskil einstaklinga geti aukist.“ Persónuvernd Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Hrefna var gestur í Bítinu í morgun. Þar játar hún að Creditinfo hafi á sínum tíma ekki athugað mál lánaskilmála nógu vel og veitt viðskiptavininum eCommerce of mikið traust í tengslum við skráningar á vanskilaskrá. „Það sem stendur á okkur er að við höfum sett of mikið traust á aðilann sem sendir inn kröfuna um að hans lánaskilmálar væru fullnægjandi,“ segir Hrefna. „Síðan er þessi sundurgreining á hvað má skrá ekki nægilega skýr í innsendingu.“ Verðbólga og vextir auki vanskil einstaklinga Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefur sektað Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segja sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða. Sektin varðaði skráningu upplýsinga frá eCommerce 2020 ApS um vanskil á smálánum hjá Creditinfo. „Við höfum lært mjög mikið af þessu máli og breytt okkar verklagi. Þessum tiltekna viðskiptavini var sagt upp, sem sagt ekki tekið á móti skráningu frá honum og innheimtuaðilanum,“ segir Hrefna um eCommerce. Hún segir Creditinfo hafa afskráð þær kröfur sem ekki voru réttmætar og aukið eftirlit á þeim sem fyrirtækið sér skráningu á vanskilaskrá fyrir. Þá segir Hrefna að átján þúsund manns séu skráðir á vanskilaskrá í dag á Íslandi. Ekki sé ólíklegt að sú tala eigi eftir að hækka. „Ef þú spáir í umhverfið, vextir orðnir verulega háir, verðbólga einnig, þá eru alveg líkur á því að vanskil einstaklinga geti aukist.“
Persónuvernd Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira