Mátulegt „túristagos“ gott fyrir krónuna og verðbólguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 12:02 Magnús Tumi jarðfræðingur sagði á Bylgjunni í morgun að líklega yrði gos nú svipað og fyrri gos. Björn segir „túristagos“ almennt hafa góð áhrif á verðbólguna. „Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg atvinnugrein og hjálpar okkur sannarlega í baráttunni við verðbólguna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi um möguleg áhrif elgoss á stöðu efnahagsmála. Fréttastofa hafði samband við Björn og bað hann um að gefa sér að jarðhræringarnar sem nú standa yfir enduðu í gosi og að gosið myndi verða til þess að auka ferðamannastrauminn hingað til lands. Hvaða áhrif hefði það, til dæmis á verðbólguna? Björn segir tvö svör við spurningunni. Langa svarið sé að menn hafi reynt að leggja mat á virði einstaka ferðamanns í krónum og aurum en það væri flókið og ylti meðal annars á því hvaðan menn væru að koma og hversu lengi þeir dveldu. „Stutta svarið er að ferðamennska er okkar helsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein í dag og sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þá styður hún mjög við krónuna. Við fáum mikinn gjaldeyri inn í vösunum á ferðamönnum og hversu mikill sá fjöldi er og hversu miklu þessir ferðamenn eyða hefur mjög mikil áhrif á krónuna okkar og þar með á verðlag á innfluttum vörum,“ segir Björn. „Og það vegur ansi þung í innkaupakörfunni okkar og verðbólgunni.“ Með styrkingu krónunnar verði ódýrara að flytja vörur inn, sem dragi svo úr verðbólgunni. Þannig að eldgos er ekki endilega það versta? „Nei, ekki þannig lagað,“ svarar Björn og hlær. „En manstu umræðuna um það hvernig þetta getur nú snúist í höndunum á okkur ef þetta fer að hafa neikvæð áhrif á getu okkar til að taka á móti ferðamönnum, ef þetta fer til dæmis að hafa áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar? Þá getur þetta snúist upp í andhverfu sína.“ Björn segir hins vegar að síðustu gos, sem menn töluðu um sem „túristagos“, hefðu líklega haft töluverð jákvæð áhrif á efnhaginn. „Bæði vegna þess að þau vöktu athygli á landinu en líka vegna þess að þau fjölguðu komum ferðamanna til landsins. Og það er jákvætt fyrir okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Efnahagsmál Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Björn og bað hann um að gefa sér að jarðhræringarnar sem nú standa yfir enduðu í gosi og að gosið myndi verða til þess að auka ferðamannastrauminn hingað til lands. Hvaða áhrif hefði það, til dæmis á verðbólguna? Björn segir tvö svör við spurningunni. Langa svarið sé að menn hafi reynt að leggja mat á virði einstaka ferðamanns í krónum og aurum en það væri flókið og ylti meðal annars á því hvaðan menn væru að koma og hversu lengi þeir dveldu. „Stutta svarið er að ferðamennska er okkar helsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein í dag og sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þá styður hún mjög við krónuna. Við fáum mikinn gjaldeyri inn í vösunum á ferðamönnum og hversu mikill sá fjöldi er og hversu miklu þessir ferðamenn eyða hefur mjög mikil áhrif á krónuna okkar og þar með á verðlag á innfluttum vörum,“ segir Björn. „Og það vegur ansi þung í innkaupakörfunni okkar og verðbólgunni.“ Með styrkingu krónunnar verði ódýrara að flytja vörur inn, sem dragi svo úr verðbólgunni. Þannig að eldgos er ekki endilega það versta? „Nei, ekki þannig lagað,“ svarar Björn og hlær. „En manstu umræðuna um það hvernig þetta getur nú snúist í höndunum á okkur ef þetta fer að hafa neikvæð áhrif á getu okkar til að taka á móti ferðamönnum, ef þetta fer til dæmis að hafa áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar? Þá getur þetta snúist upp í andhverfu sína.“ Björn segir hins vegar að síðustu gos, sem menn töluðu um sem „túristagos“, hefðu líklega haft töluverð jákvæð áhrif á efnhaginn. „Bæði vegna þess að þau vöktu athygli á landinu en líka vegna þess að þau fjölguðu komum ferðamanna til landsins. Og það er jákvætt fyrir okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Efnahagsmál Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira