Kanervo lék með Stjörnunni tímabilið 2018-19 og varð bikarmeistari með liðinu. Í deildakeppninni var Kanervo með 17,5 stig, 3,2 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.
Kanervo kemur til Stjörnunnar frá Helskinki Seagulls í heimalandinu. Mávarnir urðu finnskir meistarar í fyrsta sinn á síðasta tímabili.
Auk Kanervos hefur Stjarnan endurheimt Ægi Þór Steinarsson og fengið Frakkann Kevin Kone.
Stjarnan endaði í 8. sæti Subway deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Val, 3-1, í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.