Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum Eiður Þór Árnason skrifar 6. júlí 2023 12:05 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og Wouter van Wersch, Head of Region & Sales Europe hjá Airbus. Icelandair Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila. Enn á eftir að ganga fjármögnun kaupanna og hyggst Icelandair kanna fjármögnunarleiðir þegar nær dregur afhendingu. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Þetta er ekki einu Airbus farþegaþoturnar sem eru á leiðinni til flugfélagsins en það hefur nú náð samningum við SMBC Aviation Capital Limited, einn af núverandi flugvélaleigusölum Icelandair, um langtímaleigu á fjórum Airbus A321LR farþegaþotum sem áætlað er að verði afhendar á fjórða ársfjórðungi 2024. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilkynningu að A321XLR þoturnar komi til með að styrkja viðskiptalíkan Icelandair, auka sveigjanleika í rekstri og veita tækifæri á frekari vexti, auk þess að styðja við sjálfbærnivegferð flugfélagsins. Von sé á fyrstu A321XLR farþegaþotunni árið 2029 en hann geri ráð fyrir því að vera með fjórar Airbus A321LR þotur í rekstri fyrir sumarið 2025 nú þegar samið hefur verið við SMBC Aviation Capital Limited um leigu á flugvélunum. Airbus A321 sýnd í litum Icelandair.Icelandair Koma í stað Boeing 757 „Við erum ánægð og þakklát Icelandair fyrir traust sitt á Airbus og tökum stolt á móti flugfélaginu sem nýjum viðskiptavini. Við höfum fulla trú á því að framúrskarandi eiginleikar A321XLR muni styðja við sjálfbæran vöxt Icelandair og hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum um minni útblástur,“ segir Christian Scherer, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Airbus, í tilkynningu. Icelandair vinnur nú að endurnýjun flugflotans og hefur gefið út að Airbus A321LR og A321XLR muni endanlega leysa Boeing 757 vélar félagsins af hólmi sem hafa þjónað því frá árinu 1990. Boeing 757, 767 og 737 MAX flugvélarnar munu halda áfram að gegna hlutverki í rekstri Icelandair á komandi árum. Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupunum á hinum langdrægu A321XLR en XLR stendur fyrir extra long range eða mjög langt flugþol. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. Lækki rekstrarkostnað Icelandair hefur sagt að Airbus flugvélategundirnar sem hér um ræðir búi bæði yfir mikilli drægni og séu af nýrri kynslóð sparneytnari og umhverfisvænni flugvéla. „Þessar flugvélar eru með þeim hagkvæmustu sem völ er á og munu stuðla að lækkun rekstrarkostnaðar, styðja við loftslagsmarkmið Icelandair, og bjóða farþegum þægindi og ánægjulega upplifun. Vélarnar rúma um 190 farþega en til samanburðar rúma Boeing 757 flugvélar félagsins 183 farþega, Boeing 737 MAX-8 160 farþega og Boeing 737 MAX-9 178 farþega,“ sagði í tilkynningu í apríl. „Airbus A321XLR flugvélin hefur allt að 8.700 kílómetra drægni sem gerir Icelandair kleift að nýta vélina á fjarlægari áfangastaði í núverandi leiðakerfi ásamt því að skapa tækifæri til þess að fljúga á nýja áfangastaði. Airbus A321LR flugvélin hefur allt að 7.400 kílómetra drægni sem gerir Icelandair kleift að nýta hana í núverandi leiðakerfi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Icelandair Kauphöllin Airbus Tengdar fréttir Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður. 20. apríl 2023 09:29 Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Enn á eftir að ganga fjármögnun kaupanna og hyggst Icelandair kanna fjármögnunarleiðir þegar nær dregur afhendingu. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Þetta er ekki einu Airbus farþegaþoturnar sem eru á leiðinni til flugfélagsins en það hefur nú náð samningum við SMBC Aviation Capital Limited, einn af núverandi flugvélaleigusölum Icelandair, um langtímaleigu á fjórum Airbus A321LR farþegaþotum sem áætlað er að verði afhendar á fjórða ársfjórðungi 2024. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilkynningu að A321XLR þoturnar komi til með að styrkja viðskiptalíkan Icelandair, auka sveigjanleika í rekstri og veita tækifæri á frekari vexti, auk þess að styðja við sjálfbærnivegferð flugfélagsins. Von sé á fyrstu A321XLR farþegaþotunni árið 2029 en hann geri ráð fyrir því að vera með fjórar Airbus A321LR þotur í rekstri fyrir sumarið 2025 nú þegar samið hefur verið við SMBC Aviation Capital Limited um leigu á flugvélunum. Airbus A321 sýnd í litum Icelandair.Icelandair Koma í stað Boeing 757 „Við erum ánægð og þakklát Icelandair fyrir traust sitt á Airbus og tökum stolt á móti flugfélaginu sem nýjum viðskiptavini. Við höfum fulla trú á því að framúrskarandi eiginleikar A321XLR muni styðja við sjálfbæran vöxt Icelandair og hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum um minni útblástur,“ segir Christian Scherer, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Airbus, í tilkynningu. Icelandair vinnur nú að endurnýjun flugflotans og hefur gefið út að Airbus A321LR og A321XLR muni endanlega leysa Boeing 757 vélar félagsins af hólmi sem hafa þjónað því frá árinu 1990. Boeing 757, 767 og 737 MAX flugvélarnar munu halda áfram að gegna hlutverki í rekstri Icelandair á komandi árum. Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupunum á hinum langdrægu A321XLR en XLR stendur fyrir extra long range eða mjög langt flugþol. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. Lækki rekstrarkostnað Icelandair hefur sagt að Airbus flugvélategundirnar sem hér um ræðir búi bæði yfir mikilli drægni og séu af nýrri kynslóð sparneytnari og umhverfisvænni flugvéla. „Þessar flugvélar eru með þeim hagkvæmustu sem völ er á og munu stuðla að lækkun rekstrarkostnaðar, styðja við loftslagsmarkmið Icelandair, og bjóða farþegum þægindi og ánægjulega upplifun. Vélarnar rúma um 190 farþega en til samanburðar rúma Boeing 757 flugvélar félagsins 183 farþega, Boeing 737 MAX-8 160 farþega og Boeing 737 MAX-9 178 farþega,“ sagði í tilkynningu í apríl. „Airbus A321XLR flugvélin hefur allt að 8.700 kílómetra drægni sem gerir Icelandair kleift að nýta vélina á fjarlægari áfangastaði í núverandi leiðakerfi ásamt því að skapa tækifæri til þess að fljúga á nýja áfangastaði. Airbus A321LR flugvélin hefur allt að 7.400 kílómetra drægni sem gerir Icelandair kleift að nýta hana í núverandi leiðakerfi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Icelandair Kauphöllin Airbus Tengdar fréttir Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður. 20. apríl 2023 09:29 Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður. 20. apríl 2023 09:29
Ný þota gefur færi á beinu flugi til Mexíkó og Indlands Tækifæri Íslendinga til að komast í beint flug til fjarlægari áfangastaða gætu stóraukist með kaupum Icelandair á langdrægum Airbus-þotum. Kalifornía, Mexíkó, Texas og jafnvel Suður-Ameríka en einnig Indland og Norður-Afríka gætu þannig bæst í leiðakerfið. 17. apríl 2023 20:50
Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12