Verðmat Reita enn langt yfir markaðsvirði
![Líkleg standa hóteleignir á bak við hluta rauntekjuvaxtar Reita á milli ára, segir í hlutabréfagreinandi.](https://www.visir.is/i/2BF70068F4D1C11A7EFDE3BD69ADE7BD61E8E4FB425C3D7113FE003F23898511_713x0.jpg)
Verðmat Jakobsson Capital á Reitum lækkaði lítillega á milli ársfjórðunga. Verðmatið er um 54 prósentum hærra en markaðsvirðið. Raunvöxtur í leigutekjum var tvö prósent á milli ára. Sennilega standa hóteleignir á baki við hluta rauntekjuvaxtar milli ára. Reitir eru þyngstir í hóteleignum af öllum fasteignafélögunum.