Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2023 18:11 Britney ætlaði að biðja Wembanyama um mynd af sér með honum en fékk kjaftshögg í staðinn. Hún hefur tilkynnt atvikið sem líkamsárás til lögreglu. AP Britney Spears var slegin utan undir af öryggisverði með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina þegar hún leitaðist eftir mynd með körfuboltamanninum Victor Wembanyama í Las Vegas í gær. Tmz greindi fyrst frá fréttinni. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í gærkvöldi. Tónlistarkonan ætlaði að fá sér kvöldmat á veitingastaðnum ásamt Sam Asghari, eiginmanni sínum, og tveimur öðrum. Aðdáendur þyrptust að henni þegar hún kom inn í spilavítið. Þegar hópurinn kom inn á veitingastaðinn sá Britney Wembanyama og ákvað, sem aðdáandi körfuboltamannsins franska, að biðja um mynd af sér með honum. Hún hafi þá farið upp að körfuboltamanninum og bankað á öxl hans. Þá hafi öryggisvörður hans samstundis gefið henni bakhandarhögg með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar og gleraugun duttu af höfði hennar. Búin að tilkynna atvikið til lögreglu Sjónarvottar segja að Britney hafi náð að stilla sig af í kjölfarið og snúið aftur á borðið sitt. Samkvæmt upplýsingum TMZ er maðurinn Damian Smith, yfirmaður öryggisteymis San Antonio Spurs, liðsins sem tók Wembanyama í nýliðavalinu í síðasta mánuði. Eftir atvikið hafi Smith farið til Britney og beðið hana afsökunar. Hún tók afsökunarbeiðninni en hefur hins vegar tilkynnt atvikið til lögreglu þar sem hún sakar öryggisvörðinn um líkamsárás. Ekki ljóst hvernig rannsókn vindur fram Upplýsingar TMZ um gang málsins hjá lögreglu virðast ekki alveg skotheldar. Í fyrstu sögðu þau að lögreglan hefði farið yfir öryggismyndavélar til að skoða atvikið og þá hafi komið í ljós að Smith hafi ýtt hönd Britneyar í burtu og hönd hennar hafi slegist framan í hana. Síðan kom fram að lögreglan ætlaði ekki að rannsaka málið þar sem þeir hefðu komist að því að Smith hafi ekki ætlað sér að meiða Britney heldur aðeins verið að verja Wembanyama. Nýjustu upplýsingar götumiðilsins herma nú að lögreglan taki atvikinu „jafn alvarlega og hjartaáfalli“ og sé að rannsaka málið sem glæparannsókn. Þá herma heimildarmenn TMZ að Britney hafi fundað með yfirmönnum lögreglunnar í Las Vegas til að ræða málið. Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01 Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30 Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Tmz greindi fyrst frá fréttinni. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í gærkvöldi. Tónlistarkonan ætlaði að fá sér kvöldmat á veitingastaðnum ásamt Sam Asghari, eiginmanni sínum, og tveimur öðrum. Aðdáendur þyrptust að henni þegar hún kom inn í spilavítið. Þegar hópurinn kom inn á veitingastaðinn sá Britney Wembanyama og ákvað, sem aðdáandi körfuboltamannsins franska, að biðja um mynd af sér með honum. Hún hafi þá farið upp að körfuboltamanninum og bankað á öxl hans. Þá hafi öryggisvörður hans samstundis gefið henni bakhandarhögg með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar og gleraugun duttu af höfði hennar. Búin að tilkynna atvikið til lögreglu Sjónarvottar segja að Britney hafi náð að stilla sig af í kjölfarið og snúið aftur á borðið sitt. Samkvæmt upplýsingum TMZ er maðurinn Damian Smith, yfirmaður öryggisteymis San Antonio Spurs, liðsins sem tók Wembanyama í nýliðavalinu í síðasta mánuði. Eftir atvikið hafi Smith farið til Britney og beðið hana afsökunar. Hún tók afsökunarbeiðninni en hefur hins vegar tilkynnt atvikið til lögreglu þar sem hún sakar öryggisvörðinn um líkamsárás. Ekki ljóst hvernig rannsókn vindur fram Upplýsingar TMZ um gang málsins hjá lögreglu virðast ekki alveg skotheldar. Í fyrstu sögðu þau að lögreglan hefði farið yfir öryggismyndavélar til að skoða atvikið og þá hafi komið í ljós að Smith hafi ýtt hönd Britneyar í burtu og hönd hennar hafi slegist framan í hana. Síðan kom fram að lögreglan ætlaði ekki að rannsaka málið þar sem þeir hefðu komist að því að Smith hafi ekki ætlað sér að meiða Britney heldur aðeins verið að verja Wembanyama. Nýjustu upplýsingar götumiðilsins herma nú að lögreglan taki atvikinu „jafn alvarlega og hjartaáfalli“ og sé að rannsaka málið sem glæparannsókn. Þá herma heimildarmenn TMZ að Britney hafi fundað með yfirmönnum lögreglunnar í Las Vegas til að ræða málið.
Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01 Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30 Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. 27. júní 2023 14:01
Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. 3. mars 2023 13:30
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið