Svona verður skurðarhnífnum beitt á heimsleikunum í CrossFit í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2023 10:01 Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana en hún æfir heima á Íslandi. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir vita hér með hvað þau þurfa að gera til að fá að keppa á lokadegi heimsleikanna í haust. CrossFit samtökin hafa nú sent öllum keppendum póst þar sem kemur fram hvernig niðurskurðurinn verður á heimsmeistaramótinu. Þar kom meðal annars fram að aðeins tuttugu efstu í karla- og kvennaflokki fá að keppa á lokadegi heimsleikanna sem er sunnudagurinn 6. ágúst. Alls mæta fjörutíu konur og fjörutíu karlar til leiks en þau unnu sér öll þátttökurétt með frábærri frammistöðu í undanúrslitamótunum. Niðurskurðurinn hefst strax eftir tvo fyrstu keppnisdagana sem eru fimmtudagur og föstudagur. Eftir þá verður skorið niður um tíu keppendur og aðeins þrjátíu efstu fá því að keppa á laugardeginum 5. ágúst. Eftir hann verður síðan aftur skorið niður um tíu keppendur. Það hefur verið niðurskurður á ellefu af sautján heimsleikum sögunnar en enginn þeirra var þó eins umdeildur og sá árið 2019. Þá var skorið niður í tíu keppendur í lokin og það áður en margar af hinum hefðbundnu CrossFit æfingum voru á dagskrá. Það þótti mörgum mjög ósanngjarnt en ein af fórnarlömbunum var einmitt Anníe Mist Þórisdóttir. Árið 2019 var líka mjög sérstakt því þá komust 141 karl og 129 kona í úrslitin og síðan var skorið mjög grimmt niður alla keppnina. Það var enginn niðurskurður á árunum 2015 til 2019 en það þrengir augljóslega að möguleikum mótshaldara þegar keppendur eru svo margir. Það fylgir sögunni að þeir keppendur sem detta út eftir niðurskurð er ekki vísað í burtu. Þeir mega vera áfram á svæðinu, fylgjast með og hvetja hina keppendurna. Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa líka tryggt sér sæti á leikunum, Breki mun keppa í aðlöguðum flokki á meðan að Bergrós keppir í flokki 16-17 ára stúlkna. Það er enginn niðurskurður í þeim flokkum enda mun færri sem komust á heimsleikana í þeim. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú sent öllum keppendum póst þar sem kemur fram hvernig niðurskurðurinn verður á heimsmeistaramótinu. Þar kom meðal annars fram að aðeins tuttugu efstu í karla- og kvennaflokki fá að keppa á lokadegi heimsleikanna sem er sunnudagurinn 6. ágúst. Alls mæta fjörutíu konur og fjörutíu karlar til leiks en þau unnu sér öll þátttökurétt með frábærri frammistöðu í undanúrslitamótunum. Niðurskurðurinn hefst strax eftir tvo fyrstu keppnisdagana sem eru fimmtudagur og föstudagur. Eftir þá verður skorið niður um tíu keppendur og aðeins þrjátíu efstu fá því að keppa á laugardeginum 5. ágúst. Eftir hann verður síðan aftur skorið niður um tíu keppendur. Það hefur verið niðurskurður á ellefu af sautján heimsleikum sögunnar en enginn þeirra var þó eins umdeildur og sá árið 2019. Þá var skorið niður í tíu keppendur í lokin og það áður en margar af hinum hefðbundnu CrossFit æfingum voru á dagskrá. Það þótti mörgum mjög ósanngjarnt en ein af fórnarlömbunum var einmitt Anníe Mist Þórisdóttir. Árið 2019 var líka mjög sérstakt því þá komust 141 karl og 129 kona í úrslitin og síðan var skorið mjög grimmt niður alla keppnina. Það var enginn niðurskurður á árunum 2015 til 2019 en það þrengir augljóslega að möguleikum mótshaldara þegar keppendur eru svo margir. Það fylgir sögunni að þeir keppendur sem detta út eftir niðurskurð er ekki vísað í burtu. Þeir mega vera áfram á svæðinu, fylgjast með og hvetja hina keppendurna. Breki Þórðarson og Bergrós Björnsdóttir hafa líka tryggt sér sæti á leikunum, Breki mun keppa í aðlöguðum flokki á meðan að Bergrós keppir í flokki 16-17 ára stúlkna. Það er enginn niðurskurður í þeim flokkum enda mun færri sem komust á heimsleikana í þeim. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira