Fá sekt vegna dulinna auglýsinga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2023 13:07 LXS hópurinn á frumsýningarpartýi þáttanna, sem haldið var á Bankastræti. Rakel Rún Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn hf. vegna dulinna auglýsinga í innslögum í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fyrirtækið ekki hafa fengið greitt fyrir neinar auglýsingar sem sektað er fyrir. Raunveruleikasjónvarp sé þess eðlis að vörumerki birtist í þáttunum án þess að um kostaða auglýsingu sé að ræða. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar eru tildrög málsins rakin. Segir þar að ábending hafi borist Fjölmiðlanefnd þar sem vakin var athygli á duldum auglýsingum sem mætti finna í LXS-þáttunum. Við ákvörðun sektar, sem nemur 500 þúsund krónum, var litið til þess að Sýn hafi áður gerst brotlegt gegn lögum um fjölmiðla sem kveða á um dulin viðskiptabrot. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar eru brotin talin upp. Í þáttunum er minnst á ýmis fyrirtæki, svo sem World Class, Glamista hair hárlenginamerki, Marc Inbane brúnkukrem og bílaumboðið Heklu. „Á meðan áhrifavaldurinn situr í bílnum og lætur fyrrgreind ummæli falla eru sýndar nærmyndir af bílnum frá nokkrum hliðum. Þar á eftir fer hún í „Audi-salinn“ hjá Heklu til að kíkja á „GT Audi“ 4 rafmagnsbílinn sem áhrifavaldurinn segist ekki vera „neitt eðlilega spennt“ fyrir,“ segir um eitt innslagið í ákvörðuninni. Við upphaf innslaganna birtist textinn „ekki kostuð auglýsing“ með hástöfum í um fimm sekúndur í vinstra horni skjásins. Byggist á raunverulegu lífi Fram kom í svörum Sýnar til Fjölmiðlanefndar að einu kostendur þáttanna væru World Class og Hagkaup en að öðru leyti hafi Sýn ekki hlotið greiðslur eða hlunnindi vegna vörumerkja sem voru nefnd í þáttunum. Þóra Clausen.vísir „Við erum enn þá að skoða þetta mál, við höfum átt langt samtal við Fjölmiðlanefnd út af þessu máli. Þau vilja meina að þetta séu duldar auglýsingar en við erum bara með raunveruleikaþátt sem byggir á því að fylgja fólki í þeirra lífi og störfum. Þá getur það gerst að það birtast einhver fyrirtæki eða annað slíkt í bakgrunni. Það var í engu tilfelli í þessari þáttaröð sem við fengum greiðslu, sem mér skilst að Fjölmiðlanefnd vill meina að hafi gerst,“ segir Þóra Björg Clausen dagskrárstjóri Stöðvar 2 í samtali við Vísi. „Við erum að fylgjast þarna með, til dæmis, Birgittu Líf sem er að starfa í World class og raunveruleikaþáttaformið byggir á því að við fylgjumst með þeim í þeirra raunverulega lífi.“ Þóra segir að há sektin sé blaut tuska í andlitið. „Það er stutt síðan Rúv var talið brotlegt fyrir að auglýsa verslun sem selur eingöngu nikótínpúða en slapp við sekt. Væntanlega þar sem það er fyrsta mál sem tengist nikótínpúðum en það er langt því frá fyrsta brot þeirra. Í jafn erfiðu samkeppnisumhverfi og við erum er ákveðinn skellur að einkareknu fjölmiðlarnir séu teknir svona fyrir en farið, að því er virðist, aðeins mýkri höndum um ríkisfjölmiðilinn,“ segir Þóra Björg. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Bíó og sjónvarp Sýn Tengdar fréttir Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05 Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar eru tildrög málsins rakin. Segir þar að ábending hafi borist Fjölmiðlanefnd þar sem vakin var athygli á duldum auglýsingum sem mætti finna í LXS-þáttunum. Við ákvörðun sektar, sem nemur 500 þúsund krónum, var litið til þess að Sýn hafi áður gerst brotlegt gegn lögum um fjölmiðla sem kveða á um dulin viðskiptabrot. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar eru brotin talin upp. Í þáttunum er minnst á ýmis fyrirtæki, svo sem World Class, Glamista hair hárlenginamerki, Marc Inbane brúnkukrem og bílaumboðið Heklu. „Á meðan áhrifavaldurinn situr í bílnum og lætur fyrrgreind ummæli falla eru sýndar nærmyndir af bílnum frá nokkrum hliðum. Þar á eftir fer hún í „Audi-salinn“ hjá Heklu til að kíkja á „GT Audi“ 4 rafmagnsbílinn sem áhrifavaldurinn segist ekki vera „neitt eðlilega spennt“ fyrir,“ segir um eitt innslagið í ákvörðuninni. Við upphaf innslaganna birtist textinn „ekki kostuð auglýsing“ með hástöfum í um fimm sekúndur í vinstra horni skjásins. Byggist á raunverulegu lífi Fram kom í svörum Sýnar til Fjölmiðlanefndar að einu kostendur þáttanna væru World Class og Hagkaup en að öðru leyti hafi Sýn ekki hlotið greiðslur eða hlunnindi vegna vörumerkja sem voru nefnd í þáttunum. Þóra Clausen.vísir „Við erum enn þá að skoða þetta mál, við höfum átt langt samtal við Fjölmiðlanefnd út af þessu máli. Þau vilja meina að þetta séu duldar auglýsingar en við erum bara með raunveruleikaþátt sem byggir á því að fylgja fólki í þeirra lífi og störfum. Þá getur það gerst að það birtast einhver fyrirtæki eða annað slíkt í bakgrunni. Það var í engu tilfelli í þessari þáttaröð sem við fengum greiðslu, sem mér skilst að Fjölmiðlanefnd vill meina að hafi gerst,“ segir Þóra Björg Clausen dagskrárstjóri Stöðvar 2 í samtali við Vísi. „Við erum að fylgjast þarna með, til dæmis, Birgittu Líf sem er að starfa í World class og raunveruleikaþáttaformið byggir á því að við fylgjumst með þeim í þeirra raunverulega lífi.“ Þóra segir að há sektin sé blaut tuska í andlitið. „Það er stutt síðan Rúv var talið brotlegt fyrir að auglýsa verslun sem selur eingöngu nikótínpúða en slapp við sekt. Væntanlega þar sem það er fyrsta mál sem tengist nikótínpúðum en það er langt því frá fyrsta brot þeirra. Í jafn erfiðu samkeppnisumhverfi og við erum er ákveðinn skellur að einkareknu fjölmiðlarnir séu teknir svona fyrir en farið, að því er virðist, aðeins mýkri höndum um ríkisfjölmiðilinn,“ segir Þóra Björg. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Bíó og sjónvarp Sýn Tengdar fréttir Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05 Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05
Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01