Mannréttindi eiga að vera í forgangi Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. júlí 2023 16:00 Vandræðagangurinn á matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, virðist ómælanlegur þegar litið er til stjórn hennar á sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Frumvörp hennar um stjórn fiskveiða hafa annað hvort miðað að því að færa fleiri nytjategundir inn í gjafakvótakerfið á borð við grásleppuna eða hleypa togskipum með óheftu vélarafli upp í fjöru. Umrædd þingmál er hvergi að finna í stefnuskrá Vinstri Grænna. Hér virðist sem hún hafi tekið upp mál forvera síns í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar, og gert að sínum. Í sömu mund virðir hún vettugi skýra stefnu flokks síns um að efla strandveiðar. Ekki hefur hún lagt neitt til um að auka og efla strandveiðar heldur snúast frumvörp hennar um að skipta niður einhverri hungurlús til strandveiðimanna. Hún réð jú fyrrverandi forstjóra Granda í það hlutverk að sverta strandveiðar í löngu máli undir slagorðinu „Auðlindin okkar.“ Ef litið er út frá sjónarhóli markmiða laga um stjórn fiskveiða um að tryggja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar með byggðafestu og auknum fiskafla, þá er augljóst að kvótakerfið hefur brugðist. Kerfið hefur brotið í bága við réttlætiskennd þjóðarinnar og hlotið áfellisdóm hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna. Íslensk stjórnvöld lofuðu að bregðast við áliti mannréttindanefndarinnar og var fyrsti liðurinn í því að koma á strandveiðikerfinu, en því samhliða var lofað að endurskoða fiskveiðikerfið með það að markmiði að auka jafnræði borgaranna til þess að nýta og njóta sameiginlegra auðlinda í efnahagslögsögunni. Það er alveg ljóst að strandveiðar falla að öllum yfirlýstu markmiðum laga um stjórn fiskveiða. Strandveiðar tryggja byggðafestu, undirstrika að auðlindin er í eigu íslensku þjóðarinnar og strandveiðiaflinn er jafnan seldur á frjálsum fiskmörkuðum, þar sem allir landsmenn geta keypt. Að lokum þá stuðla handfæraveiðar að verndun og hagkvæmri nýtingu, þar sem ekki er nokkur lifandi leið að ofveiða fiskistofna með handfærum. Þessar staðreyndir virðist vera mjög framandi fyrir ráðherra Vinstri Grænna sem setur hagsmuni aflmikilla togskipa og sjávarútvegsrisanna í algeran forgang. Mannréttindi eiga ekki að mæta afgangi Flokkur fólksins krefst þess að matvælaráðherra tryggi strandveiðibátum þegar í stað að minnsta kosti 48 veiðidaga í ár. Setjum mannréttindi og jafnræði í forgang. Þessi sjónarmið mega aldrei mæta afgangi. Ef matvælaráðherra stöðvar veiðarnar á þeim forsendum að einhver hungurlús sem hún skammtaði sjálf er uppurin, þá er það pólitískur yfirdrepsskapur og lýsir pólitísku kjarkleysi. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mannréttindi Flokkur fólksins Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Vandræðagangurinn á matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, virðist ómælanlegur þegar litið er til stjórn hennar á sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Frumvörp hennar um stjórn fiskveiða hafa annað hvort miðað að því að færa fleiri nytjategundir inn í gjafakvótakerfið á borð við grásleppuna eða hleypa togskipum með óheftu vélarafli upp í fjöru. Umrædd þingmál er hvergi að finna í stefnuskrá Vinstri Grænna. Hér virðist sem hún hafi tekið upp mál forvera síns í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar, og gert að sínum. Í sömu mund virðir hún vettugi skýra stefnu flokks síns um að efla strandveiðar. Ekki hefur hún lagt neitt til um að auka og efla strandveiðar heldur snúast frumvörp hennar um að skipta niður einhverri hungurlús til strandveiðimanna. Hún réð jú fyrrverandi forstjóra Granda í það hlutverk að sverta strandveiðar í löngu máli undir slagorðinu „Auðlindin okkar.“ Ef litið er út frá sjónarhóli markmiða laga um stjórn fiskveiða um að tryggja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar með byggðafestu og auknum fiskafla, þá er augljóst að kvótakerfið hefur brugðist. Kerfið hefur brotið í bága við réttlætiskennd þjóðarinnar og hlotið áfellisdóm hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna. Íslensk stjórnvöld lofuðu að bregðast við áliti mannréttindanefndarinnar og var fyrsti liðurinn í því að koma á strandveiðikerfinu, en því samhliða var lofað að endurskoða fiskveiðikerfið með það að markmiði að auka jafnræði borgaranna til þess að nýta og njóta sameiginlegra auðlinda í efnahagslögsögunni. Það er alveg ljóst að strandveiðar falla að öllum yfirlýstu markmiðum laga um stjórn fiskveiða. Strandveiðar tryggja byggðafestu, undirstrika að auðlindin er í eigu íslensku þjóðarinnar og strandveiðiaflinn er jafnan seldur á frjálsum fiskmörkuðum, þar sem allir landsmenn geta keypt. Að lokum þá stuðla handfæraveiðar að verndun og hagkvæmri nýtingu, þar sem ekki er nokkur lifandi leið að ofveiða fiskistofna með handfærum. Þessar staðreyndir virðist vera mjög framandi fyrir ráðherra Vinstri Grænna sem setur hagsmuni aflmikilla togskipa og sjávarútvegsrisanna í algeran forgang. Mannréttindi eiga ekki að mæta afgangi Flokkur fólksins krefst þess að matvælaráðherra tryggi strandveiðibátum þegar í stað að minnsta kosti 48 veiðidaga í ár. Setjum mannréttindi og jafnræði í forgang. Þessi sjónarmið mega aldrei mæta afgangi. Ef matvælaráðherra stöðvar veiðarnar á þeim forsendum að einhver hungurlús sem hún skammtaði sjálf er uppurin, þá er það pólitískur yfirdrepsskapur og lýsir pólitísku kjarkleysi. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun