Mannréttindi eiga að vera í forgangi Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. júlí 2023 16:00 Vandræðagangurinn á matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, virðist ómælanlegur þegar litið er til stjórn hennar á sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Frumvörp hennar um stjórn fiskveiða hafa annað hvort miðað að því að færa fleiri nytjategundir inn í gjafakvótakerfið á borð við grásleppuna eða hleypa togskipum með óheftu vélarafli upp í fjöru. Umrædd þingmál er hvergi að finna í stefnuskrá Vinstri Grænna. Hér virðist sem hún hafi tekið upp mál forvera síns í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar, og gert að sínum. Í sömu mund virðir hún vettugi skýra stefnu flokks síns um að efla strandveiðar. Ekki hefur hún lagt neitt til um að auka og efla strandveiðar heldur snúast frumvörp hennar um að skipta niður einhverri hungurlús til strandveiðimanna. Hún réð jú fyrrverandi forstjóra Granda í það hlutverk að sverta strandveiðar í löngu máli undir slagorðinu „Auðlindin okkar.“ Ef litið er út frá sjónarhóli markmiða laga um stjórn fiskveiða um að tryggja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar með byggðafestu og auknum fiskafla, þá er augljóst að kvótakerfið hefur brugðist. Kerfið hefur brotið í bága við réttlætiskennd þjóðarinnar og hlotið áfellisdóm hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna. Íslensk stjórnvöld lofuðu að bregðast við áliti mannréttindanefndarinnar og var fyrsti liðurinn í því að koma á strandveiðikerfinu, en því samhliða var lofað að endurskoða fiskveiðikerfið með það að markmiði að auka jafnræði borgaranna til þess að nýta og njóta sameiginlegra auðlinda í efnahagslögsögunni. Það er alveg ljóst að strandveiðar falla að öllum yfirlýstu markmiðum laga um stjórn fiskveiða. Strandveiðar tryggja byggðafestu, undirstrika að auðlindin er í eigu íslensku þjóðarinnar og strandveiðiaflinn er jafnan seldur á frjálsum fiskmörkuðum, þar sem allir landsmenn geta keypt. Að lokum þá stuðla handfæraveiðar að verndun og hagkvæmri nýtingu, þar sem ekki er nokkur lifandi leið að ofveiða fiskistofna með handfærum. Þessar staðreyndir virðist vera mjög framandi fyrir ráðherra Vinstri Grænna sem setur hagsmuni aflmikilla togskipa og sjávarútvegsrisanna í algeran forgang. Mannréttindi eiga ekki að mæta afgangi Flokkur fólksins krefst þess að matvælaráðherra tryggi strandveiðibátum þegar í stað að minnsta kosti 48 veiðidaga í ár. Setjum mannréttindi og jafnræði í forgang. Þessi sjónarmið mega aldrei mæta afgangi. Ef matvælaráðherra stöðvar veiðarnar á þeim forsendum að einhver hungurlús sem hún skammtaði sjálf er uppurin, þá er það pólitískur yfirdrepsskapur og lýsir pólitísku kjarkleysi. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mannréttindi Flokkur fólksins Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Vandræðagangurinn á matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, virðist ómælanlegur þegar litið er til stjórn hennar á sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Frumvörp hennar um stjórn fiskveiða hafa annað hvort miðað að því að færa fleiri nytjategundir inn í gjafakvótakerfið á borð við grásleppuna eða hleypa togskipum með óheftu vélarafli upp í fjöru. Umrædd þingmál er hvergi að finna í stefnuskrá Vinstri Grænna. Hér virðist sem hún hafi tekið upp mál forvera síns í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar, og gert að sínum. Í sömu mund virðir hún vettugi skýra stefnu flokks síns um að efla strandveiðar. Ekki hefur hún lagt neitt til um að auka og efla strandveiðar heldur snúast frumvörp hennar um að skipta niður einhverri hungurlús til strandveiðimanna. Hún réð jú fyrrverandi forstjóra Granda í það hlutverk að sverta strandveiðar í löngu máli undir slagorðinu „Auðlindin okkar.“ Ef litið er út frá sjónarhóli markmiða laga um stjórn fiskveiða um að tryggja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar með byggðafestu og auknum fiskafla, þá er augljóst að kvótakerfið hefur brugðist. Kerfið hefur brotið í bága við réttlætiskennd þjóðarinnar og hlotið áfellisdóm hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna. Íslensk stjórnvöld lofuðu að bregðast við áliti mannréttindanefndarinnar og var fyrsti liðurinn í því að koma á strandveiðikerfinu, en því samhliða var lofað að endurskoða fiskveiðikerfið með það að markmiði að auka jafnræði borgaranna til þess að nýta og njóta sameiginlegra auðlinda í efnahagslögsögunni. Það er alveg ljóst að strandveiðar falla að öllum yfirlýstu markmiðum laga um stjórn fiskveiða. Strandveiðar tryggja byggðafestu, undirstrika að auðlindin er í eigu íslensku þjóðarinnar og strandveiðiaflinn er jafnan seldur á frjálsum fiskmörkuðum, þar sem allir landsmenn geta keypt. Að lokum þá stuðla handfæraveiðar að verndun og hagkvæmri nýtingu, þar sem ekki er nokkur lifandi leið að ofveiða fiskistofna með handfærum. Þessar staðreyndir virðist vera mjög framandi fyrir ráðherra Vinstri Grænna sem setur hagsmuni aflmikilla togskipa og sjávarútvegsrisanna í algeran forgang. Mannréttindi eiga ekki að mæta afgangi Flokkur fólksins krefst þess að matvælaráðherra tryggi strandveiðibátum þegar í stað að minnsta kosti 48 veiðidaga í ár. Setjum mannréttindi og jafnræði í forgang. Þessi sjónarmið mega aldrei mæta afgangi. Ef matvælaráðherra stöðvar veiðarnar á þeim forsendum að einhver hungurlús sem hún skammtaði sjálf er uppurin, þá er það pólitískur yfirdrepsskapur og lýsir pólitísku kjarkleysi. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar