Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 21:55 Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Þrír voru um borð og voru allir úrskurðaðir látnir á vettvangi. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi að embættið fari með rannsókn málsins ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa. Rannsókn er sögð á frumstigi og veitir lögregla ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. Boð barst Landhelgisgæslu frá neyðarsendi um borð í fjögurra sæta Cessna 172 flugvél nálægt Breiðdalsheiði klukkan 17:01. Ekki náðist samband við vélina og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Leitað var bæði úr lofti og af landi. Áhöfn Icelandair sá vélina Náði leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt og byggði á neyðarboðinu og vitnisburði sjónarvotta sem töldu sig hafa séð til vélarinnar. Lögreglan á Austurlandi tók einnig þátt í aðgerðum og var þeim stýrt af Landhelgisgæslunni úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Það var áhöfn flugvélar Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á flugvélina, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Áhöfn ferðaþjónustuþyrlu frá Möðrudal sem tók þátt í aðgerðum staðfesti svo fundinn og staðsetningu. Að lokum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki.
Þrír voru um borð og voru allir úrskurðaðir látnir á vettvangi. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi að embættið fari með rannsókn málsins ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa. Rannsókn er sögð á frumstigi og veitir lögregla ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. Boð barst Landhelgisgæslu frá neyðarsendi um borð í fjögurra sæta Cessna 172 flugvél nálægt Breiðdalsheiði klukkan 17:01. Ekki náðist samband við vélina og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Leitað var bæði úr lofti og af landi. Áhöfn Icelandair sá vélina Náði leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt og byggði á neyðarboðinu og vitnisburði sjónarvotta sem töldu sig hafa séð til vélarinnar. Lögreglan á Austurlandi tók einnig þátt í aðgerðum og var þeim stýrt af Landhelgisgæslunni úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Það var áhöfn flugvélar Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á flugvélina, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Áhöfn ferðaþjónustuþyrlu frá Möðrudal sem tók þátt í aðgerðum staðfesti svo fundinn og staðsetningu. Að lokum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki.
Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Lögreglumál Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. 9. júlí 2023 19:59 Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. 9. júlí 2023 18:05 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. 9. júlí 2023 19:59
Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. 9. júlí 2023 18:05