Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 21:55 Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Þrír voru um borð og voru allir úrskurðaðir látnir á vettvangi. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi að embættið fari með rannsókn málsins ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa. Rannsókn er sögð á frumstigi og veitir lögregla ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. Boð barst Landhelgisgæslu frá neyðarsendi um borð í fjögurra sæta Cessna 172 flugvél nálægt Breiðdalsheiði klukkan 17:01. Ekki náðist samband við vélina og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Leitað var bæði úr lofti og af landi. Áhöfn Icelandair sá vélina Náði leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt og byggði á neyðarboðinu og vitnisburði sjónarvotta sem töldu sig hafa séð til vélarinnar. Lögreglan á Austurlandi tók einnig þátt í aðgerðum og var þeim stýrt af Landhelgisgæslunni úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Það var áhöfn flugvélar Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á flugvélina, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Áhöfn ferðaþjónustuþyrlu frá Möðrudal sem tók þátt í aðgerðum staðfesti svo fundinn og staðsetningu. Að lokum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki.
Þrír voru um borð og voru allir úrskurðaðir látnir á vettvangi. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi að embættið fari með rannsókn málsins ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa. Rannsókn er sögð á frumstigi og veitir lögregla ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. Boð barst Landhelgisgæslu frá neyðarsendi um borð í fjögurra sæta Cessna 172 flugvél nálægt Breiðdalsheiði klukkan 17:01. Ekki náðist samband við vélina og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Leitað var bæði úr lofti og af landi. Áhöfn Icelandair sá vélina Náði leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt og byggði á neyðarboðinu og vitnisburði sjónarvotta sem töldu sig hafa séð til vélarinnar. Lögreglan á Austurlandi tók einnig þátt í aðgerðum og var þeim stýrt af Landhelgisgæslunni úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Það var áhöfn flugvélar Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á flugvélina, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Áhöfn ferðaþjónustuþyrlu frá Möðrudal sem tók þátt í aðgerðum staðfesti svo fundinn og staðsetningu. Að lokum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki.
Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Lögreglumál Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. 9. júlí 2023 19:59 Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. 9. júlí 2023 18:05 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. 9. júlí 2023 19:59
Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. 9. júlí 2023 18:05