Verður pláss fyrir börnin? Hörður Svavarsson skrifar 11. júlí 2023 10:30 Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi. Börn búa við þrengsli í leikskólum. Vandi barnanna er að þau eru of mörg í rýminu, en íslensk börn eru lengur í leikskólanum en börn í öðrum löndum. Þrengslin valda álagi á börnin, en líka á starfsfólkið. Og valkostir starfsfólksins umfram börnin eru að fullorðna fólkið getur forðað sér. Margir kennarar hafa fært sig úr leikskólanum yfir í grunnskólana þar sem vinnuumhverfi er með öðrum hætti. Ástandið í mörgum leikskólum hefur verið þannig undanfarin ár, að deildum er lokað fyrirvaralaust vegna manneklu og sumar deildir er ekki hægt að opna allan ársins hring vegna starfsmannaskorts. Við þessu ástandi reyna nú sum sveitarfélög að bregðast - og gera það án aðkomu ríkisins, sem er einhvern veginn alltaf stikkfrí hvað varðar leikskólann. Sveitarfélögin teikna upp plön um mismunandi aðgerðir og kalla það leiðir. Leiðir sem þau kenna svo við sveitarfélagið sitt af því þau eru stolt af því að vera lögð af stað í ferðalag með leikskólana sína. Einkenni þessara leiða er, að í fyrstu lotu er ekki farið alla leið. En það er verið að stíga skref um þessar mundir. Í Kópavogi hefur nú verið kynntur leiðarvísir til betri leikskóla í þrettán liðum. Mesta athygli hefur vakið ákvörðum bæjarins um sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla. Þar er stigið skref sem mögulega getur stytt langan skóladag sumra barna. Sumum fjölskyldum kann að henta svona fyrirkomulag vel. Fjölskyldur sem eiga fæðingarorlof, þar sem foreldri er ekki á vinnumarkaði og foreldrar sem hafa sveigjanlegan vinnutíma eða vinna ekki langan vinnudag, geta að líkindum nýtt sér þetta fyrirkomulag. Gjaldfrelsi í leikskólanum nær með þessu yfir lengri tíma en gjaldfrelsi í fyrstu bekkjum grunnskóla. Skólagjald í leikskólanum umfram sex klukkutímana er svo með svipuðu sniði og í Frístund grunnskólanna. Kópavogsbær, eða íbúar bæjarins, niðurgreiða áfram leikskólann sem nemur 86% af kostnaði við hann. Eðlilegt ákall ætti að vera til ríkisins, um að greiða fyrir þetta skólastig eins og grunnskólann. Ein af þeim aðgerðum sem Kópavogsbær ætlar í, hefur fengið minni umræðu en sumar aðrar. Bærinn ætlar að vinna áætlun til framtíðar um viðmið um húsnæði (leik- og heildarrými) og aðbúnað barna og starfsfólks í leikskólum. Áætlun á að vera tilbúin vorið 2024, eftir tæpt ár og gert er ráð fyrir aðgerðum í skrefum til ársins 2030. Þarna er auðvitað ekki stigið stórt skref og ekki farið alla leið, en það er búið að ákveða að gera það. Það eru sannarlega tímamót fyrir börnin í bænum. Í stórri rannsókn Kennarasambandsins kom fram að fagfólk, kennarar, skólastjórar og fræðslustjórar telja að hvert barn þurfi um sex fermetra í leikrými innan leikskóladeildar sinnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hvert barn hefur innan við tvo fermetra í leikrými á deildinni sinni. En á leikskóladeildinni sjálfri dvelja börnin stærstan hluta skóladagsins og þau eru lengur í leikskólum en börn í öðrum löndum. Þetta eru þrengsli, sem samfélaginu er ekki sæmandi. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hefur verið lögfestur á Íslandi. Í honum segir meðal annars að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Þar segir jafnframt að aðildarríki skulu sjá til þess að stofnanir þar sem börnum skal veitt umönnun og vernd starfi í samræmi við reglur sem þar til bær stjórnvöld hafa sett, einkum um öryggi, heilsuvernd og fjölda og hæfni starfsmanna, svo og um tilhlýðilega yfirumsjón. Samkvæmt ofangreindum ákvæðum í Barnasáttmálanum, en samningurinn gengur undir því nafni í daglegu tali, ættu hagsmunir barna að víkja öðrum hagsmunum úr vegi, eða vera ofar öðrum hagsmunum, í öllu starfi og skipulagi leikskóla. Fjárhagslegar aðstæður sveitarfélaga kunna að vera margskonar. Þarfir foreldra og atvinnulífs eru líka mismunandi. Pólitísk sjónarmið eru allavega. Starfsfólk gerir að líkindum kröfur til kjara og aðstöðu. En ofar öllum þessum hagsmunum ber að setja hagsmuni barnsins. Það er því ánægjulegt að Kópavogsbær hefur ákveðið að ljúka áætlun um rými leikskólabarna fyrir næsta vor - og framkvæma þá áætlun ekki seinna en árið 2030. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi. Börn búa við þrengsli í leikskólum. Vandi barnanna er að þau eru of mörg í rýminu, en íslensk börn eru lengur í leikskólanum en börn í öðrum löndum. Þrengslin valda álagi á börnin, en líka á starfsfólkið. Og valkostir starfsfólksins umfram börnin eru að fullorðna fólkið getur forðað sér. Margir kennarar hafa fært sig úr leikskólanum yfir í grunnskólana þar sem vinnuumhverfi er með öðrum hætti. Ástandið í mörgum leikskólum hefur verið þannig undanfarin ár, að deildum er lokað fyrirvaralaust vegna manneklu og sumar deildir er ekki hægt að opna allan ársins hring vegna starfsmannaskorts. Við þessu ástandi reyna nú sum sveitarfélög að bregðast - og gera það án aðkomu ríkisins, sem er einhvern veginn alltaf stikkfrí hvað varðar leikskólann. Sveitarfélögin teikna upp plön um mismunandi aðgerðir og kalla það leiðir. Leiðir sem þau kenna svo við sveitarfélagið sitt af því þau eru stolt af því að vera lögð af stað í ferðalag með leikskólana sína. Einkenni þessara leiða er, að í fyrstu lotu er ekki farið alla leið. En það er verið að stíga skref um þessar mundir. Í Kópavogi hefur nú verið kynntur leiðarvísir til betri leikskóla í þrettán liðum. Mesta athygli hefur vakið ákvörðum bæjarins um sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla. Þar er stigið skref sem mögulega getur stytt langan skóladag sumra barna. Sumum fjölskyldum kann að henta svona fyrirkomulag vel. Fjölskyldur sem eiga fæðingarorlof, þar sem foreldri er ekki á vinnumarkaði og foreldrar sem hafa sveigjanlegan vinnutíma eða vinna ekki langan vinnudag, geta að líkindum nýtt sér þetta fyrirkomulag. Gjaldfrelsi í leikskólanum nær með þessu yfir lengri tíma en gjaldfrelsi í fyrstu bekkjum grunnskóla. Skólagjald í leikskólanum umfram sex klukkutímana er svo með svipuðu sniði og í Frístund grunnskólanna. Kópavogsbær, eða íbúar bæjarins, niðurgreiða áfram leikskólann sem nemur 86% af kostnaði við hann. Eðlilegt ákall ætti að vera til ríkisins, um að greiða fyrir þetta skólastig eins og grunnskólann. Ein af þeim aðgerðum sem Kópavogsbær ætlar í, hefur fengið minni umræðu en sumar aðrar. Bærinn ætlar að vinna áætlun til framtíðar um viðmið um húsnæði (leik- og heildarrými) og aðbúnað barna og starfsfólks í leikskólum. Áætlun á að vera tilbúin vorið 2024, eftir tæpt ár og gert er ráð fyrir aðgerðum í skrefum til ársins 2030. Þarna er auðvitað ekki stigið stórt skref og ekki farið alla leið, en það er búið að ákveða að gera það. Það eru sannarlega tímamót fyrir börnin í bænum. Í stórri rannsókn Kennarasambandsins kom fram að fagfólk, kennarar, skólastjórar og fræðslustjórar telja að hvert barn þurfi um sex fermetra í leikrými innan leikskóladeildar sinnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hvert barn hefur innan við tvo fermetra í leikrými á deildinni sinni. En á leikskóladeildinni sjálfri dvelja börnin stærstan hluta skóladagsins og þau eru lengur í leikskólum en börn í öðrum löndum. Þetta eru þrengsli, sem samfélaginu er ekki sæmandi. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hefur verið lögfestur á Íslandi. Í honum segir meðal annars að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Þar segir jafnframt að aðildarríki skulu sjá til þess að stofnanir þar sem börnum skal veitt umönnun og vernd starfi í samræmi við reglur sem þar til bær stjórnvöld hafa sett, einkum um öryggi, heilsuvernd og fjölda og hæfni starfsmanna, svo og um tilhlýðilega yfirumsjón. Samkvæmt ofangreindum ákvæðum í Barnasáttmálanum, en samningurinn gengur undir því nafni í daglegu tali, ættu hagsmunir barna að víkja öðrum hagsmunum úr vegi, eða vera ofar öðrum hagsmunum, í öllu starfi og skipulagi leikskóla. Fjárhagslegar aðstæður sveitarfélaga kunna að vera margskonar. Þarfir foreldra og atvinnulífs eru líka mismunandi. Pólitísk sjónarmið eru allavega. Starfsfólk gerir að líkindum kröfur til kjara og aðstöðu. En ofar öllum þessum hagsmunum ber að setja hagsmuni barnsins. Það er því ánægjulegt að Kópavogsbær hefur ákveðið að ljúka áætlun um rými leikskólabarna fyrir næsta vor - og framkvæma þá áætlun ekki seinna en árið 2030. Höfundur er skólastjóri.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun