Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2023 10:12 Arnar segir Sjálfstæðisflokkinn fljóta sofandi að feigðarósi. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. Þetta segir Arnar í færslu á bloggsíðu sinni, undir fyrirsögninni „Sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins?“ Málið sem Arnar vísar í er frumvarp Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem leitast á við að tryggja fullnægjandi innleiðingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í íslenskan rétt. Eftir breytinguna mun 4. grein fyrrnefndra laga hljóða svo: „Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.“ Þessu hefur hópur Sjálfstæðismanna mótmælt harðlega og segja það stríða gegn því grundvallaratriði að, eins og Arnar kemst að orði, „hér búi frjáls þjóð í frjálsu landi“. Arnar segir að með því að taka upp stefnumál Samfylkingarinnar, Viðreisnar og/eða „annarra vinstri flokka“ um „ólýðræðislega lagasetningu, miðstýrt og fjarlægt vald, aukin áhrif erlendra eftirlitsstofnana, vald án ábyrgðar o.s.frv.“ muni Sjálfstæðisflokkurinn ekki auka fylgi sitt heldur minnka það, sama hversu „woke“ þingflokkur hans þykist vera. Þingmenn flokksins þurfi aðstoð við að rata aftur heim. „Á fjölmennum fundi Félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál í gær var einhugur um það að forða verði Sjálfstæðisflokknum frá skipbroti. Fundarmenn voru sammála um að koma verði flokknum út úr þeirri hafvillu sem hann hefur ratað í og afstýra því að hann verði í stöðugri tilvistarkreppu og þreytandi eftirsókn eftir stundarvinsældum,“ segir Arnar. Hann segir að flokkurinn þurfi að standa undir kröfum; auka aðhald í ríkisfjármálum, koma stjórn á innflytjendamálin, standa vörð um „okkar kristna menningararf og íslenska tungu“ og „efla trú þjóðarinnar á getu okkar til að stjórna okkur sjálf og taka ábyrgð á eigin framtíð“. „Sjálfstæðisflokkurinn verður að sýna aukið mótvægi við vinstri stefnuna sem verið hefur hér allsráðandi síðustu ár og sýna þar með að flokkurinn þjóni kjósendum sínum og hafi tilgang, annan en að skaffa þingmönnum vinnu og reka flokksskrifstofu. Flokkurinn þarf að hætta að sýna hér þjónkun við háværan minnihluta og standa vörð um sína góðu grunnstefnu. Hinn þögli meirihluti þarf að finna kjark til að tjá sig,“ segir Arnar. Þá segir hann að ef Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki undir þessu sé óhjákvæmilegt að stofna nýjan flokk hægra megin við miðju, sem muni taka upp „kyndil klassísks frjálslyndis og hófstillts íhalds“. „Hefur Sjálfstæðisflokkurinn efni á að slíkur klofningur verði?“ spyr Arnar að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Þetta segir Arnar í færslu á bloggsíðu sinni, undir fyrirsögninni „Sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins?“ Málið sem Arnar vísar í er frumvarp Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem leitast á við að tryggja fullnægjandi innleiðingu bókunar 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í íslenskan rétt. Eftir breytinguna mun 4. grein fyrrnefndra laga hljóða svo: „Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.“ Þessu hefur hópur Sjálfstæðismanna mótmælt harðlega og segja það stríða gegn því grundvallaratriði að, eins og Arnar kemst að orði, „hér búi frjáls þjóð í frjálsu landi“. Arnar segir að með því að taka upp stefnumál Samfylkingarinnar, Viðreisnar og/eða „annarra vinstri flokka“ um „ólýðræðislega lagasetningu, miðstýrt og fjarlægt vald, aukin áhrif erlendra eftirlitsstofnana, vald án ábyrgðar o.s.frv.“ muni Sjálfstæðisflokkurinn ekki auka fylgi sitt heldur minnka það, sama hversu „woke“ þingflokkur hans þykist vera. Þingmenn flokksins þurfi aðstoð við að rata aftur heim. „Á fjölmennum fundi Félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál í gær var einhugur um það að forða verði Sjálfstæðisflokknum frá skipbroti. Fundarmenn voru sammála um að koma verði flokknum út úr þeirri hafvillu sem hann hefur ratað í og afstýra því að hann verði í stöðugri tilvistarkreppu og þreytandi eftirsókn eftir stundarvinsældum,“ segir Arnar. Hann segir að flokkurinn þurfi að standa undir kröfum; auka aðhald í ríkisfjármálum, koma stjórn á innflytjendamálin, standa vörð um „okkar kristna menningararf og íslenska tungu“ og „efla trú þjóðarinnar á getu okkar til að stjórna okkur sjálf og taka ábyrgð á eigin framtíð“. „Sjálfstæðisflokkurinn verður að sýna aukið mótvægi við vinstri stefnuna sem verið hefur hér allsráðandi síðustu ár og sýna þar með að flokkurinn þjóni kjósendum sínum og hafi tilgang, annan en að skaffa þingmönnum vinnu og reka flokksskrifstofu. Flokkurinn þarf að hætta að sýna hér þjónkun við háværan minnihluta og standa vörð um sína góðu grunnstefnu. Hinn þögli meirihluti þarf að finna kjark til að tjá sig,“ segir Arnar. Þá segir hann að ef Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki undir þessu sé óhjákvæmilegt að stofna nýjan flokk hægra megin við miðju, sem muni taka upp „kyndil klassísks frjálslyndis og hófstillts íhalds“. „Hefur Sjálfstæðisflokkurinn efni á að slíkur klofningur verði?“ spyr Arnar að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira