Hollenska knattspyrnusambandið ákvað nefnilega að taka niður myndband sem hafði birst af æfingu hollenska liðsins.
Myndbandið hafði farið fyrir brjóstið á mörgum og margir netverjar voru allt annað en sáttir en þeir litu á það sem móðgun við mótshaldara heimsmeistaramótsins.
Netherlands deny mocking the Haka during training in New Zealand ahead of the Women's World Cup https://t.co/aPsDppRcxc pic.twitter.com/bRpKDrHyyl
— Mirror Football (@MirrorFootball) July 11, 2023
Hollenska liðið er á leið á HM í Nýja Sjálandi og Nýsjálendingar eru þekktir fyrir sinn Haka dans.
Hollensku knattspyrnukonurnar voru sakaðar um að vera að gera grín að Haka dansinum á æfingunni. Þær þóttu nefnilega vera að gera lítið úr menningararf Nýsjálendinga.
Hollenska knattspyrnusambandið neitar sök og segir hvorki hafa verið um háð eða Haka dans að ræða. Sambandið ákvað samt að taka niður myndbandið.
Ástæðan fyrir því að myndbandið var tekið niður var virðingarvottur við það að sumum þótti það ekki vera við hæfi.
Æfingin sem um ræðir var ekki Haka dans heldur voru hollensku knattspyrnukonurnar að mati sambandsins að kalla fram innri styrk og styrkja stoðkerfi líkamans.
Update: The Netherlands deny attempting to mimic the Haka, claiming that a video that appeared to show their players mocking the Maori tradition was actually an exercise on channelling your inner strength. Full KNVB statement online here [1/3] #fifawwchttps://t.co/bBiDCYy1Xc
— Tom Garry (@TomJGarry) July 11, 2023