Stal bíl og ók undir áhrifum með lögguna á hælunum Kolbeinn Tumi Daðason og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 12. júlí 2023 13:23 Lögreglubíllinn var fluttur af vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitarinnar í umfangsmiklum aðgerðum í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði þar sem ökumanni Land Cruiser jeppa var veitt eftirför. Um stolinn bíl var að ræða en engan sakaði þrátt fyrir að lögreglubíll hafi hafnað utan vegar við eftirförina. Fjölmargar ábendingar bárust fréttastofu um brunandi lögreglubíla frá Reykjavík og suður í Garðabæ og Hafnarfjörð. Á myndum sem bárust fréttastofu sést hvernig einn lögreglubíll varð fyrir tjóni nærri IKEA. Svo virðist sem hann hafi ekki náð beygju á mikilli ferð og hafnað utan vegar. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri í Hafnarfirði, segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi borist tilkynning um stolinn bíl. Ökumaður bílsins hafi þá flúið vettvang á hinum stolna jeppa. Unnið er að viðgerðum á ljósastaurnum sem lögreglubíllinn hafnaði á.Vísir/Lovísa Lögreglan veitti ökumanninum eftirför að Kaplakrika í Hafnarfirði og svo á Reykjanesbrautinni áður en jeppinn brunaði inn í Setbergið. Þá kom lögreglan upp lokunarpósti um tíma nærri afleggjaranum inn í Austurhraun þar sem Marel er með höfuðstöðvar sínar. Að lokum tókst að stöðva jeppann. Sævar segir að betur hafi farið en áhorfðist og engan hafi sakað, ekki heldur lögreglumenn sem lentu utan vegar og á ljósastaur. Maðurinn sem handtekinn var er að sama skapi grunaður um akstur undir áhrifum. Fréttin hefur verið uppfærð. Garðabær Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Fjölmargar ábendingar bárust fréttastofu um brunandi lögreglubíla frá Reykjavík og suður í Garðabæ og Hafnarfjörð. Á myndum sem bárust fréttastofu sést hvernig einn lögreglubíll varð fyrir tjóni nærri IKEA. Svo virðist sem hann hafi ekki náð beygju á mikilli ferð og hafnað utan vegar. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri í Hafnarfirði, segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi borist tilkynning um stolinn bíl. Ökumaður bílsins hafi þá flúið vettvang á hinum stolna jeppa. Unnið er að viðgerðum á ljósastaurnum sem lögreglubíllinn hafnaði á.Vísir/Lovísa Lögreglan veitti ökumanninum eftirför að Kaplakrika í Hafnarfirði og svo á Reykjanesbrautinni áður en jeppinn brunaði inn í Setbergið. Þá kom lögreglan upp lokunarpósti um tíma nærri afleggjaranum inn í Austurhraun þar sem Marel er með höfuðstöðvar sínar. Að lokum tókst að stöðva jeppann. Sævar segir að betur hafi farið en áhorfðist og engan hafi sakað, ekki heldur lögreglumenn sem lentu utan vegar og á ljósastaur. Maðurinn sem handtekinn var er að sama skapi grunaður um akstur undir áhrifum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Garðabær Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira