Skotfóturinn verið í kælingu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2023 20:30 Damir Muminovic. Vísir/Arnar Damir Muminovic var hetja Breiðabliks í leik liðsins við Shamrock Rovers í Dyflinni í gær. Glæsimark hans eykur á tilkall hans til að taka fleiri aukspyrnur. Damir átti að venju góðan leik í hjarta varnar Breiðabliks en að hann skori með þrumufleygum úr aukaspyrnu er sjaldgæfari sjón. Damir er fæddur í Serbíu og lá því beinast við að spyrja hvort væri hægt að líkja honum við landa hans Sinisa Mihajlovic heitinn, sem var þekktur fyrir sína þrumufleyga. „Já, það getur verið,“ segir Damir og hlær. „Maður hefur séð nokkur mörk frá honum sem eru svipuð.“ En hvar hefur þessi skotfótur verið? „Í kælingu,“ segir Damir. „Höggi [Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika] er búinn að vera að taka aukspyrnunar í sumar og er númer eitt þar. Ég fékk tækifærið núna og nýtti það,“ segir Damir sem fann strax að boltinn myndi syngja í netinu. „Það má segja það. Ég fann strax fyrir því. Svo horfði ég á eftir boltanum og sá að hann var inni. Það var mjög ljúf tilfinning.“ Damir hefur þá sterkara tilkall til að taka fleiri spyrnur á næstunni. „Við Höggi förum yfir þetta, hvort ég fái ekki næstu aukaspyrnu þarna einhversstaðar fyrir utan,“ segir Damir. Lið sem var í riðlakeppninni í fyrra Shamrock-liðið sem Breiðablik vann í gær komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það sýni því styrk Blika að vinna þá á þeirra heimavelli. „Mér finnst þeir [Shamrock] bara mjög góðir. Svipað lið og við erum, þeir vilja pressa og halda bolta. Ég held að þeir hafi ekki búist við því að við myndum pressa þá svona hátt. En þeir eru mjög góðir og erfitt að eiga við þá,“ „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við pressuðum þá vel, unnum seinni boltana og héldum boltanum vel innan liðsins. Þeir sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressuðu meira á okkur og fengu fín færi. Við hefðum kannski getað mátt gera eitthvað betur en við náðum að verjast þessu og þetta var bara allt í lagi,“ segir Damir. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Damir átti að venju góðan leik í hjarta varnar Breiðabliks en að hann skori með þrumufleygum úr aukaspyrnu er sjaldgæfari sjón. Damir er fæddur í Serbíu og lá því beinast við að spyrja hvort væri hægt að líkja honum við landa hans Sinisa Mihajlovic heitinn, sem var þekktur fyrir sína þrumufleyga. „Já, það getur verið,“ segir Damir og hlær. „Maður hefur séð nokkur mörk frá honum sem eru svipuð.“ En hvar hefur þessi skotfótur verið? „Í kælingu,“ segir Damir. „Höggi [Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika] er búinn að vera að taka aukspyrnunar í sumar og er númer eitt þar. Ég fékk tækifærið núna og nýtti það,“ segir Damir sem fann strax að boltinn myndi syngja í netinu. „Það má segja það. Ég fann strax fyrir því. Svo horfði ég á eftir boltanum og sá að hann var inni. Það var mjög ljúf tilfinning.“ Damir hefur þá sterkara tilkall til að taka fleiri spyrnur á næstunni. „Við Höggi förum yfir þetta, hvort ég fái ekki næstu aukaspyrnu þarna einhversstaðar fyrir utan,“ segir Damir. Lið sem var í riðlakeppninni í fyrra Shamrock-liðið sem Breiðablik vann í gær komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það sýni því styrk Blika að vinna þá á þeirra heimavelli. „Mér finnst þeir [Shamrock] bara mjög góðir. Svipað lið og við erum, þeir vilja pressa og halda bolta. Ég held að þeir hafi ekki búist við því að við myndum pressa þá svona hátt. En þeir eru mjög góðir og erfitt að eiga við þá,“ „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við pressuðum þá vel, unnum seinni boltana og héldum boltanum vel innan liðsins. Þeir sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressuðu meira á okkur og fengu fín færi. Við hefðum kannski getað mátt gera eitthvað betur en við náðum að verjast þessu og þetta var bara allt í lagi,“ segir Damir.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn