„Ég er mikill daðrari“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2023 11:19 Kevin Spacey í Lundúnum í morgun. AP/Lucy North Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum. Spacey hefur verið sakaður um tólf brot gegn fjórum mönnum sem eiga að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013. Fjölmargir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Í þessu tiltekna máli hafa fjórir menn sakað hann um kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað milli áranna 2001 og 2013, en þá vann Spacey í Lundúnum. Einn mannanna sakar leikarann um rúmlega tíu brot yfir fjögurra ára tímabil. Hann segir Spacey káfað á honum og maðurinn segir að Spacey hafi einnig gripið í hendi hans og þvingað sig til að káfa á lim sínum. Annar maður segir Spacey hafa káfað á honum og kysst hann í hans óþökk. Sá þriðji segir sömuleiðis að Spacey hafi káfað á honum. Fjórði maðurinn segir Spacey hafa byrjað sér ólyfjan og nauðgað sér. Mennirnir fjórir eru búnir að bera vitni en þetta er í fyrsta sinn sem Spacey sest í vitnastúku í þessu máli. Dómarinn tilkynnti Spacey að hann yrði líklega lengst allra í stúkunni og að reynt yrði að hafa hlé á réttarhöldunum. Í frétt Sky, þar sem fylgjast má með vendingum í dómsal, segir að salurinn sé fullur af blaðamönnum. Spacey, sem er 63 ára gamall, fór um víðan völl í upphafi vitnaleiðslu sinnar þar sem hann talaði um feril sinn og það að hann hefði fyrst komið til Lundúna sem barn. Hann sagði svo að árið 2003, þegar hann var að vinna við kvikmynd í Bretlandi hafi hann fengið þá hugdettu að vinna við Old Vic leikhúsið í Lundúnum. Hann tók við sem listrænn stjórnandi leikhússins ári síðar og vann þar til ársins 2015. Er lögmaður hans spurði hann út í ásakanir fyrsta mannsins sagði Spacey hafa verið miður sín vegna ásakananna. Hann sagðist hafa átt góðar stundir með þeim manni, sem var bílstjóri, þeir hafi daðrað við hvorn annan en aldrei sofið saman. Leikarinn lýsti bílstjóranum sem daðrara og lýsti sjálfum sér sem miklum daðrara. „Við skemmtum okkur vel saman,“ sagði Spacey. Hann þvertók þó fyrir að hafa snert hann gegn vilja hans. Mál Kevin Spacey Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 29. júní 2023 10:35 Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. 21. október 2022 13:53 Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. 29. maí 2022 19:27 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Spacey hefur verið sakaður um tólf brot gegn fjórum mönnum sem eiga að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013. Fjölmargir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Í þessu tiltekna máli hafa fjórir menn sakað hann um kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað milli áranna 2001 og 2013, en þá vann Spacey í Lundúnum. Einn mannanna sakar leikarann um rúmlega tíu brot yfir fjögurra ára tímabil. Hann segir Spacey káfað á honum og maðurinn segir að Spacey hafi einnig gripið í hendi hans og þvingað sig til að káfa á lim sínum. Annar maður segir Spacey hafa káfað á honum og kysst hann í hans óþökk. Sá þriðji segir sömuleiðis að Spacey hafi káfað á honum. Fjórði maðurinn segir Spacey hafa byrjað sér ólyfjan og nauðgað sér. Mennirnir fjórir eru búnir að bera vitni en þetta er í fyrsta sinn sem Spacey sest í vitnastúku í þessu máli. Dómarinn tilkynnti Spacey að hann yrði líklega lengst allra í stúkunni og að reynt yrði að hafa hlé á réttarhöldunum. Í frétt Sky, þar sem fylgjast má með vendingum í dómsal, segir að salurinn sé fullur af blaðamönnum. Spacey, sem er 63 ára gamall, fór um víðan völl í upphafi vitnaleiðslu sinnar þar sem hann talaði um feril sinn og það að hann hefði fyrst komið til Lundúna sem barn. Hann sagði svo að árið 2003, þegar hann var að vinna við kvikmynd í Bretlandi hafi hann fengið þá hugdettu að vinna við Old Vic leikhúsið í Lundúnum. Hann tók við sem listrænn stjórnandi leikhússins ári síðar og vann þar til ársins 2015. Er lögmaður hans spurði hann út í ásakanir fyrsta mannsins sagði Spacey hafa verið miður sín vegna ásakananna. Hann sagðist hafa átt góðar stundir með þeim manni, sem var bílstjóri, þeir hafi daðrað við hvorn annan en aldrei sofið saman. Leikarinn lýsti bílstjóranum sem daðrara og lýsti sjálfum sér sem miklum daðrara. „Við skemmtum okkur vel saman,“ sagði Spacey. Hann þvertók þó fyrir að hafa snert hann gegn vilja hans.
Mál Kevin Spacey Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 29. júní 2023 10:35 Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. 21. október 2022 13:53 Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. 29. maí 2022 19:27 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 29. júní 2023 10:35
Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. 21. október 2022 13:53
Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21
Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. 29. maí 2022 19:27
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent