Hallgrímur Jónasson: Þurfum að spila vel í Wales til að komast áfram Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2023 20:34 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gat verið ánægður með dagsverkið Vísir / Diego KA er í ansi góðri stöðu í fyrstu umfer undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa lagt Connah´s Quay Nomads af velli 2-0 í Úlfarsárdal fyrr í kvöld. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson sáu um markaskorun heimamanna og tryggðu KA gott veganesti til Wales í seinni leikinn sem er eftir viku. Þjálfari KA Hallgrímur Jónasson var að vonum ánægður með úrslitin en var um sig að það þurfti að klára verkefnið í næstu viku. „Sammála því að þetta var góður sigur í dag. Ég er virkilega ánægður að við séum 2-0 yfir eftir leik þar sem leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Það var smá stress í okkur en við héldum áfram að láta boltann ganga fyrir okkur og vissum að þeir myndu þreytast. Við skorum svo tvö frábær mörk og frábært mark sem brýtur ísinn. Við erum gríðarlega ánægðir með að fara með fína stöðu út en við þurfum að klára þetta þar“, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í hversu góður og sanngjarn sigur hans manna hafi verið í dag. Hann var spurður hvort hann sæi eitthvað hjá Walesverjum sem gæti ógnað stöðu KA því þeir virtust vera með mjög góð tök á leiknum í nánast 90 mínútur. „Mér fannst þeir virkilega sterkir í föstum leikatriðum. Þeir eru líkamlega sterkir og sköpuðu hættur úr horn- og aukaspyrnum. Svo fannst mér uppspilið þeirra líka betra en ég bjóst við án þess að vera hættulegt. Við þurftum aðeins að breyta því hvernig við pressuðum þá. Annars bara eins og ég bjóst við þá var ég gríðarlega ánægður eftir fyrri hálfleikinn, við komum út skorum tvö mörk og vinnum. Hefðum getað skorað meira en það er bara hálfleikur. Við förum út til Wales og það verður erfiðara og við þurfum að klára verkefnið þar.“ Hallgrímur hafði ekki áhyggjur af stöðunni í hálfleik en hans menn hefðu getað farið betur með stöðurnar sem sköpuðust þá. „Nei ekki áhyggjur en við þurftum að skerpa á vissum hlutum. Við vorum að finna millisvæðin og vorum að finna menn og fannst við leita meira þangað og síðan ógna meira fram á við. Mér fannst við vera spila til hliðar og til baka þegar við hefðum getað spilað fram á við. Við vorum ekki nógu hættulegir. Það komu tvö mörk í seinni hálfleik þannig að við vorum sáttir.“ Það er alltaf hætta á að menn fari hátt upp eftir góð úrslit og Hallgrímur var alveg á því að hann þyrfti að halda mönnum við efnið. „Já ég held að það hafi allir fundið það að þetta hafi verið hörkuleikur. Við þurfum að spila vel í Wales til að fara áfram.“ KA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
„Sammála því að þetta var góður sigur í dag. Ég er virkilega ánægður að við séum 2-0 yfir eftir leik þar sem leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Það var smá stress í okkur en við héldum áfram að láta boltann ganga fyrir okkur og vissum að þeir myndu þreytast. Við skorum svo tvö frábær mörk og frábært mark sem brýtur ísinn. Við erum gríðarlega ánægðir með að fara með fína stöðu út en við þurfum að klára þetta þar“, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í hversu góður og sanngjarn sigur hans manna hafi verið í dag. Hann var spurður hvort hann sæi eitthvað hjá Walesverjum sem gæti ógnað stöðu KA því þeir virtust vera með mjög góð tök á leiknum í nánast 90 mínútur. „Mér fannst þeir virkilega sterkir í föstum leikatriðum. Þeir eru líkamlega sterkir og sköpuðu hættur úr horn- og aukaspyrnum. Svo fannst mér uppspilið þeirra líka betra en ég bjóst við án þess að vera hættulegt. Við þurftum aðeins að breyta því hvernig við pressuðum þá. Annars bara eins og ég bjóst við þá var ég gríðarlega ánægður eftir fyrri hálfleikinn, við komum út skorum tvö mörk og vinnum. Hefðum getað skorað meira en það er bara hálfleikur. Við förum út til Wales og það verður erfiðara og við þurfum að klára verkefnið þar.“ Hallgrímur hafði ekki áhyggjur af stöðunni í hálfleik en hans menn hefðu getað farið betur með stöðurnar sem sköpuðust þá. „Nei ekki áhyggjur en við þurftum að skerpa á vissum hlutum. Við vorum að finna millisvæðin og vorum að finna menn og fannst við leita meira þangað og síðan ógna meira fram á við. Mér fannst við vera spila til hliðar og til baka þegar við hefðum getað spilað fram á við. Við vorum ekki nógu hættulegir. Það komu tvö mörk í seinni hálfleik þannig að við vorum sáttir.“ Það er alltaf hætta á að menn fari hátt upp eftir góð úrslit og Hallgrímur var alveg á því að hann þyrfti að halda mönnum við efnið. „Já ég held að það hafi allir fundið það að þetta hafi verið hörkuleikur. Við þurfum að spila vel í Wales til að fara áfram.“
KA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn