Hálft Reykjanesið geti farið undir eld Kristján Már Unnarsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. júlí 2023 20:42 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir mikið í húfi. Vísir/Arnar Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag. „Við höfum ekki verið með svona mikla gróðurelda í hinum tveimur gosunum. Það er meiri gróður í kringum þetta gos. Þetta er mosi og engin rigning, og engin rigning í kortunum. Brunaröndin er orðin fimm kílómetrar að lengd og ef við missum meiri tök á þessu þá er hætta á að hálft Reykjanesið fari undir í eld,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í gær var greint frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar væri mætt á svæðið til þess að dreifa vatni yfir gróðureldana. Einar segir að slökkviliðsmenn notist ekki einungis við vatn heldur einnig hrífur og jarðgröfur. „Af því mosinn er þannig að það þarf að rjúfa brunaröndina og láta glóðina brenna að skurðinum. Þannig að við erum komin með gröfur með okkur til að hjálpa okkur og svo bara vatn og hrífur og mannshöndina,“ segir Einar slökkviliðsstjóri. Þetta sé ekki síður krefjandi verkefni þegar það er eins vindasamt og það hefur verið í dag. „Suðurnesjalognið fer aðeins of hratt yfir í dag. Við verðum að bera virðingu fyrir náttúrunni líka, við getum ekki lofað henni að brenna bara út. Þannig að við verðum að reyna,“ segir Einar. Mikið vatn hefur verið flutt á svæðið.Vísir/Arnar Nóg pláss í Meradölum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýndi Kristján Már Unnarsson fréttamaður hvernig hraunið frá gosinu við Litla-Hrút hefur fyllt lægð á svæðinu og stefni í Meradali „Eftir því sem hraunið kemur yfir nýtt landslag þá kveikir það í mosanum og veldur þessum reyk sem kemur hérna yfir gönguleiðirnar. Það er ekki mikill hraði á þessu hrauni, það er kannski að fara fimm til tíu metra á klukkustund en það er búið að fara tvo kílómetra síðan gosið hófst.“ Hraunið sé nú á leiðinni inn í Meradali þar sem fyrir liggur hraun sem kom upp með eldgosinu á síðasta ári. „Það er nóg pláss fyrir hraunið að fylla þessa dali.“ Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19 Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
„Við höfum ekki verið með svona mikla gróðurelda í hinum tveimur gosunum. Það er meiri gróður í kringum þetta gos. Þetta er mosi og engin rigning, og engin rigning í kortunum. Brunaröndin er orðin fimm kílómetrar að lengd og ef við missum meiri tök á þessu þá er hætta á að hálft Reykjanesið fari undir í eld,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í gær var greint frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar væri mætt á svæðið til þess að dreifa vatni yfir gróðureldana. Einar segir að slökkviliðsmenn notist ekki einungis við vatn heldur einnig hrífur og jarðgröfur. „Af því mosinn er þannig að það þarf að rjúfa brunaröndina og láta glóðina brenna að skurðinum. Þannig að við erum komin með gröfur með okkur til að hjálpa okkur og svo bara vatn og hrífur og mannshöndina,“ segir Einar slökkviliðsstjóri. Þetta sé ekki síður krefjandi verkefni þegar það er eins vindasamt og það hefur verið í dag. „Suðurnesjalognið fer aðeins of hratt yfir í dag. Við verðum að bera virðingu fyrir náttúrunni líka, við getum ekki lofað henni að brenna bara út. Þannig að við verðum að reyna,“ segir Einar. Mikið vatn hefur verið flutt á svæðið.Vísir/Arnar Nóg pláss í Meradölum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýndi Kristján Már Unnarsson fréttamaður hvernig hraunið frá gosinu við Litla-Hrút hefur fyllt lægð á svæðinu og stefni í Meradali „Eftir því sem hraunið kemur yfir nýtt landslag þá kveikir það í mosanum og veldur þessum reyk sem kemur hérna yfir gönguleiðirnar. Það er ekki mikill hraði á þessu hrauni, það er kannski að fara fimm til tíu metra á klukkustund en það er búið að fara tvo kílómetra síðan gosið hófst.“ Hraunið sé nú á leiðinni inn í Meradali þar sem fyrir liggur hraun sem kom upp með eldgosinu á síðasta ári. „Það er nóg pláss fyrir hraunið að fylla þessa dali.“
Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19 Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13. júlí 2023 10:19
Nota þyrlu til að slökkva gróðurelda við gosið Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum. 12. júlí 2023 17:30