KA-menn enn taplausir á heimavelli í Evrópukeppni eftir 33 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 13:01 KA menn fagna marki Daníels Hafsteinssonar, bæði á vellinum sem og í stúkunni. Vísir/Diego KA-menn spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik fyrir rúmum þrjátíu árum. Þeir hafa enn ekki tapað Evrópuleik á Íslandi. KA vann í gær 2-0 sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. KA er því í ágætum málum fyrir seinni leikinn út í Wales. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson skoruðu mörkin með flottum langskotum en markið hans Hallgríms var einstaklega fallegt. Þeir héldu líka áfram þeirri hefð sinni að tapa ekki á heimavelli í Evrópukeppni. Heimaleikirnir eru nú orðnir þrír á 33 árum, tveir hafa unnist og einn endaði með jafntefli en úrslitin í einvíginu réðust síðan í vítakeppni. KA vann fyrsta heimaleik sinn í Evrópukeppni sem var jafnframt fyrsti Evrópuleikur félagsins. KA vann þá í sigur á búlgörsku meisturunum í CSKA Sofia á Akureyrarvelli í Evrópukeppni meistaraliða en leikurinn fór fram 19. september 1990. Hafsteinn Jakobsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu eftir undirbúning Ormars Örlygssonar. KA komst þó ekki áfram því CSKA liðið vann seinni leikinn 3-0 í Búlgaríu. Hafsteinn er faðir Daníels Hafsteinssonar sem skoraði fyrir KA í gær. Feðgarnir hafa því báðir skorað Evrópumark fyrir KA. KA þurfti að bíða í þrettán ár eftir næsta heimaleik í Evrópukeppni en liðið lenti þá á móti bosníska liðinu Sloboda Tuzla. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Bosníu og og þannig lauk einnig seinni leiknum á Akureyri 28. júní 20023. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði metin á 55. mínútu. Þar sem báðum lauk með 1-1 jafntefli varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að finna út sigurvegara. Bosníumennirnir unnu vítakeppnina 3-2 þar sem markvörður Tuzla varði þrjár af fimm vítaspyrnum KA-manna. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Sjá meira
KA vann í gær 2-0 sigur á velska liðinu Connah's Quay Nomads í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. KA er því í ágætum málum fyrir seinni leikinn út í Wales. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson skoruðu mörkin með flottum langskotum en markið hans Hallgríms var einstaklega fallegt. Þeir héldu líka áfram þeirri hefð sinni að tapa ekki á heimavelli í Evrópukeppni. Heimaleikirnir eru nú orðnir þrír á 33 árum, tveir hafa unnist og einn endaði með jafntefli en úrslitin í einvíginu réðust síðan í vítakeppni. KA vann fyrsta heimaleik sinn í Evrópukeppni sem var jafnframt fyrsti Evrópuleikur félagsins. KA vann þá í sigur á búlgörsku meisturunum í CSKA Sofia á Akureyrarvelli í Evrópukeppni meistaraliða en leikurinn fór fram 19. september 1990. Hafsteinn Jakobsson skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu eftir undirbúning Ormars Örlygssonar. KA komst þó ekki áfram því CSKA liðið vann seinni leikinn 3-0 í Búlgaríu. Hafsteinn er faðir Daníels Hafsteinssonar sem skoraði fyrir KA í gær. Feðgarnir hafa því báðir skorað Evrópumark fyrir KA. KA þurfti að bíða í þrettán ár eftir næsta heimaleik í Evrópukeppni en liðið lenti þá á móti bosníska liðinu Sloboda Tuzla. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Bosníu og og þannig lauk einnig seinni leiknum á Akureyri 28. júní 20023. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jafnaði metin á 55. mínútu. Þar sem báðum lauk með 1-1 jafntefli varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að finna út sigurvegara. Bosníumennirnir unnu vítakeppnina 3-2 þar sem markvörður Tuzla varði þrjár af fimm vítaspyrnum KA-manna.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Sjá meira