Settur ríkisendurskoðandi segir Alþingi ekki ráða við Lindarhvolsmálið Helena Rós Sturludóttir skrifar 14. júlí 2023 20:00 Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi vegna Lindarhvols, segir dómstóla þurfa skera úr um málið. Vísir/Ívar Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi segir dómstóla verða að skera úr um Lindarhvolsmálið. Alþingi virðist vera ófært um að klára málið. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi telur Sigurð Þórðarson, fyrrverandi settan ríkisendurskoðanda, vegna Lindarhvols hafa brotið lög með því að senda greinargerð hans um Lindarhvolsmálið til annarra en embættis ríkisendurskoðanda. Leyndarhjúpur greinargerðarinnar Mikill leyndarhjúpur var yfir greinargerð Sigurðar frá árinu 2018 allt þar til í síðustu viku þegar þingmaður Pírata birti hana opinberlega. Sigurður er ekki sammála Guðmundi og segir yfirlýsinguna hans djarfa. Sem settum ríkisendurskoðanda hefði borið ábyrgð og haft skyldur gagnvart verkefninu og borið að fara að lögum. „Þannig að það var eiginlega mitt að ákvarða það hvert ég sendi þessa greinargerð og það var ekki í verkefni ríkisendurskoðandans að segja mér til um það,“ segir Sigurður. Greinargerðin innihaldi niðurstöður hans af þeirri vinnu sem honum hefði verið falin. Það hafi ekki verið í verkahring þáverandi ríkisendurskoðanda að ákvarða hvenær störfum hans sem setts ríkisendurskoðanda lyki heldur forseta Alþingis. Sigurður kannast heldur ekki við staðreyndavillur í sinni greinargerð eins og sumir hafa sakað hann um og hefur óskað eftir skýringum frá Alþingi hvað það varðar. „Ég hef ekki fengið neinar skýringar frekar en það að þetta væri bara rugl.“ Tækifæri til andmæla Þá hefur komið fram gagnrýni á að greinargerðin innihaldi engin andmæli þeirra em hún fjallar um. Sigurður segir það fjarri lagi, allir mótaðilar hafi fengið tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum sem kynntar væru í greinargerðinni. Annað gilti um skýrslu ríkisendurskoðunar um málið frá 2020. „Varðandi greinargerð hans þá held ég að athugasemdirnar séu á einhverri einni blaðsíðu, rúmlega það. Svo kannski annað sem er skrítið eða furðulegt, hann tekur ákveðin atriði úr minni skýrslu og fjallar um það, gefur sitt álit á því án þess að ég hafi nokkurn tímann komið nálægt því að hafa andsvör um það. Þannig þetta er spurning um að menn hafi sömu reglurnar gagnvart sjálfum sér og öðrum,“ segir Sigurður. Alþingi geti ekki leyst málið Ríkissaksóknari hefur sent greinargerðina til héraðssaksóknara. „Það segir að þeir hafa einhverjar athugasemdir við það sem ég var að kynna þeim,“ segir Sigurður sem telur brýnt að dómstólar skoði málið. „Ég sé ekki neina aðra leið til að botna þetta mál, ég meina það liggur bara fyrir að stjórnsýslan og Alþingi virðist ekki geta leyst málið og komist að niðurstöðu. Þetta er búið að vera í kerfinu í þrjú til fimm ár og það er engin niðurstaða neins staðar,“ segir hann jafnframt en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Athugasemdir við virðisauka Sigurður gerir alvarlegar athugasemdir við virðisauka stöðugleikaframlaga Lindarhvols. „Talan sem þeir nefndu einhverjir 75 milljarðar er auðvitað rangt. Þar eru menn að taka allt aðra hluti heldur en eingöngu Lindarhvol,“ segir Sigurður sem gerði grein fyrir málinu í bréfi til Forsætisnefndar Alþingis þann 17. febrúar 2021. „Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að Ríkisendurskoðun álykti og gangi út frá að allur svonefndur heildarvirðisauki sé tilkominn vegna starfsemi Lindarhvols,“ segir meðal annars í bréfinu sem er þrettán blaðsíður. Mjög alvarlegt mál Þá segir jafnframt í bréfinu: „Þá er ekki síður ástæða til að Ríkisendurskoðun geri grein fyrir hvers vegna hún taldi ekki ástæðu til að meta virði stöðugleikaframlaga við framsal þeirra til ríkissjóðs þar sem virði þeirra var bæði notað til bókunar í ríkisreikningi og sem viðmið við ákvörðun á sölu- og lágmarksverði í fjölmörgum tilvikum við fullnustu á eignum og við mat á árangri og samningi ráðherra og Lindarhvols.“ Sigurður segist líta á málið sem svo að Lindarhvol hafi haft einhverjar 100 milljarða af virði stöðugleikaeigna. Aðspurður hvað hann telji alvarlegast í málinu bendir Sigurður á skýrslu ríkisendurskoðanda frá 2020. „Það skuli koma önnur skýrsla með allt aðrar niðurstöður og þetta á að vera unnið með sömu forsendum, stöðlum og viðmiðum. Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Sigurður. Starfsemi Lindarhvols Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi. Að hans mati vilji þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir. 7. júlí 2023 14:44 „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02 Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26 „Ljóðrænt“ að Bergþór og Þórhildur Sunna séu sammála Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ljóðrænt að þingmennirnir Bergþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir séu sammála um að kalla þing saman vegna stórra mála. 10. júlí 2023 13:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi telur Sigurð Þórðarson, fyrrverandi settan ríkisendurskoðanda, vegna Lindarhvols hafa brotið lög með því að senda greinargerð hans um Lindarhvolsmálið til annarra en embættis ríkisendurskoðanda. Leyndarhjúpur greinargerðarinnar Mikill leyndarhjúpur var yfir greinargerð Sigurðar frá árinu 2018 allt þar til í síðustu viku þegar þingmaður Pírata birti hana opinberlega. Sigurður er ekki sammála Guðmundi og segir yfirlýsinguna hans djarfa. Sem settum ríkisendurskoðanda hefði borið ábyrgð og haft skyldur gagnvart verkefninu og borið að fara að lögum. „Þannig að það var eiginlega mitt að ákvarða það hvert ég sendi þessa greinargerð og það var ekki í verkefni ríkisendurskoðandans að segja mér til um það,“ segir Sigurður. Greinargerðin innihaldi niðurstöður hans af þeirri vinnu sem honum hefði verið falin. Það hafi ekki verið í verkahring þáverandi ríkisendurskoðanda að ákvarða hvenær störfum hans sem setts ríkisendurskoðanda lyki heldur forseta Alþingis. Sigurður kannast heldur ekki við staðreyndavillur í sinni greinargerð eins og sumir hafa sakað hann um og hefur óskað eftir skýringum frá Alþingi hvað það varðar. „Ég hef ekki fengið neinar skýringar frekar en það að þetta væri bara rugl.“ Tækifæri til andmæla Þá hefur komið fram gagnrýni á að greinargerðin innihaldi engin andmæli þeirra em hún fjallar um. Sigurður segir það fjarri lagi, allir mótaðilar hafi fengið tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum sem kynntar væru í greinargerðinni. Annað gilti um skýrslu ríkisendurskoðunar um málið frá 2020. „Varðandi greinargerð hans þá held ég að athugasemdirnar séu á einhverri einni blaðsíðu, rúmlega það. Svo kannski annað sem er skrítið eða furðulegt, hann tekur ákveðin atriði úr minni skýrslu og fjallar um það, gefur sitt álit á því án þess að ég hafi nokkurn tímann komið nálægt því að hafa andsvör um það. Þannig þetta er spurning um að menn hafi sömu reglurnar gagnvart sjálfum sér og öðrum,“ segir Sigurður. Alþingi geti ekki leyst málið Ríkissaksóknari hefur sent greinargerðina til héraðssaksóknara. „Það segir að þeir hafa einhverjar athugasemdir við það sem ég var að kynna þeim,“ segir Sigurður sem telur brýnt að dómstólar skoði málið. „Ég sé ekki neina aðra leið til að botna þetta mál, ég meina það liggur bara fyrir að stjórnsýslan og Alþingi virðist ekki geta leyst málið og komist að niðurstöðu. Þetta er búið að vera í kerfinu í þrjú til fimm ár og það er engin niðurstaða neins staðar,“ segir hann jafnframt en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Athugasemdir við virðisauka Sigurður gerir alvarlegar athugasemdir við virðisauka stöðugleikaframlaga Lindarhvols. „Talan sem þeir nefndu einhverjir 75 milljarðar er auðvitað rangt. Þar eru menn að taka allt aðra hluti heldur en eingöngu Lindarhvol,“ segir Sigurður sem gerði grein fyrir málinu í bréfi til Forsætisnefndar Alþingis þann 17. febrúar 2021. „Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að Ríkisendurskoðun álykti og gangi út frá að allur svonefndur heildarvirðisauki sé tilkominn vegna starfsemi Lindarhvols,“ segir meðal annars í bréfinu sem er þrettán blaðsíður. Mjög alvarlegt mál Þá segir jafnframt í bréfinu: „Þá er ekki síður ástæða til að Ríkisendurskoðun geri grein fyrir hvers vegna hún taldi ekki ástæðu til að meta virði stöðugleikaframlaga við framsal þeirra til ríkissjóðs þar sem virði þeirra var bæði notað til bókunar í ríkisreikningi og sem viðmið við ákvörðun á sölu- og lágmarksverði í fjölmörgum tilvikum við fullnustu á eignum og við mat á árangri og samningi ráðherra og Lindarhvols.“ Sigurður segist líta á málið sem svo að Lindarhvol hafi haft einhverjar 100 milljarða af virði stöðugleikaeigna. Aðspurður hvað hann telji alvarlegast í málinu bendir Sigurður á skýrslu ríkisendurskoðanda frá 2020. „Það skuli koma önnur skýrsla með allt aðrar niðurstöður og þetta á að vera unnið með sömu forsendum, stöðlum og viðmiðum. Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Sigurður.
Starfsemi Lindarhvols Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi. Að hans mati vilji þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir. 7. júlí 2023 14:44 „Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02 Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26 „Ljóðrænt“ að Bergþór og Þórhildur Sunna séu sammála Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ljóðrænt að þingmennirnir Bergþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir séu sammála um að kalla þing saman vegna stórra mála. 10. júlí 2023 13:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi. Að hans mati vilji þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir. 7. júlí 2023 14:44
„Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. 7. júlí 2023 20:02
Lindarhvolsskýrslan komin á borð héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. 10. júlí 2023 16:26
„Ljóðrænt“ að Bergþór og Þórhildur Sunna séu sammála Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ljóðrænt að þingmennirnir Bergþór Ólason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir séu sammála um að kalla þing saman vegna stórra mála. 10. júlí 2023 13:10