Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Henry Birgir Gunnarsson skrifa 16. júlí 2023 20:51 Guðjón Pétur Lýðsson lék á sínum tíma með ÍBV en leikur í dag með Grindavík. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. „Rosalegt, þetta gerðist utan vallar. Eftir viðtal mitt við Helga Sigurðsson fæ ég að heyra að leikmaður Grindavíkur hafi beðið eftir leikmanni Gróttu við klefa liðanna eftir leik, tekið hann hálstaki og ýtt honum upp við vegg og eftir það byrjuðu slagsmál. Vægast sagt athyglisvert mál,“ segir í skýrslu leiksins sem birtist á Fótbolti.net að leik loknum. Skömmu síðar birtist svo önnur grein á sama miðli þar sem sagt er frá því að það hafi verið Guðjón Pétur Lýðsson sem hafi verið sakaður um að hafa tekið leikmann Gróttu hálstaki eftir leik. Knattspyrnudeild Gróttu hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist staðfesta að ráðist hafi verið á leikmann Gróttu við búningsklefa að leik loknum. Þá hafi aðili úr starfsliði Grindavíkur einnig ráðist að öðrum leikmanni Gróttu í kjölfarið. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Eins og áður segir þvertekur Guðjón Pétur þó fyrir að hafa ráðist á nokkurn mann. „Ég er búinn að svara Fótbolta.net og þetta var ekki neitt. Ekkert annað en hefur verið í kringum alla fótboltaleiki frá upphafi aldar,“ sagði Guðjón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Einhver smá æsingur og svo bara búið,“ bætti Guðjón við. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg.“ „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu,“ sagði Guðjón að lokum. Uppfærð frétt: Í upprunalegu fréttinni var skrifað um orðróm þess efnis að Guðjón Pétur hefði verið með rasisma í garð leikmanns Gróttu eftir leik. Því harðneitaði Guðjón. Enginn hefur stigið fram og staðfest orðróminn. Þar af leiðandi hefur fréttinni verið breytt. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
„Rosalegt, þetta gerðist utan vallar. Eftir viðtal mitt við Helga Sigurðsson fæ ég að heyra að leikmaður Grindavíkur hafi beðið eftir leikmanni Gróttu við klefa liðanna eftir leik, tekið hann hálstaki og ýtt honum upp við vegg og eftir það byrjuðu slagsmál. Vægast sagt athyglisvert mál,“ segir í skýrslu leiksins sem birtist á Fótbolti.net að leik loknum. Skömmu síðar birtist svo önnur grein á sama miðli þar sem sagt er frá því að það hafi verið Guðjón Pétur Lýðsson sem hafi verið sakaður um að hafa tekið leikmann Gróttu hálstaki eftir leik. Knattspyrnudeild Gróttu hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist staðfesta að ráðist hafi verið á leikmann Gróttu við búningsklefa að leik loknum. Þá hafi aðili úr starfsliði Grindavíkur einnig ráðist að öðrum leikmanni Gróttu í kjölfarið. „Stjórn deildarinnar lítur málin alvarlegum augum og treystir því að tekið verði á þeim af þar til bærum aðilum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Eins og áður segir þvertekur Guðjón Pétur þó fyrir að hafa ráðist á nokkurn mann. „Ég er búinn að svara Fótbolta.net og þetta var ekki neitt. Ekkert annað en hefur verið í kringum alla fótboltaleiki frá upphafi aldar,“ sagði Guðjón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Einhver smá æsingur og svo bara búið,“ bætti Guðjón við. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg.“ „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu,“ sagði Guðjón að lokum. Uppfærð frétt: Í upprunalegu fréttinni var skrifað um orðróm þess efnis að Guðjón Pétur hefði verið með rasisma í garð leikmanns Gróttu eftir leik. Því harðneitaði Guðjón. Enginn hefur stigið fram og staðfest orðróminn. Þar af leiðandi hefur fréttinni verið breytt.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grótta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti