Microsoft og Sony semja um Call of Duty Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2023 09:02 Call of Duty leikirnir hafa um árabil notið gífurlegra vinsælda um heiminn allan. AP/Martin Meissner Forstjóri leikjadeildar Microsoft tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst við forsvarsmenn Sony um Call of duty, leikina vinsælu. PlayStation eigendum verður áfram tryggður aðgangur að leikjunum, jafnvel þó Microsoft, sem framleiðir xBox leikjavélarnar, kaupir Activision Blizzard, eins og í stefnir. Tilkynnt var í fyrra að stjórnir Microsoft og Activision Blizzard hefðu náð samkomulagi um að hið fyrrnefnda fyrirtæki keypti það síðarnefnda fyrir 69 milljarða dala, sem samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Samruni þessara fyrirtækja yrði sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins en Microsoft hefur staðið í miklum deilum og samningaviðræðum við samkeppnisyfirvöld víða um heim vegna hans. Activision Blizzard framleiðir meðal annars Call of Duty leikina, sem eru gífurlega vinsælir um heiminn allan og samkeppnisyfirvöld hafa gagnrýnt að Microsoft gæti gert leiki AB óaðgengilega fyrir aðra en notendur xBox. Forsvarsmenn Microsoft höfðu gert samkomulag við Nintendo, Nvidia og aðra um að gera Call of Duty leikina aðgengilega öllum í tíu ár. Forsvarsmenn Sony höfðu þó hingað til ekki viljað skrifa undir slíkan samning. Brad Smith, sem stýrir leikjadeild Microsoft og er varaformaður stjórnar fyrirtækisins, tilkynnti í gær að þetta samkomulag hefði náðst. Eigendur Playstation munu hafa aðgang að Call of Duty leikjunum í minnst tíu ár. We are pleased to announce that Microsoft and @PlayStation have signed a binding agreement to keep Call of Duty on PlayStation following the acquisition of Activision Blizzard. We look forward to a future where players globally have more choice to play their favorite games.— Phil Spencer (@XboxP3) July 16, 2023 Yfirlýsing Microsoft nefnir ekki að samkomulagið nái til tíu ára en samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur Sony staðfest að svo sé. Gæti haft áhrif á áfrýjun Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) er meðal þeirra sem hafa reynt að koma í veg fyrir samrunann. Dómari úrskurðaði þó nýverið að samruninn mætti eiga sér stað en þeim úrskurði var áfrýjað í síðustu viku. Forsvarsmenn FTC höfðu sagt að markaðsstaða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC sagði Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Sjá einnig: Reyna aftur að stöðva samruna Microsoft og Activision Samkomulag Microsoft og Sony eykur á þrýstinginn um að FTC felli áfrýjunina niður en Microsoft verður að óbreyttu að ganga frá samrunanum fyrir dagslok á morgun. Annars gæti fyrirtækinu verið gert að greiða þrjá milljarða dala í sekt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Microsoft Sony Leikjavísir Bandaríkin Tengdar fréttir Fá grænt ljós á stærsta samruna leikjaiðnaðarins Microsoft fékk í gær grænt ljós á að ganga frá 69 milljarða dala kaupum fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Samruninn verður sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum mun Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch, World of Warcraft og Candy Crush. 12. júlí 2023 10:40 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tilkynnt var í fyrra að stjórnir Microsoft og Activision Blizzard hefðu náð samkomulagi um að hið fyrrnefnda fyrirtæki keypti það síðarnefnda fyrir 69 milljarða dala, sem samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Samruni þessara fyrirtækja yrði sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins en Microsoft hefur staðið í miklum deilum og samningaviðræðum við samkeppnisyfirvöld víða um heim vegna hans. Activision Blizzard framleiðir meðal annars Call of Duty leikina, sem eru gífurlega vinsælir um heiminn allan og samkeppnisyfirvöld hafa gagnrýnt að Microsoft gæti gert leiki AB óaðgengilega fyrir aðra en notendur xBox. Forsvarsmenn Microsoft höfðu gert samkomulag við Nintendo, Nvidia og aðra um að gera Call of Duty leikina aðgengilega öllum í tíu ár. Forsvarsmenn Sony höfðu þó hingað til ekki viljað skrifa undir slíkan samning. Brad Smith, sem stýrir leikjadeild Microsoft og er varaformaður stjórnar fyrirtækisins, tilkynnti í gær að þetta samkomulag hefði náðst. Eigendur Playstation munu hafa aðgang að Call of Duty leikjunum í minnst tíu ár. We are pleased to announce that Microsoft and @PlayStation have signed a binding agreement to keep Call of Duty on PlayStation following the acquisition of Activision Blizzard. We look forward to a future where players globally have more choice to play their favorite games.— Phil Spencer (@XboxP3) July 16, 2023 Yfirlýsing Microsoft nefnir ekki að samkomulagið nái til tíu ára en samkvæmt frétt Wall Street Journal hefur Sony staðfest að svo sé. Gæti haft áhrif á áfrýjun Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) er meðal þeirra sem hafa reynt að koma í veg fyrir samrunann. Dómari úrskurðaði þó nýverið að samruninn mætti eiga sér stað en þeim úrskurði var áfrýjað í síðustu viku. Forsvarsmenn FTC höfðu sagt að markaðsstaða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC sagði Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Sjá einnig: Reyna aftur að stöðva samruna Microsoft og Activision Samkomulag Microsoft og Sony eykur á þrýstinginn um að FTC felli áfrýjunina niður en Microsoft verður að óbreyttu að ganga frá samrunanum fyrir dagslok á morgun. Annars gæti fyrirtækinu verið gert að greiða þrjá milljarða dala í sekt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Microsoft Sony Leikjavísir Bandaríkin Tengdar fréttir Fá grænt ljós á stærsta samruna leikjaiðnaðarins Microsoft fékk í gær grænt ljós á að ganga frá 69 milljarða dala kaupum fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Samruninn verður sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum mun Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch, World of Warcraft og Candy Crush. 12. júlí 2023 10:40 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fá grænt ljós á stærsta samruna leikjaiðnaðarins Microsoft fékk í gær grænt ljós á að ganga frá 69 milljarða dala kaupum fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Samruninn verður sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum mun Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch, World of Warcraft og Candy Crush. 12. júlí 2023 10:40