
Sony

PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því
Sony hóf á dögunum sölu á nýrri útgáfu PlayStation 5 leikjatölvunnar, Ps5 Pro. Þessi útgáfa er töluvert öflugri en hina tvær og opnar á nýja möguleika þegar kemur að grafík og gæðum leikja, hvort uppfærslan borgi sig er þó spurning.

Ný kitla: Ellie og Joel komast aftur í hann krappan
Framleiðendur hinna feykivinsælu þátta The Last of Us, hafa birt nýja kiltu fyrir næstu þáttaröð. Þættirnir byggja á samnefndum tölvuleikjum og eru gerðir af Craig Mazin, sem skrifaði þættina Chernobyl.

Stiklusúpa: Allt það helsta frá kynningu Sony í gær
Forsvarsmenn Sony héldu í gær State of Play kynningu þar sem farið var yfir margt af því helsta sem vænta má frá fyrirtækinu á komandi mánuðum. Kynntir voru nýir leikir en margir þeirra eru sýndarveruleikaleikir og sömuleiðis aukapakkar fyrir leiki sem þegar er búið að gefa út.

Astro Bot: Astro stígur ekki feilspor í nánast fullkomnum leik
Sumir leikir eru bara einföld og saklaus skemmtun. Þeir eru ekki margir en Astro Bot er svo sannarlega einn þeirra en þar að auki lítur hann stórkoslega vel út. Þetta er í þriðja sinn sem krúttlega vélmennið fær tölvuleik, á eftir Astro‘s Playroom og sýndarveruleikaleiknum Astro Bot Rescue Mission.

Endurgreiða þeim fáu sem keyptu Concord
Forsvarsmenn Sony hafa ákveðið að taka nýja leikinn Concord úr sölu og endurgreiða þeim sem keyptu. Ekki verður hægt að spila leikinn eftir 6. september, á meðan tekin verður ákvörðun með framhald leiksins, sem gefinn var út þann 23. ágúst.

Umfangsmiklar uppsagnir hjá PlayStation
Jim Ryan, fráfarandi yfirmaður Sony Interactive Entertainment, sem er í raun PlayStation, tilkynnti í dag að stórum hluta starfsmanna félagsins yrði sagt upp. Um er að ræða um níu hundruð manns, sem samsvarar um átta prósentum af öllum starfsmönnum SIE.

Sony Portal: Spilað þegar einhver stelur sjónvarpinu
Sony gaf í lok síðasta árs út græjuna PlayStation Portal, sem gerir eigendum PlayStation 5 kleift að streyma tölvuleikjum úr tölvunni, hvar sem þeir eru staddir. Til að mynda er hægt að spila leiki sem búið er að setja upp í tölvunni á meðan aðrir horfa á sjónvarpið.

Hafa selt yfir fjörutíu milljón PS5 tölvur
Sony tilkynnti í dag að fyrirtækið væri búið að selja yfir fjörutíu milljón Playstation 5 leikjatölvur. Fyrirtækið hóf sölu á leikjatölvunum í nóvember árið 2020 og gekk framleiðslan frekar brösuglega fyrst um sinn. Nú sé þó framleiðslan komin á strik og hægt að sinna eftirspurninni.

Microsoft og Sony semja um Call of Duty
Forstjóri leikjadeildar Microsoft tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst við forsvarsmenn Sony um Call of duty, leikina vinsælu. PlayStation eigendum verður áfram tryggður aðgangur að leikjunum, jafnvel þó Microsoft, sem framleiðir xBox leikjavélarnar, kaupir Activision Blizzard, eins og í stefnir.

PSVR 2: Geimflugið nýtur sín vel í sýndarveruleika
Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2.

PSVR2: Barist, púslað og flúið undan risaeðlum
Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2.

PSVR2: Sýndarveruleiki Sony siglir skarpt af stað
Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2.

PSVR2: Er sýndarveruleiki loks að verða móðins?
Nýr sýndarveruleikabúnaður Sony sem gefinn verður út í næstu viku er stórt og gott skref í því að gera sýndarveruleika loksins móðins í tölvuleikjaspilun. Búnaðurinn er hannaður til notkunar með PS5 leikjatölvum en mikilvægt verður að halda uppi áhuga í nokkur ár með góðum leikjum.

Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin.

Ný sýndarveruleikagleraugu PlayStation á leiðinni
Ný sýndarveruleikagleraugu PlayStation koma á markað í febrúar á næsta ári. Gleraugun munu kosta tæpar áttatíu þúsund krónur.

Skrifstofu Sony á Íslandi lokað
Skrifstofa Sony Music á Íslandi hættir formlega störfum þann 31. október næstkomandi vegna stefnubreytingar hjá Sony Music Entertainment. Dreifing á íslenskum útgáfum verður þá í höndum Sony í Kaupmannahöfn.

Uncharted Legacy of Thieves Collection: Góðir leikir öðlast nýtt líf
Nathan Drake er enn jafn skemmtilegur og hann var á síðasta áratug og ævintýri hans og félaga hans eru það sömuleiðis. Það er lítið annað en jákvætt að Uncharted-leikirnir öðlist nýtt líf.

Skortur kemur enn niður á framleiðslu PS5
Starfsmenn Sony eiga enn í vandræðum við að framleiða nægjanlegt magn PlayStation 5 leikjatölva. Um 3,3 milljónir tölva voru seldar síðasta ársfjórðungi 2021 og í heild hefur Sony selt 17,3 milljónir leikjatölva frá því þær komu fyrst á markað.

FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“
Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða.

Sony kaupir leikjarisann Bungie
Raftækjafyrirtækið Sony hefur nú keypt leikjarisann Bungie, en fyrirtækið er þekktast fyrir leikina Halo og Destiny. Samningurinn hljóðar upp á 3,6 milljarða bandaríkjadala eða rúmlega 460 milljarða íslenskra króna.

Seldi Sony allar upptökur sínar
Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum.

Búast við því að Microsoft haldi leikjum aðgengilegum í PlayStation
Forsvarsmenn Sony, framleiðendur PlayStation leikjatölvunnar, segjast búast við því að Microsoft muni standa við samninga og tryggja áfram að tölvuleikir Activision Blizzard verði áfram aðgengilegir á PlayStation.

Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum
Miklar vendingar urðu á markaði leikjaframleiðenda í gær þegar Microsoft opinberaði að búið væri að skrifa undir samkomulag um að tæknirisinn myndi kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Microsoft var þegar meðal stærstu leikjafyrirtækja heims og það var AB sömuleiðis.

Leikjarisar sameinast: Microsoft kaupir Activision Blizzard
Forsvarsmenn Microsoft hafa skrifað undir kaupsamning á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard fyrir 68,7 milljarða dala. Lauslega reiknað samsvarar það tæpum níu billjónum króna eða níu þúsund milljörðum.

Sony lofar mikið bættum sýndarveruleika
Sony opinberaði í gær í fyrsta sinn upplýsingar um næstu kynslóð sýndarveruleikabúnaðar fyrirtækisins sem kallast PSVR2. Fyrirtækið sýndi búnaðinn ekki né sagði hvenær sala hans ætti að hefjast.

Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna.

Yfirmaður hjá Sony rekinn eftir birtingu tálbeitumyndbands
Sony hefur rekið George Cacioppo, varaforstjóra verkfræðideildar fyrirtækisins, eftir að hann birtist í myndbandi hóps sem segist koma upp um barnaníðinga. Cacioppo er sagður hafa mælt sér móts við fimmtán ára dreng en í rauninni mætti til hans maður með myndavél.

Ný stikla sýnir að Kóngulóarmannsins bíður ærið verkefni
Ný stikla fyrir stórmyndina Spider-Man: No Way Home var frumsýnd í nótt og má sjá að Kóngulóarmanninum bíður ærið verkefni við að bjarga málunum.

Anna ekki eftirspurn eftir PS5 fyrir jólin og færa alla söluna á netið
Forsvarsmenn ELKO hafa gripið til sérstakra ráðstafana vegna skorts á PlayStation 5 leikjatölvum og sjá að ekki verði hægt að anna eftirspurn fyrir jólin. Þegar sendingar berast seljast þær upp á nokkrum mínútum.

Hægja á framleiðslu PS5 vegna skorts
Forsvarsmenn Sony hafa neyðst til að taka þá ákvörðun að hægja á framleiðslu PlaystStation 5 leikjatölvunnar. Það er vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum og vandræða við flutninga.