Ráðherra kortleggur loftgæði grunn- og leikskólabarna Lovísa Arnardóttir skrifar 17. júlí 2023 20:01 Guðlaugur Þór segir mikilvægt að loftgæði barna séu góð og að ráðuneytið meti hvort að það þurfi að stíga fasta inn. Vísir/Vilhelm Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að ráðast í átaksverkefni um kortlagningu innilofts í skólum og leikskólum. Markmið verkefnisins er að fá yfirsýn yfir stöðuna en samkvæmt minnisblaði ráðherra eru engin heildstæð opinber gögn til um málefnið. „Ráðuneytið hefur sett af stað verkefni til að kortleggja stöðuna varðandi loftgæði í leik- og grunnskólum landsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, og að Umhverfisstofnun muni sinna verkefninu. Settar eru þrjár milljónir í verkefni og munu niðurstöður liggja fyrir á næstu mánuðum. „Þetta er alvöru mál sem hefur valdið miklum skaða og mun valda því áfram ef ekki er almennilega tekið á því.“ Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi síðasta föstudag og í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina er farið yfir stöðu mála, hvaða reglugerðir eiga við, hverju þær taki á og hverju ekki. Þar er bent á að engin opinber gögn liggi fyrir og að síðasta rannsókn sem hafi verið framkvæmd sé frá 2009 og hafi tekið til grunnskóla í Reykjavík. Eftirliti er sinnt af sveitarfélögum og Umhverfisstofnun en Guðlaugur segir að með kortlagningunni fáist heildstæð sýn og þá sér hægt að meta hvort að ráðuneytið þurfi að stíga fastar inn í málið. „Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að við þurfum að taka af því af fullri alvöru,“ segir Guðlaugur og að það verði til dæmis kannað hvort að allir séu að vinna eftir sömu reglum en að aðalatriðið sé að það skorti betri upplýsingar og þegar þær liggi fyrir sé hægt að taka ákvörðun. Spurður hvað hafi orðið til þess að ráðuneytið stígi nú inn í þetta mál segir Guðlaugur að alvarleiki málsins hafi kallað á það. „Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að við erum búin að sjá síendurteknar fréttir um að þessi mál séu ekki í lagi og við viljum hafa loftgæðin í lagi, og það sérstaklega hjá leik- og grunnskólabörnum.“ Hann segir að ráðuneytið líti til marga þátta, það sé verið að sameina stofnanir og einfalda verklag. Það sé enginn ánægður með stöðuna eins og hún sé í dag. „Og allra síst við og það er mikilvægt að allir sem hafi einhverju hlutverki að gegna þeir sinni því. Það eru allir sammála um að það þurfi að kortleggja og að við höfum sem bestar upplýsingar því við viljum ekki hafa þetta svona. Við viljum að leik- og grunnskólabörn fái að njóta öryggis í hvívetna og þá sérstaklega þegar kemur að loftgæðum,“ segir ráðherra. Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. 9. júlí 2023 10:58 Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi. 22. júní 2023 07:45 Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. 19. júní 2023 18:46 Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. 18. maí 2023 08:30 Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
„Ráðuneytið hefur sett af stað verkefni til að kortleggja stöðuna varðandi loftgæði í leik- og grunnskólum landsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, og að Umhverfisstofnun muni sinna verkefninu. Settar eru þrjár milljónir í verkefni og munu niðurstöður liggja fyrir á næstu mánuðum. „Þetta er alvöru mál sem hefur valdið miklum skaða og mun valda því áfram ef ekki er almennilega tekið á því.“ Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi síðasta föstudag og í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina er farið yfir stöðu mála, hvaða reglugerðir eiga við, hverju þær taki á og hverju ekki. Þar er bent á að engin opinber gögn liggi fyrir og að síðasta rannsókn sem hafi verið framkvæmd sé frá 2009 og hafi tekið til grunnskóla í Reykjavík. Eftirliti er sinnt af sveitarfélögum og Umhverfisstofnun en Guðlaugur segir að með kortlagningunni fáist heildstæð sýn og þá sér hægt að meta hvort að ráðuneytið þurfi að stíga fastar inn í málið. „Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að við þurfum að taka af því af fullri alvöru,“ segir Guðlaugur og að það verði til dæmis kannað hvort að allir séu að vinna eftir sömu reglum en að aðalatriðið sé að það skorti betri upplýsingar og þegar þær liggi fyrir sé hægt að taka ákvörðun. Spurður hvað hafi orðið til þess að ráðuneytið stígi nú inn í þetta mál segir Guðlaugur að alvarleiki málsins hafi kallað á það. „Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að við erum búin að sjá síendurteknar fréttir um að þessi mál séu ekki í lagi og við viljum hafa loftgæðin í lagi, og það sérstaklega hjá leik- og grunnskólabörnum.“ Hann segir að ráðuneytið líti til marga þátta, það sé verið að sameina stofnanir og einfalda verklag. Það sé enginn ánægður með stöðuna eins og hún sé í dag. „Og allra síst við og það er mikilvægt að allir sem hafi einhverju hlutverki að gegna þeir sinni því. Það eru allir sammála um að það þurfi að kortleggja og að við höfum sem bestar upplýsingar því við viljum ekki hafa þetta svona. Við viljum að leik- og grunnskólabörn fái að njóta öryggis í hvívetna og þá sérstaklega þegar kemur að loftgæðum,“ segir ráðherra.
Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. 9. júlí 2023 10:58 Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi. 22. júní 2023 07:45 Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. 19. júní 2023 18:46 Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. 18. maí 2023 08:30 Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Sjá meira
Skólastjóri og fleira starfsfólk hætt vegna myglu Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma. 9. júlí 2023 10:58
Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi. 22. júní 2023 07:45
Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. 19. júní 2023 18:46
Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. 18. maí 2023 08:30
Starfsfólk hrökklist úr starfi og iðnaðarmenn hvergi sjáanlegir Starfsfólk í Laugarnesskóla hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum sínum og nemanda í Laugarnesskóla. Dæmi séu um að starfsfólk hafi hætt vegna veikinda tengdum myglu. 5. maí 2023 15:16