Álit ESA og blóðmerahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 18. júlí 2023 07:01 Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Niðurstaða ESA var að svo væri. Af þeim sökum hefði íslenska ríkið gerst brotlegt við 3. mgr. EES samningsins og meginákvæði reglugerðar 460/2017, sérstaklega það ákvæði að framkvæma frummat á starfseminni. Í áliti ESA er ítarlega farið yfir svör íslenska ríkisins við spurningum ESA, og þar kemur fram að ríkið og ESA eru sammála um að starfsemin snúist um að taka blóð úr lifandi dýrum, að blóðtakan valdi dýrunum þjáningum, að um framleiðslu lyfja sé að ræða og að byggt sé á vísindalegri tækni sem falli utan hefðbundins landbúnaðar. Íslenska ríkið telur að slík starfsemi virki ekki ákvæði reglugerðar 460/2017 en ESA er á öndverðum meiði og færir rök fyrir því á rúmlega 30 blaðsíðum, að starfsemin falli einmitt undir þessa reglugerð. Það eru talsverðir hagsmunir í húfi fyrir þá sem hagnast á starfseminni, vegna þess að ef íslenska ríkið beitir fyrrnefndri reglugerð 460 á starfsemina, er fyrsta skrefið að framkvæma frummat á eðli starfseminnar. Í því mati er fyrsta spurningin sem svara skal sú, hvort nauðsynlegt sé að nota lifandi dýr til framleiðslunnar eða hvort hægt sé að ná sama markmiði án lifandi dýra. Ef í ljós kemur að hægt er að framleiða lyf án notkunar lifandi dýra, er óheimilt, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, að nota lifandi dýr. Nú liggur fyrir að hormónið sem unnið er úr blóði meranna er hægt að framleiða án lifandi dýra. Svo menn vita mæta vel að ef ríkið færi að ákvæðum reglugerðar 460 yrði starfsemin stöðvuð. Í það minnsta yrðu lagðar miklar kvaðir á starfsemina. Atburðarásin við innleiðingu reglugerðar 460/2017 er rækilega skjalfest af Matvælastofnun í fundargerðum, bréfum og álitum Fagráðs um velferð dýra. Af þessum gögnum kemur fram að á árunum 2017-2019 töldu MAST og fagráðið að blóðmerahald félli undir reglugerð 460, allt til ársins 2020. Þá varð viðsnúningur sem lesa má um í fundargerðum og bréfaskriftum milli MAST og framleiðanda hormónsins. Stjórnendur MAST ákváðu að frá og með árinu 2020 teldist starfsemin ekki leyfisskyld, og félli ekki undir nein sérlög. Eftir að blóðmerahald komst í hámæli í byrjun árs 2022 var þessu harðlega mótmælt af dýravelferðarsamtökum. Til dæmis kröfðust Samtök um dýrafelferð á Íslandi þess að fyrst íslenska ríkið vildi ekki beita 460/2017 þá félli þessi starfsemi að minnsta kosti undir 20. gr. dýravelferðarlaga 55/2013 sem kveður m.a. á um leyfisskyldu til framleiðslu lyfja úr lifandi dýrum, þegar sú starfsemi veldur þeim þjáningum. Viðbrögð ráðherra voru að setja reglugerð 900/2022 með stoð í 20.gr. l. nr. 55/2013, og þar með leyfisskylda starfsemina, þvert á ákvörðun MAST frá 2020. Eitt af því sem ESA furðar sig á er að fyrst íslenska ríkið er sammála því að eðli starfseminnar virki 20.gr. dýravelferðarlaga, hvers vegna í ósköpunum ríkið telji að starfsemin falli ekki undir ákvæði reglugerðar 460/2017, sem nær einmitt yfir sams konar starfsemi. Þess vegna bendir ESA réttilega á að með því að setja reglugerð 900/2022 sem leyfisskyldar blóðmerastarfsemi, sé íslenska ríkið brotlegt við 3. gr. EES samningsins, sem bannar aðilddaríkjunum að setja sérreglur til að víkja sér undan gildissviði tilskipana EES. Íslenska ríkið, eins og önnur aðildarríki hafa skuldbundið sig til þess að láta tilskipanir og reglur EES ganga framar landslögum. Ein ástæða þess að matvælaráðuneytið kinokar sér við að beita gildandi reglum 460/2017, er óttinn við skaðabótakröfu hagsmunaðila. Í því sambandi má nefna að eitt af þremur skilyrðum skaðabótarréttarins er sakarreglan, sem kveður á um að til þess að baka sér skaðabótaábyrgð þurfi maður að hafa aðhafst eitthvað saknæmt, brotið lög eða hagað sér gáleysislega. Það er ekki saknæmt að beita gildandi lögum, sem er einmitt reglugerð 460/2017, og ef íslenska ríkið yrði nú undir í máli fyrir EFTA dómstólnum, kæmi upp sú staða að blóðmerastarfsemi teldist ólögmæt frá árinu 2017. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald EFTA Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Niðurstaða ESA var að svo væri. Af þeim sökum hefði íslenska ríkið gerst brotlegt við 3. mgr. EES samningsins og meginákvæði reglugerðar 460/2017, sérstaklega það ákvæði að framkvæma frummat á starfseminni. Í áliti ESA er ítarlega farið yfir svör íslenska ríkisins við spurningum ESA, og þar kemur fram að ríkið og ESA eru sammála um að starfsemin snúist um að taka blóð úr lifandi dýrum, að blóðtakan valdi dýrunum þjáningum, að um framleiðslu lyfja sé að ræða og að byggt sé á vísindalegri tækni sem falli utan hefðbundins landbúnaðar. Íslenska ríkið telur að slík starfsemi virki ekki ákvæði reglugerðar 460/2017 en ESA er á öndverðum meiði og færir rök fyrir því á rúmlega 30 blaðsíðum, að starfsemin falli einmitt undir þessa reglugerð. Það eru talsverðir hagsmunir í húfi fyrir þá sem hagnast á starfseminni, vegna þess að ef íslenska ríkið beitir fyrrnefndri reglugerð 460 á starfsemina, er fyrsta skrefið að framkvæma frummat á eðli starfseminnar. Í því mati er fyrsta spurningin sem svara skal sú, hvort nauðsynlegt sé að nota lifandi dýr til framleiðslunnar eða hvort hægt sé að ná sama markmiði án lifandi dýra. Ef í ljós kemur að hægt er að framleiða lyf án notkunar lifandi dýra, er óheimilt, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, að nota lifandi dýr. Nú liggur fyrir að hormónið sem unnið er úr blóði meranna er hægt að framleiða án lifandi dýra. Svo menn vita mæta vel að ef ríkið færi að ákvæðum reglugerðar 460 yrði starfsemin stöðvuð. Í það minnsta yrðu lagðar miklar kvaðir á starfsemina. Atburðarásin við innleiðingu reglugerðar 460/2017 er rækilega skjalfest af Matvælastofnun í fundargerðum, bréfum og álitum Fagráðs um velferð dýra. Af þessum gögnum kemur fram að á árunum 2017-2019 töldu MAST og fagráðið að blóðmerahald félli undir reglugerð 460, allt til ársins 2020. Þá varð viðsnúningur sem lesa má um í fundargerðum og bréfaskriftum milli MAST og framleiðanda hormónsins. Stjórnendur MAST ákváðu að frá og með árinu 2020 teldist starfsemin ekki leyfisskyld, og félli ekki undir nein sérlög. Eftir að blóðmerahald komst í hámæli í byrjun árs 2022 var þessu harðlega mótmælt af dýravelferðarsamtökum. Til dæmis kröfðust Samtök um dýrafelferð á Íslandi þess að fyrst íslenska ríkið vildi ekki beita 460/2017 þá félli þessi starfsemi að minnsta kosti undir 20. gr. dýravelferðarlaga 55/2013 sem kveður m.a. á um leyfisskyldu til framleiðslu lyfja úr lifandi dýrum, þegar sú starfsemi veldur þeim þjáningum. Viðbrögð ráðherra voru að setja reglugerð 900/2022 með stoð í 20.gr. l. nr. 55/2013, og þar með leyfisskylda starfsemina, þvert á ákvörðun MAST frá 2020. Eitt af því sem ESA furðar sig á er að fyrst íslenska ríkið er sammála því að eðli starfseminnar virki 20.gr. dýravelferðarlaga, hvers vegna í ósköpunum ríkið telji að starfsemin falli ekki undir ákvæði reglugerðar 460/2017, sem nær einmitt yfir sams konar starfsemi. Þess vegna bendir ESA réttilega á að með því að setja reglugerð 900/2022 sem leyfisskyldar blóðmerastarfsemi, sé íslenska ríkið brotlegt við 3. gr. EES samningsins, sem bannar aðilddaríkjunum að setja sérreglur til að víkja sér undan gildissviði tilskipana EES. Íslenska ríkið, eins og önnur aðildarríki hafa skuldbundið sig til þess að láta tilskipanir og reglur EES ganga framar landslögum. Ein ástæða þess að matvælaráðuneytið kinokar sér við að beita gildandi reglum 460/2017, er óttinn við skaðabótakröfu hagsmunaðila. Í því sambandi má nefna að eitt af þremur skilyrðum skaðabótarréttarins er sakarreglan, sem kveður á um að til þess að baka sér skaðabótaábyrgð þurfi maður að hafa aðhafst eitthvað saknæmt, brotið lög eða hagað sér gáleysislega. Það er ekki saknæmt að beita gildandi lögum, sem er einmitt reglugerð 460/2017, og ef íslenska ríkið yrði nú undir í máli fyrir EFTA dómstólnum, kæmi upp sú staða að blóðmerastarfsemi teldist ólögmæt frá árinu 2017. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun